Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 60
46
N. Kv.
Charles Nordhoff og James Norman Hall:
Pitcairn-eyjan
Halldór Ólafsson þýddi.
NIÐURLAG.
Við sólarlag næsta dag sat Alex Smith,
ásamt nokkrum börnum uppi á hæsta tind-
inum í nánd við Bounty-flóann og horfði út
á hafið. Á klettunum fyrir neðan þau sátu
nokkrir aðrir eyjarskeggjar, sem allir
horfðu í austur á eftir Topaz, sem sigldi
fyrir fullum seglum burt frá eynni, og var
nú kominn svo langt frá landi, að skipið
var eins og smá fugl á sjónum.
Kyrrð kvöldsins hvíldi yfir landi og sjó.
Niður í dalina og gjárnar teygðust skuggar,
en tindar fjallanna og hæðadrögin böðuð-
ust í geislum kvöldsólarinnar.
Gamli sjómaðurinn sneri sér að lítilli
stúlku, sem sat við hlið hans, og grúfði and-
litið í höndum sér og grét.
— Hættu nú, telpa mín. Vertu róleg,
annars kemur þú okkur öllum til að gráta.
Litla stúlkan leit upp og reyndi að brosa
gegnum tárin.
— Það var leiðinlegt, að þeir skyldu
fara svona fljótt, svaraði hún. — Koma þeir
ekki aftur?
— Það veit ég ekki, vina mín, ef til vill
koma þeir. Það getur vel verið.
— Hvert ætla þeir að fara, Alex? spurði
einn af drengjunum.
— Heim .... Langan veg .... Þús-
undir sjómílna héðan.
— Hvað er sjómíla?
— Sjómíla? .... Já, látum okkur sjá.
Ef eyjan okkar væri helmingi minni en hún
er, væri hún ein sjómíla á lengd.
— Og þurfa þeir að sigla þúsundir sjó-
mílna, áður en þeir koma heim?
— Já.
— Fáum við þá aldrei að sjá þá aftur?
— Svona, farið þið nú ekki að gráta aft-
ur. Viljið þið ekki, að Falger skipstjóri
komizt heim til fjölskyldu sinnar eða herra
Webber, sem á þrjú börn. Hugsið þið ykk-
ur, hversu glöð þau verða, þegar hann kem-
ur heim.
— Já, ég vil að þeir komizt heim til sín,
sagði Mary, en mig langar svo mikið til að
þeir komi hingað aftur.
— Já, ef til vill koma þeir, en maður
veit aldrei, hvort skip kemur aftur eða ekki.
— Hvar eiga þeir heima?
— Langt, langt þarna fyrir handan.
— Eru heimkynni þeirra nokkuð lík
heimkynnum okkar?
— Já, að vissu leyti. En þeirra land er
mörgum sinnum stærra en okkar, og þar er
svo kalt, að vatnið frýs í lækjum og fljótum
á veturna.
— Frýs. Hvað er það?
— Ég veit ekki, hvernig ég á að skýi'a
það út fyrir ykkur. Vatnið verður stöðugt
kaldara og kaldara, þangað til það er orð-
ið hart eins og steinn, svo að maður getur
gengið á því.
— Alex! Hvað ertu að segja! Geta þeir
gengið á vatninu eins og Jesús gerði?
— Nei, Robert. Það er allt annað. Jesús
gekk á vatninu eins og við sjáum það, en í
köldu löndunum frýs það og verður hart
J