Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 46
32
ÆGIR OG BREZKI TOGARINN YORK CITY
N. Kv.
tilfelli alveg á línunni. Með þessu sé ósann-
að, að togarinn hafi nokkurn tíma þann 16.
júlí 1952 verið nær landi en hann var, er
hann kastaði akkeri kl. 15.17.
Þessi röksemdafærsla er algerlega byggð
á útreikningi skipherra brezka eftirl itsskips-
ins, er fram kemur í allmörgum spurning-
um, er hann lagði fyrir skipherrann á Ægi,
og hér er ekki rúm til að rekja frekar.
Er nú komið að lokaþætti þessa máls, og
skal að síðustu tilfært niðurlag sakadóms-
i s, þar sem tekin er afstaða til ofangreindra
röksemda.
Þar segir svo:
Um staðarmælingar ákærða og útsetn-
ingu lians á þeim í sjókort togarans, er það
að segja, að útsetningin er ekki í fullu sam-
ræmi við mælingarnar. Þannig kveðst hann
hafa rnælt stað togarans 4.8 sjómílur frá
landi, þegar hann var lagztur við akkeri, en
í útsendingu hans er staðurinn sem næst 4.2
sjómílur frá landi. Um mælingar sínar var
ákærði að mestu einn og gerði ekki sextant-
mælingar. Lítur dómurinn svo á, að á mæl-
ingum hans sé ekki byggjandi gegn horna-
mælingum varðskipsmanna, auk þess sem
þær eru einnig í ósamræmi við mælingu
foringja brezka eftirlitsskipsins á lokastað
togarans. Þá er þess að gæta, að ákærði
hefur, með megnri óhlýðni sinni við stöðv-
unarmerki varðskipsins, gert ærið til að
torvelda sönnun fyrir því, hvar togarinn
var, þegar eftirförin hófst.
Sú lauslega áætlun II. stýrimanns varð-
skipsins. ?ð 3000 metra vegalengd hafi
verið milli varðskipsins og togarans, þegar
fyr^ta kúluskotinu var hleypt af, verður oð
áliti dómsins að teljast óáreiðanleg,þar sem
þesA áætlaða vegalengd kemur í bága við
siglingu varð-kipsins frá kl. 14,45. Hlýtur
önnur hvor í'atsjármælingin, sú, sem gerð
var kl. 14,45, eða þessi mæling stýrimanns-
ins að vera röng, en dómurinn hlýtur að
telja fyrri mælinguna miklum mun áreiðan-
legri en hina síðari, þar sem hún var gerð
eftir skipun skipherra og undir umsjá hans
og rituð samstundis, heldur en hin lauslega
mæling stýrimannsins, sem hann breytti í
flýti úr mílum í metra.
Með eiðfestum skýrslum varðskips-
manna um eftirförina og staðsetningu dufls-
ins í kjölfar togarans lítur dómurinn svo á,
að sannað sé, að duflið hafi verið sett á
stað, sem togarinn hafi verið á, eða alveg
við, á veiðum. Það er alkunna, að kjölfar
skipa sést greinilega nokkra stund í þeim
veðurskilyrðum, sem þarna voru, og þar
sem varðikipsmennirnir sáu kjölfar togar-
ans töluvert nær landi en þar sem duflið var
sett, verður talið, að togarinn hafi a. m. k.
verið jafnnærri landi og duflið. Ennfremur
er það álit dómsins, að afstaða skipanna og
hraði fram að lagningu duflsins brjóti ekki
í bága við, að duflið liafi verið sett í kjöl-
far togarans skannnt aftan við hann, eins
og varðskipsmenn hafa skýrt frá. Hitt þykir
varhugavert að telja nægilega sannað, ið
togarinn hafi verið nær landi, enda engin
mæld vegalengd að halda sér að í því tilliti.
Hornamælingar varðskipsins sýndu stað
duflsins 1,1 sjómílu innan hinna nýju fisk-
veiðitakmarka, en hornamælingar H.M.S
Mariner sýndu stað duflsins 1 sjómílu utan
sömu takmarka. Þar sem horn þau, sem
varðskipið mældi, eru stærri en þau, sem
brezka eftirlitsskipið mældi, og staðirnir,
sem mælingarnar eru miðaðar við, efu
greinilegri á sjókortinu hjá varðskipinu en
eftirlitsskipinu, þykir verða að leggja mæl-
ingar varðskipsins til grundvallar dómi *
máli þessu. Af sömu ástæðu verða mæling-
ar varðskip-ins á stað togarans, eftir að
hann var lagztur við akkeri, lagðar til
grundvallar dómi í máli þessu.