Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 49
N.Kv. KLAUSTRIÐ í SENDOMIR 35 Þeir voru í áköi’um samræðum; ef til vill voru þeir að ræða um erindi sitt, áreiðan- lega um eitthvað mikilvægt. Þá var hurðin lcnúð sterklega, en þar eð þeir vildu ógjarna láta trufla sig, voru þeir seinir til svars. En fyrr en þeir hefðu svarað, opnuðust dyrn- ar, og kynleg mannvera kom inn og spurði, hvort þeir vildu ekki, að kveikt væri u]jp. — Komumaður var klæddur í slitinn og stagbættan munkakufl, sem stakk undar- lega í stúf við samanrekinn og sterklegan líkama hans. Þótt hann væri orðinn lítið eitt lotinn í herðum og tæplega meðalmað- ur á hæð, har fas hans allt vott um ein- beitni og þrótt, svo að hver sem á Iiann leit, hefði talið hann vera allt annað en friðsam- an þjón kirkjunnar, ef hann hefði ekki ver- ið í þessum búningi. Hann hafði mikið, þykkt og liðað hár og skegg, sem áður hafði bersýniléga verið hrafnsvart, en nú var hann orðinn mjög hæruskotinn. Að klaustursið leit hann ekki oft upp, en þá sjaldan það var, var sem eldur brynni úr augum hans, og menn urðu því fegnastir, er breið augnalokin huldu augun á ný. — Slíkur var þessi munkur, sem gekk fyrir gestina með viðarknippi undir hendinni og spurði, hvort hann ætti ekki að kveikja upp. Gestirnir litu hver á annan og undruðust þessa kynlegu sýn. Á meðan kraup munk- urinn við arininn og tók að kveikja upp eld og lét sig engu skipta þau ummæli gest- anna, að þeim væri alls ekki kalt og væri fyrirhöfn hans því óþörf. Það væri nú orð- ið kalt á nóttunni, sagði hann og hélt áfram við verk sitt. Er hann hafði lokið því og eldurinn skíðlogaði, stóð hann um stund og hlýjaði sér á höndunum, en gekk því næst þegjandi til dyra án þess að hirða hið minnsta um gestina. Hann var nú kominn að hurðinni og hafði tekið um húninn, er annar gestanna sagði: „Úr því að þér eruð kominn, æruverð- ugi faðir . . . „Bróðir,“ greip munkurinn gremjulega fram í. Hann leit ekki við, en stóð kyrr og hallaði enninu að hurðinni. „Jæja þá, æruverðugi hróðir,“ hélt gest- urinn áfram. „Ur því að þér eruð hér kom- inn, gefið okkur þá upplýsingar um nokk- uð það, er okkur langar til að vita.“ „Spyrjið,“ sagði munkurinn og sneri sér við. „Eg skal segja yður,“ sagði gesturinn, „við höfurn dáðst að því, hve klaustrið hérna er glæsilegt og umhverfið fagurt, en mest höfum við þó undrazt, að það skuli vera svo nýlega hyggt.“ Við þessi ummæli leit munkurinn upp og hvessti dökk augun á þann, er spurt hafði. „Þeir tímar eru löngu liðnir,“ hélt gest- urinn áfram, „þegar algengt var að reisa slíkar byggingar guði til dýrðar. Hve gam- alt er klaustrið?“ „Vitið þér það kannski,“ spurði munkur- inn og leit nú aftur niður, „eða vitið þér það ekki?“ „Ef ég vissi það, myndi ég þá spyrja?“ svaraði ókunni maðurinn. „Slíkt kemur stundum fyrir,“ tautaði liann. „Klaustrið er þriggja ára, nei þrjá- tíu ára,“ hætti hann við og leit ekki upp. „En hvað hét stofnandi þess?“ spurði gesturinn enn. „Hvaða guðsmaður var það?“ Munkurinn rak upp háan hæðnishlátur. Stólbríkin, sem hann hafði stutt sig við, brakaði og brast undan þunga hans. Það brá fyrir vítisglampa í augum hans, er hann leit á gestinn, og hann snerist skyndi- lega á hæl og snaraðist út, svo að glumdi í steingólfinu undan fótnm hans. — Gestirn- ir höfðu naumast jafnað sig af undruninni, er dyrnar opnuðust að nýju og munkurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.