Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 30
16
ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON, RITHOFUNDUR
N. Kv.
í verkum kærleiks lýstir þú.
Hver dýrleg sál á hlýrri heim
en himin guðs i fræðum þeim.
Hvert orð og starf var aðalsmerki,
sem íslenzk drenglund reisti hæst.
í hversdags fötum var að verki
sú vizka, er ei í skólum fæst.
Sú sívinnandi hjálparhönd,
sem hækkar þjóðir, fegrar lönd.
Þú stóðst sem hetja í stöðu þinni,
þín stjórn var mild, en ráðdeild ber.
Og hamingjan hélt hendi sinni
sem helgum geislum yfir þér.
Og langdrýgst gæfa lífi er
það lundarfar, sem bjó hjá þér.
Við vanga þinn eg versin lærði,
við vanga þinn eg barnið svaf.
Og þótt eg vaxinn flugið færði
að furðuströndum yfir haf
og kveddi allt, sem kærast er,
þinn kærleiksengill fylgdi mér.
Og þegar aftur sæll í sinni
eg sá þig eftir nítján ár,
eg endurvakti allt í minni
og aftur lifði geymdar þrár.
En seinni kveðjan sárra sker,
þá samfundunum lokið er.
Og síðasta erindi hljóðar svo:
Er burt eg flyt úr bústað mínum
á blessað draumaland hjá þér,
þá vildi eg, lófum verndur þínum.
að vanga þínum halla mér
og dreyma í hugans sólarsal
öll sælublik frá æskudal.
SKÁLDIÐ OG RITHÖFUNDURINN.
Ég hefi ekki átt þess kost að sjá eða
kynna mér nema lítið eitt af ritverkum Þor-
steins Þ. Þorsteinssonar. Má það ef til vill
einu gilda, því að lítt er ég fær til þess að
meta að verðleikum skáldskap og önnur
bókmenntaafköst þeirra manna, er mér
standa langt ofar að kunnáttu, vitsmunum,
dómgreind og smekk. Eg hefi hins vegar frá
byrjun þessa þáttar í andlegum skilningi
leitazt við að verða hinum gamla sveitunga
mínum og góðvini samferða til þess, ef
verða mætti, að skilja hann sem bezt og þær
minjar, er hann hefur hér eftir sig látið. Er
þá stutt frá að segja, að þar sem ég hefi
skyggnzt um í ritverkum hans, hefur mér
þótt meira kveða að fræðimanninum en
skáldinu. Túlkun þeirra hugmynda eða mál-
efna, er kvæði hans fjalla um, er tæplega
með þeim ágætum eða snilldarbrag, að eft-
irtekt mína veki. Þau eru í mínum augum
jallegri ljóð Þorsteins Þ. Þorsteinssonar en
hitt, hvað þau eru vel ort eða kveðin. Þó er
þar að vísu úr nokkuð misjöfnu að velja um
hagleik og aðra gerð.
Þorsteinn Þ. mun eigi um ævina hafa ver-
ið mikið kenndur við kirkju eða trúmál. Og
á einhverjum stað segir hann, að trú sín sé
„nafnlaus“. Þetta er, held ég, rétt og satt og
vel til fundið. Hann leitast hvergi við að
villa lieimild á sér með uppgerðarguðrækni
eða trúhræsni. Allt slíkt er honum bersýni-
lega andstyggð. Og hann er alltaf hatramur
og óvæginn andstæðingur allra lífslyga. Og
hann er oftar en hitt einrænn nokkuð og ein-
þykkur og gjarn til að fara sínu fram. Og
oft og löngum virðist mér, að Vesturfarinn
frá Syðra-Hvarfi skipi rúm og eigi andlegt
sanmeyti með þeim flokki manna, er á
stundum er nefndur „hinn minni hluti“. Er
það staðreynd margendurtekin, að slíkir
eiga oftast við íammt að sjá, og sjaldnast
ganga þeir á rósum.
Sonurinn þeirra Aldísar og Þorsteins
„smiðs“ er ekki — þar sem ég hefi til hug-
að — í ljóðum sínum eða lausu máli að
eyða orðum eða orku sinni í spjall um vít-
isglóðir eða reiðan guð. Hann rekur erindi
sín hvarvetna og svo sem alls staðar á ann-
an hátt. Grunntónn, sál og andi bókfræða
hans er bein eða óbein hvatning til viður-