Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 54
40 HVAÐ KOSTAR AÐ REISA NÝBÝLI? N. Kv. kostnaðarhlutföllin sem næst þessu, og er þá sauðfjárbúið sett sem 100: Byggingar Ræktun Sauðfjárbú 100 100 Blönduð bú 116 117 Kúabú 133 166 Kostnaður við framkvæmdir nýbyggj- enda er mjög misjafn, svo að hæpið er að áætla stofnkostnað með nokkurri nákvæmni, og verða því eftirgreindar kostnaðartölur að skoðast með tilliti til þesS. í kostnaðaryfirlitinu er gengið út frá búi, þar sem áhöfn væri 10 mjólkandi kýr og uppeldi til viðhalds þeim, 150 ær og löinb til viðhalds þeim stofni, svo og tveir vinnu- hestar. Það er gert ráð fyrir í öðrum lið á- ætlunarinnar, að um helmingur þessa bú- stofns sé keyptur við bústofnun, en bygg- ingar og ræktun miðað við þá áhöfn, sem að framan getur. Með verðlagi tveggja síðustu ára má á- ætla stofnkostnað þannig: 1. Ræktun, framræsla, girð- ingar ................. kr. 150480.00 2. Bústofn, vélar og áhöld — 115000.00 3. Byggingar, íbúðar- og peningshús ...............— 410000.00 Samtals kr. 675000.00 Hér er ekki tekið með kaupverð lands. Um lána- og styrkmöguleika gilda þær reglur nú, að veitt er auk hins almenna jarðabótastyrks kr. 25 þúsund til ræktunar. Lán til íbúðarhúsa eru 75 þúsund krónur og til peningshúsa er lánað 60% á fjós og fjárhús af matsverði, en hlöður og áburð- argeymslur 40—-50% af matsverði, sem miðað er við framkvæmdakostnaðinn. Framlag og lán að meðtöldum jarðabóta- styrk getur hæst numið 44.7% af kostnað- arverði bygginga og ræktunar, því lán til ræktunarframkvæmda er 20—40% eftir því um hverjar ræktunarframkvæmdir er að ræða. Eins og verið hefur og er enn, eru engir möguleikar til lánsútvegana til bústofns- og vélakaupa. SITT AF HVORU TÆI. Rjúpnaket eða mannaket. I skóla einum las kennarinn nemendum sínum kvæðið Ohrœsið eftir Jónas Hallgrímsson, og skyldu þau síðan endursegja efni þess skriflega. Kvæðið hefst, sem kunnugt er, á orðunum Ein er upp til jjalla, en endursögn eins nemanda var svohljóðandi: „Ein- ar litli er upp til fjalla, langt frá öllu ljósi og yl. Þá er valur á veiðum og langar í rjúpnaket af Einari litla.“ * * * Ur þmgrœðu: Sælir eru einfaldir, eins og kerl- ingin sagði. ' * * * Subbuleg húsmóðir. Karl einn fyrir vestan er sagður hafa haft þessa klausu yfir við konu sína á hverju kvöldi: „Helvíti er að sjá þig, kona, drullug upp á miðja dúka, sykur og grjón í fell- ingunuin, kaffirót í barminum. Svona má ég taka þig á hverju kvöldi, alveg eins og börnin. Helvíti er að sjá þig, kona.“ * * * Blaðamanni nokkrum var boðið frí frá starfi í háfft ár. Hann afþakkaði með þessum orðum: „Tvær eru ástæður til þess, að ég vil ekki fá svo langt frí. Hin fyrri er, að ef greinar mínar koma ekki í blaðinu í hálft ár, þá myndi kaupendunum kannske fækka. Hin ástæðan er sú, að ef greinai' mínar kæmu ekki í blaðinu í hálft ár, myndi kaupendunum kannske ekki fækka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.