Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Síða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Síða 48
34 N. Kv. Franz von Grillparzer: Klaustrið I Nendomir Friðrik Þorvaldsson og Gísli Jónsson þýddu. Geislar hnígandi sólar slógu gullnum bjarma á hlíðar eins af hinum fegurstu döl- um í furstadæminu Sendomir. Eins og kveðjukoss á vör hvíldu þeir á múrum hins reisulega og skrautlega klausturs í dalnum austanverðum, þegar tveir ríðandi menn í fylgd með nokkrum þjónum komu að hæða- drögunum hinum megin í dalnum. Þeir áðu stundarkorn í kvöldkyrrðinni, en keyrðu því næst hesta sína sporum þvert yfir dal- inn í áttina til klaustursins. Af klæðaburði hinna síðkomnu gesta mátti greina, að þeir voru langt að komnir. Þeir voru með barða- stóra fjaðrahatta, klæddir elgskinnskuflum og í herneskjum þar utan yfir, í þröngum buxum og háum kragastígvélum. Af því mátti sjá, að þeir voru ekki innfæddir Pól- verjar, enda var sú raunin. Þeir voru sendi- menn Þýzkalandskeisara og voru á leið til hirðar hins herskáa Jóhanns Sobieski, og þar eð kvöldaði, fyrr en þá varði, ætluðu þeir sér að leita náttstaðar í klaustrinu, sem þeir sáu framundan. — Klausturhlið- inu hafði verið læst fyrir nóttina, en því var lokið upp fyrir þeim, er þeir beiddust inngöngu, og húsvörðurinn bauð þeim að ganga inn í rúmgóða gestastofu, þar sem biði þeirra hressing og hvíld. „En ábótinn og munkarnir,“ sagði hann, „eru saman kbmnir til aftansÖngs í kapellunni og verða því í kvöld að neita sér um að taka á móti svo tignum gestum.“ Frásögn mannsins, sem leit nokkuð tortryggnislegum augum á gestina, hlaut staðfestingu af tilbreytingar- lausu söngli munkanna, sem barst til þeirra eftir hljóðbærum klausturhvelfingunum. — Báðir gestirnir gengu inn í stofuna, sem þeim var vísað á, en hún var nýbyggð, svo sem klaustrið allt, en af ásettu ráði stæld eftir fornum oddbogastíl. Fáum, en vönd- uðum húsmunum var þar raðað upp með- fram veggjunum. Tunglið, sem var að korna upp í austri og var að sigrast á síð- ustu skímu dagsins, sást út um háa boga- gluggana, og varpaði það daufum bjarma á hólana og hæðirnar í lcring. En nætur- húmið færðist smám saman um lautirnar cg skógana og breiddi blæju sína yfir allt, bæði kvikt og dautt. — Einkaþjónar ridd- aranna báru fram mat og vín, en ferðlúnir gestirnir settust við sterklegt borð hjá brjóstriði opins bogagluggans og skemmtu sér við að horfa á leik tunglsgeislanna, milli þess sem þeir gerðu matnum og vín- inu beztu skil, til þess að styrkja líkamano sem bezt undir ferðalagið daginn eftir. — Þannig leið góð stund, og nú var orðið mjög áliðið kvölds, klukknahljómur og kórsöngur löngu þagnaður. Þjónarnir, sem nú voru gengnir til hvílu, höfðu kveikt á lampa, sem hékk í miðju herberginu, og enn sátu báðir riddararnir við gluggann. j

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.