Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 19
N.Kv. HUGLEIÐINGAR ÓLAFS Á HAMRABORGUM 5 cins fjörugt um jörð eins og fjúkið helkalt og dauðinn." Hesturinn nam allt í einu staðar og beygði höfuð til jarðar. Eg stökk af baki, kraup niður til að vita, hvað vakið hafði athygli hans. Ofurlítil mosaþúfa, lítið eitt bærri en stallsystur hennar, teygði kollinn upp úr snjónum. En hvar var hún þessi þúfa? Austan, vestan eða norðan við svo- kallaðan Stórás? Þeirri spurningu gat ég ekki svarað. Hér var úr vöndu að ráða. Og þar sem ég var algjörlega áttavilltur, gat ég enga grein gjört mér fyrir því, hvert halda skyldi. Líðanin var ekki góð. Eg var yfir- hafnarlaus og var orðið kalt. Enginn kostur þess að grafa sig þarna í fönn. Eg var á lersvæði, kófið dansaði og söng á flötu hjarninu. Ferð mín var stöðvuð í bili. Allt hafði brugðizt mér, sem ég hafði treyst á. Veðurstaðan, ratvísi mín og eðlisávísun hestsins. Var þá nokkuð eftir, sem hægt var að treysta á. Jú, kjarkurinn, þrekið. Öll hugsun mín og skynsemi snerist nú um þetta ástand mitt, umhverfið og afstöðuna til framhaldsins — þess er verða vildi. Sextán ára snáði er fjarri því að vera fullharðn- aður maður. Þó fannst mér ég eiga yfir nokkru þreki að ráða. En myndi það end- ast mér þessa páskanótt. Sá hrollkaldi grun- ur greip mig, að kjarkinn kynni að bresta, þegar mest reyndi á — áður dagur rynni. Mér var það ekki eins ljóst þá eins og síðar á ævinni, að það er mikil dygð að duga, þegar í raunirnar rekur — þegar í harð- bakkana slær. En skyndilega vottaði fyrir yl innra með sjálfum mér. Það var eins og neisti hefði kviknað. Var það í leynihólfi hjartans eða innst í hugskotinu. Það jibjarmar í hugum, þó beri ei á, því birt- higin fer þar svo hljótt —“. Það bjarmaði íyi'ir örlitlum neista, sem endurminningin leitaðist við að koma til skynseminnar. En skynsemin virtist helzt ekki vilja kannast við — ekki taka á móti. Þessi ylgeisli átti örðugt uppdráttar, en fór þó brátt hratt vax- andi. Einhver undramáttur þrýsti á hann. Björtustu augnablik fortíðarinnar, þess um- liðna, virtust þrýsta sér inn í vitund mína. Eg hafði lesið og numið ljóð, sem voru miklu fegurri og máttugri í eðli sínu en vísubrot Einars: „Það er fátt, sem dansar eins fjörugt urn jörð eins og fjúkið helkalt og dauðinn“. Var ekki gott að hverfa inn í þögnina, gleymskuna, myrkrið með eitt himneskt ljóð í sálinni, eða gat það hitað mér í þessu heljar-veðri eða ef til vill gefið stefnuna heim. Ég kraup þarna á lítilli mosaþúfu, „kalinn drengur í kælu“, og áð- ur en varði, fór ég með ljóðlínur Jónasar, þessa einföldu, látlausu, mannrænu bæn: „Felldur er ég við foldu frosinn og má ei losast. Andi guðs á mig andi, ugglaust mun ég þá huggast.“ Það var örstutt hlé. Jú. Það var eitthvað óvenjulegt að gjörast, og eintal sálarinnar hélt áfram. „Hann heyrir stormsins hörpuslátt, hann heyrir stormsins andardrátt, hann heyrir sínum hirnni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á.“ Og innsta vitund mín hélt áfram að tala við himininn og guð, örstutta stund. Áður en varði, hafði ég lifað stóra stund. Óljós hugboð urðu að vissu, heillandi grunur að veruleika. Eg hafði oft eygt daufan bjarma af óskilgreinanlegri fegurð bak við ljóð Jónasar, skynjað yl af æðri vizku í sálmum Matthíasar, eignazt óljóst hugboð um fegri og fullkomnari veröld að baki djörfustu og göfugustu verkum þeirra manna, er létu lífið fyrir réttlætið og sannleikann. En allt- af hafði þetta aðeins verið veik von — ó- Ijóst hugboð. Og harðhentur veruleikinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.