Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 60

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 60
46 N. Kv. Charles Nordhoff og James Norman Hall: Pitcairn-eyjan Halldór Ólafsson þýddi. NIÐURLAG. Við sólarlag næsta dag sat Alex Smith, ásamt nokkrum börnum uppi á hæsta tind- inum í nánd við Bounty-flóann og horfði út á hafið. Á klettunum fyrir neðan þau sátu nokkrir aðrir eyjarskeggjar, sem allir horfðu í austur á eftir Topaz, sem sigldi fyrir fullum seglum burt frá eynni, og var nú kominn svo langt frá landi, að skipið var eins og smá fugl á sjónum. Kyrrð kvöldsins hvíldi yfir landi og sjó. Niður í dalina og gjárnar teygðust skuggar, en tindar fjallanna og hæðadrögin böðuð- ust í geislum kvöldsólarinnar. Gamli sjómaðurinn sneri sér að lítilli stúlku, sem sat við hlið hans, og grúfði and- litið í höndum sér og grét. — Hættu nú, telpa mín. Vertu róleg, annars kemur þú okkur öllum til að gráta. Litla stúlkan leit upp og reyndi að brosa gegnum tárin. — Það var leiðinlegt, að þeir skyldu fara svona fljótt, svaraði hún. — Koma þeir ekki aftur? — Það veit ég ekki, vina mín, ef til vill koma þeir. Það getur vel verið. — Hvert ætla þeir að fara, Alex? spurði einn af drengjunum. — Heim .... Langan veg .... Þús- undir sjómílna héðan. — Hvað er sjómíla? — Sjómíla? .... Já, látum okkur sjá. Ef eyjan okkar væri helmingi minni en hún er, væri hún ein sjómíla á lengd. — Og þurfa þeir að sigla þúsundir sjó- mílna, áður en þeir koma heim? — Já. — Fáum við þá aldrei að sjá þá aftur? — Svona, farið þið nú ekki að gráta aft- ur. Viljið þið ekki, að Falger skipstjóri komizt heim til fjölskyldu sinnar eða herra Webber, sem á þrjú börn. Hugsið þið ykk- ur, hversu glöð þau verða, þegar hann kem- ur heim. — Já, ég vil að þeir komizt heim til sín, sagði Mary, en mig langar svo mikið til að þeir komi hingað aftur. — Já, ef til vill koma þeir, en maður veit aldrei, hvort skip kemur aftur eða ekki. — Hvar eiga þeir heima? — Langt, langt þarna fyrir handan. — Eru heimkynni þeirra nokkuð lík heimkynnum okkar? — Já, að vissu leyti. En þeirra land er mörgum sinnum stærra en okkar, og þar er svo kalt, að vatnið frýs í lækjum og fljótum á veturna. — Frýs. Hvað er það? — Ég veit ekki, hvernig ég á að skýi'a það út fyrir ykkur. Vatnið verður stöðugt kaldara og kaldara, þangað til það er orð- ið hart eins og steinn, svo að maður getur gengið á því. — Alex! Hvað ertu að segja! Geta þeir gengið á vatninu eins og Jesús gerði? — Nei, Robert. Það er allt annað. Jesús gekk á vatninu eins og við sjáum það, en í köldu löndunum frýs það og verður hart J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.