Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 33
N. Kv. ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON, RITHOFUNDUR 19 þeim Þorsteini og Goðmundu eigi barna auðið. Árið 1920 heimsótti Þorsteinn ætt- land sitt og vini, eins og áður er ávikið, og þá í för með honum síðari kona hans. Hafði •hann þá dvalið þar vestra um nítján ára skeið. Eftir hér um bil eins árs dvöl hvarf Þor- steinn ásamt konu sinni aftur vestur. En árið 1933 kom hann enn hingað heim, svo og kona hans. Mun hann þá hafa haft í huga að fá hér atvinnu eða lífvænlegt starf við sitt hæfi. Einhverra orsaka vegna varð þó ekkert um það. Varð dvöl þeirra hjóna hér heima um 5 ára bil, eða til ársins 1938. Eigi vitjaði Þorsteinn ættjarðar sinnar eftir það, þó að víst sé, að hingað heim rann hug- ■ur hans oft og löngum og á ættjörð sinni vildi hann helzt bein sín bera. Hann lézt eft- ir nokkra sjúkdómskröm þann 23. dag des- embermánaðar 1955, 76 ára að aldri, og hafði þá misst síðari konu sína fyrir all- mörgum árum. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson varð aldrei auðugur maður. Mun og litla stund hafa á það lagt. Skapgerð hans og langanir beind- ust ekki að auðsafni. Þó var hann enginn eyðslumaður á fé. Og það segir mér Gxsli Jónsson á Hofi, fósthróðir Þorsteins og aldavinur, að í tóbaks- og vínbindindi væri hann lengst ævi sinnar. Má af því sjá, að eigi hafði hann í sukki eða svalli fjáimuni sína, orku eða atgjörvi. Var og eigi heldur grunaður um glæfra eða miskynntur á nokkurn hátt. Mun hafa verið einkar vin- sæR maður, enda vel metinn af öllum þeim, sem kynntust honum austan hafs og vestan. Hann brást því eigi trausti og trxinaði fóst- urkynna, lands síns eða þjóðar. En hins vegar hafði hann auðgað marga landa sina, vestan og austan hafs, með ríkulegri þekk- ingu um ættvísi, mannfræði og sögu. Varp- að ljósi yfir lífshagi og menningu horfinna kynslóða. Veitt löndum sínum lærdómsríka innsýn í sjálfa sig og hið mikla regindjúp mannlegra örlaga. Og lengst ævinnar þegið lítið gjald fyrir. Við þau lífskjör lifði og lézt Þorsteinn Þ. Þorsteinsson og með sæmd- arorð í bak og fyrir. Drenglund hans, gott hjartalag og hin „nafnlausa trú“ hafði stutt hann og verndað að hinzta andartaki. \í [Helztu lieimildir: Islenzkar æviskrár eftir Pál E. Olason. Ættir Skagfirðinga eftir Pétur Zóphoníasson Bændatal í Svarfaðardal eftir Jóhann Jónsson og Þor- stein Þorkelsson. Prestsþjónustubók Vallaprestakalls. Greinargóð frásögn og upplýsingar Gísla eldra Jónssonar á Hofi og eigin kynni og vitneskja.] SITT AF HVORU TÆI. „Þetta er nœstum því eins og að vera í himna- ríki,“ sagði presturinn og horfði í kringum sig á kirkjubasarnum, þar sem fáir einir voru mætt- ir. „Margir af þeim, sem ég hafði vonað að sjá hér, eru bara alls ekki komnir.“ * * * Ungu elskendurnir leituöu um allt að stað, þar sem þau gætu kysstst í friði, en alls staöar úði og grúði af fólki. Allt í einu datt unga mann- hxum snjallt ráð í hug. Hann fór með ástmey stna á járnbrautarstöðina og stillti henni upp í vagndyrum á lest, sem beið ferðar, og kyssti hana marga og langa „kveðjukossa“. Svo var farið á næsta brautarpall og leikurinn endurtek- irm, o. s. frv. Allt í einu var hnippt í öxlina á unga manninum, og kankvís vagnstjóri sagði við hann: „Af hverju farið þið ekki á biðstöð- ina hérna rétt hjá. Þaðan fer strætisvagn á þriggja mínútna fresti?“ -» LEIÐRÉTTING. Meinleg prentvilla hefur slæðzt inn í síðari vísu Bjarna Jónssonar í vísnaþættinum á bls. 23. Upphaf vísunnar á að vera: Oli hresstur aldrei sést. Þetta eru lesendur góðfúslega beðnir að athuga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.