Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 50
36 KLAUSTRIÐ í SENDOMIR N. Kv. gekk aftur inn. Eins og ekkert hefði í slcor- izt, gekk hann að arninum, skaraði í eld- inn, bætti brenni á og blés í logann. Því næst sneri hann sér við og sagði: „Eg er lægst settur allra þjóna í þessu húsi. Mér eru falin öll auvirðilegustu verk- in. Við gesti á ég að vera vingjarnlegur og svara, þegar þeir spyrja. Þið hafið líka spurt. Hvað var það nú aftur?“ „Okkur langaði til að fá vitneskju um stofnun klaustursins,“ sagði eldri Þjóðverj- inn, „en þessi kynlega undanfærsla yðar „Já, já,“ sagði munkurinn, „þið eruð ó- kunnugir og þekkið hvorki fólkið né stað- inn. Ég vildi mjög gjarna komast hjá að svala forvitni yðar, en þá kvartið þið um það við ábótann, og hann ávítar mig, eins og þegar ég greip um kverkarnar á svika- greifanum frá Plozk, af því að hann sví- virti ætt mína. Komið þið frá Varsjá?“ bætti hann við eftir litla stund. „Við erum að fara þangað,“ svaraði annar gesturinn. „Það er afleitur staður,“ sagði munkur- inn og settist. „Allur ófriður á upptök sín þar. Hefði stofnandi þessa klausturs ekki komið til Varsjár, þá hefði hann alls ekk- ert klaustur stofnað. Hér væru þá engir munkar, og ég væri ekki munkur heldur. En þar eð þið komið ekki þaðan, má vera, að þið séuð sómamenn, og fyrst svo er, ætla ég að segja ykkur sögu klaustursins. En grípið ekki fram í fyrir mér, og spyrjið einskis frekar, þegar ég hætti. Þegar öllu er á botninn hvolft, vil ég gjarna leysa frá skjóðunni. Bara, að það væri ekki svona dimmt. Það glittir varla í gömlu ættarhöll- ina, og tunglsljósið er svo dauft.“ — Síð- ustu orð munksins urðu að óskiljanlegu tauti, og síðan varð djúp þögn, en meðan á henni stóð, sat munkurinn hreyfingarlaus og hafði stungið höndunum á víxl upp í víðar kuflsermarnar, en höfuð hans hneig niður á brjóstið. Gestirnir héldu nú, að hann iðraðist loforðs síns, hristu höfuðið og bjuggust til að fara, en þá rétti hann skyndilega úr sér og dró djúpt andann; hettan, sem hafði fallið fram yfir höfuðið? kastaðist aftur á herðar. Hann leit nú á gesti sína blíðu og angurværu augnaráði, en ekki hvasst eða tryllingslega eins og áð- ur. Tunglið skein framan í hann, þar sem hann sat og studdi hönd undir kinn, og hann hóf frásögn sína. (Framhald.) SITT AF HVORU TÆI. Rœðumaður 17. júní: „Og er þaS ekki merki- leg tilviljun, að þjóðhetjan okkar, Jón SigurSs- son, skuli einmitt vera fæddur 17. júní, á sjálfan þ j óShátíSardaginn.“ * * * Davíð eða Jádas. Séra DavíS GuSmundsson aS Hofi hafSi gaman af aS segja eftirfarandi sögu: Hann var aS spyrja börn á kirkjugólfi, og var drengur einn í hópnum heldur gáfnatregur. Prestur snýr sér nú aS honum og spyr: „HvaS hét nú, drengur minn, lærisveinninn, sá er sveik Jesú?“ Drengur lítur upp á prest og segir meS hægS: „Ekki vænt’ ég hann hafi heitiS DavíS?“ # * * Vont að svara. Prestur spurSi börn á kirkju- gólfi. Fyrir eitt þeirra lagSi hann þessa spurn- ingu: „Og hver hefur nú skapaS þig, barnið gott?“ Þessu gat barniS meS engu móti svaraS. Þá segir prestur: „ÞaS er ekki von þú vitir þaS. GuS veit þaS ekki, og ég veit þaS varla sjálfur.“ * * * Ur gamalli stólrœðu: Ef öll vötn yrSu aS einu vatni, öll tré aS einu tré, allar axir aS einni öxi, allir menn aS einum manni og sá hinn stóri maS- urinn tæki þá hina stóru öxina og hyggi þaS hiS stóra tréS og þaS félli í hiS stóra vatniS, þá yrSi eitt ógurlegt bomsaraboms, mínir elskanlegir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.