Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 34
20
N. Kv.
Ilrid^eþáttur -
Ritstjóri: Halldór Helgason.
Að I«\**sb í «piS
Vafalaust gætu spákonur orðið beztu
bridgeleikarar í heimi. Þær væru ekki í
miklum vandræðum með að vita, hvor and-
stæðinganna hefði hjartadrottninguna eða
hvort óhætt væri að spila út trompás, þegar
andstæðingarnir eiga aðeins K-x. Við, sem
ekki ráðum yfir slíkum kynjamáttum, snú-
um okkur venjulega út úr slíkum vanda
með því að líta sigri hrósandi til andstæð-
inga og áhorfenda þegar vel gengur, en
þegar illa gengur, lítum við afsakandi til
samherjans og segjum: „Svona er það, þeg-
ar óheppnin eltir mann!“
En er þetta nú alltaf svo einfalt, að við
getum kennt óheppninni um? Getum við
ekki stundum brugðið okkur í líki spákon-
unnar og töfrað fram undrunar- og aðdá-
unarsvip á áhorfendum með því að finna
drottningu eða gosa, þar sem þeir, sem
nota heppni-óheppni aðferðina, verða að
lúta í lægra haldi?
Ein er sú regla, sem hér getur hjálpað
'ckkur. Hún er að sjá spil andstæðinganna
með því að telja alla liti og nota upplýsing-
ar, sem á annan hátt fást með sögnum og
fleiru.
Þessi regla er mjög létt í framkvæmd,
þótt ótrúlega margir bridgemenn noti hana
ekki að jafnaði. Ykkur finnst ef til vill erf-
itt að muna, hve mörg spil eru farin af
hverjum lit, og að fella síðan saman þær
upplýsingar, sem þið þegar hafið fengið,
til þess að fá glögga mynd af því, sem þið
vitið um spil hvors andstæðings fvrir sig.
En það er aðeins í fyrstu spilunum. Ef þið
venjið ykkur á að telja hvern lit, munuð þið
finna eftir skamman tíma, að þið þurfið
ekkert fyrir því að hafa. Þið gerið það
eins ósjálfrátt eins og að taka eftir sögnum
við borðið. En um svipað leyti takið þið
eftir öðru: A einhvern dularfullan hátt haf-
ið þið unnið fleiri stig í keppnum eða fleiri
krónur í rúbertubridge. Og verið viss um,
að það er ekki vegna þess, að þið hafið ver-
ið heppnari eða fengið betri spil!
Við skulum taka eitt dæmi:
S: G-x-x N S: Á-K-x-x-x-x
H: x-x-x-x V H: G
T: Á-D-10-8 V rp. 1: x-x-x-x
L: x-x s L: Á-x
Við erum í A og sagnir falla þannig:
N. A. S. V.
1 H. 1 S. p. p.
2 L. P. P. 2 S.
3 L. 3 S. 4 L. 4 S.
Suður slær út Hx, sem N drepur með HK
og slær út HD, sem við trompum. Síðan
sláum við út tromp Á og K, en í hann lætur
S Tx. Hvað eigum við nú að gera? Við höf-
um þegar gefið einn slag í H og hljótum
að gefa slag á tromp D og einn slag í L.
Það veltur því allt á því, að gefa engan slag
á T. Er þá ekki eina vonin að S eigi TK og
TG og tígullinn liggi ekki ver en 3 og 2?
Eða eigum við að reyna að ná TK einum
hjá N?
Ef þið samþykkið að reyna aðx-a hvora