Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 21
N. Kv. HUGLEIÐINGAR ÓLAFS Á HAMRABORGUM 7 hverfið og mannlífið allt teknr á sig annan svip. Eg liafði verið eins og laufblað í hönd- um náttúruaflanna, en hlotið leiðsögn á yf- irskilvitlegan hátt. Ekki sagði ég foreldrum mínum né öðrum frá þessu ævintýri, mér Janmt það of furðulegt til þess. Eg segi hér frá þessu atviki, þessari fyrstu andlegu reynslu minni, eins rétt og nákvæmlega og mér er unnt. Mér kemur ekki á óvart, þótt margur brosi að frásögninni og ýmissi ann- arri reynslu minni og annarra, sem ég mun víkja að hér á eftir. En við því er ekkert að segja. „Frelsið er fyrir öllu.“ 011 höfum við mannanna börn svipaðan rétt til sann- færingar okkar. Jafnt hinir ógreindu og fá- fróðu, sem svo eru nefndir, sem hinir vitru og fróðu. En tímarnir hreytast og mennirnir með. Það er að segja: Hraðfara öðlast inennirnir nýja þekkingu — nýja reynslu. Viðhorfin og sjónarmiðin byltast til og hreytast. Því, sem menn harðneita í dag, játa menn á morgun. Þeir stóru hlutir hafa líka gjörzt á síðustu áratugum, að jafnvel menn með vísindalega þekkingu viður- k.enna, að til muni vera sá hæfileiki, sú gáfa með'ýmsum mönnum, sem sjáendur og spekingar og aðrir dulfróðir menn fyrri og síðari alda hafa kallað sjötta skilningarvit- ið. Öðru nafni innsœið. Og vegna þessa hæfileika geti menn aflað sér þekkingar, óðlazt reynslu, sem öðrum er ókleift, er ekki hafa hlotið þessa náðargáfu. Það er ekki fyrr en á síðustu tímum, að víðsýnustu fræðimenn hafa fallizt á þetta. Hins vegar hafa spámenn og sjáendur staðhæft þetta á öllum tímum sögunnar og hreint og klárt sannað það með verkum sínum. Það hefur löngum verið eftirtektarvert fyrirbrigði sögunnar, að menn hafa yfirleitt verið fúsari til að fallast á og viðurkenna tað, sem menn kalla kraftaverk og önnur stórmerki andans, sem gjörzt hafa í fortíð- inni og fjarlægðinni, heldur en hin, sem samtíðin og nálægðin geyma. Til þess liggja vafalaust margvíslegar ástæður. Það þarf meðal annars meira þrek, meira hugrekki til þess að hera þeim andlega sannleika vitni, sem á örðugast uppdráttar í nútíðinni og nálægðinni á vorum dögum, lieldur en sams konar sannleika fortíðar og fjarlægð- ar. Þessar fjarlægu staðreyndir snerta lífs- baráttu líðandi stundar minna, en hún er ó- þægilega og óskynsamlega harðhent á vor- um dögum. Það her ekki vott um víðsýni né viturt hjarta, þegar þeir menn, sem fást við vísindastörf, slá einu stóru striki yfir þann andlega heim, það guðsríki, sem andlegir fræðarar fyrri og síðari tíma hafa upplvst og sannað með verkum sínum. Það er held- ur ekki skynsamlegt af leikmönnum að neita því algjörlega, að jafningjar þeirra og förunautar kynnu að liafa numið ný lönd reynslunnar í heimi hugsjónanna, þótt þeir sjálfir hafi ekki fundið þau. Ekki sízt liafi þeir hinir sömu ekkert á sig lagt til að finna þau — aldrei leitað að þeim, en hinir, sem fullyrða að hafa séð stjörnur þeirra og gróður, varið í leitina tugum ára. Það kost- ar hæði tíma og erfiði að komast upp á fjallsbrúnina. Það gildir engu síður í heimi andans en efnisins. Efinn er mikilvæg eig- ind mannssálarinnar. Og mér hefur lengi verið það ljóst, að hann er merkilegt og mikilvægt hjálpartæki vitsmuna og sam- vizku í þeirri miklu lífsleit mannanna, að finna og þekkja sannleikann. En þegar efa- semdirnar eru orðnar að hlekkjum, er fjötra skynsemi og samvizku, er illa farið og mað- urinn hættulega staddur. Það getur vafalaust átt sér stað aftur og aftur, að einum og einum sé „eitthvað léð, sem ekki er í vörzlum hinna“. En ég vil taka það skýrt fram, að ég er setztur niður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.