Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 47
N. Kv. ÆGIR OG BREZKI TOGARINN YORK CITY 33 Sjókort varðskipsins og brezka eftirlits- skipsins voru ekki nákvæmlega eins, og kann það að valda einhverju örlitlu ósam- ræmi á mælingum og útreikningum, en eins og þetta mál liggur fyrir, fær sá munur eng- an veginn skipt máli. Samkvæmt framansögðu er því sannao, að ákærði hefur í umrætt skipti verið að botnvörpuveiðum innan binna nýju fisk- veiðitakmarkana, og hefur hann því gerzt brotlegur við þau ákvæði laga, sem á ákæru- skjali eru greind. Með því að ekki verður talið sannað, að ákærði hafi framið brot silt af ásettu ráði, verður honum ekki dæmd fangelsisrefsins fyrir það eftir 5. gr. laga nr. 5, 1920. Eftir öllum atvikum, þ. á. m. því, að um ítrekað brot ákærða er að ræða, þykir reis- ing hans með tilliti til núverandi gullgildis ísl. krónu hæfilega ákveðin 90000.00 sekt til Landhelgissjóðs Islands. Auk þess skal afli og veiðarfæri togarans York City G.Y. 193 vera upptæk til handa Landhelgissjóði Islands. Dómi þessum áfrýjaði skipstjórinn til Hæstaréttar. Þar var dómurinn staðfestur algerlega 29. maí 1953. Þannig lauk þessu ævintýri hins brezka togaraskipstjóra, er hófst sólbjartan sumar- dag út af Patreksfirði og lauk rúmu ári síð- ar í vistlegum húsakynnum Hæstaréttar. Fridrich Wilhelm Hastfer kemur til íslands Item var hingað sendur einn svenskur maður að nafni Fridrich Wilhelm Hastfer og barón að ætt, hafði með sér 10 engelska hrúta og átti að innkaupa hér innlendar ær upp á kongl. reikning til að forplanta með þá fínu fjárart í landinu. Hann útvaldi sér að setjast niður á Vatni fyrir sunnan, og var þar gjört þetta sauðabú, sem kall- aðist schœfferie. Byggðu menn þar stofu með sæmilegum herbergjum fyrir þennan góða mann, en hann sat í millitíð á Bessastöðum í hvör garð- ur þá var nær í eyði). So var og byggt eitt stórt fjárhús, sem mikið kostaði og meira en flestar kirkjur, þiljað í hvolf og gólf. Þessi barón var mikið stórmenni að vexti, so hér finnast færri slíkir. So var og meint lians kraftar færu þar eft- ir, en í fasi og framgöngu var hann rétt hægur og einfaldlegur. Lærður var hann og hafði víða reist, verið í stríðstogum og öðrum hættusömum ferðum. Hann hafði út hingað konu sína, sem sögð var ein svensk dame af aðli og var 2 vetur hér í landi við litla heilsu og kunni lítt við sig, fór síðan út aftur og lifði ei lengi, en b(arón) Hastfer var hér að vísu 4 ár, gjörði síðan utan lands eitt mátulegt skrift um þann íslenzka fjár- afla og talar mjög skikkanlega landsfólkinu til þar inni, en hvörsu vel sem allt þetta var bestillt, þá fylgdi þar með engin lukka í það sinn, því þeir síðustu framandi hrútar, sem eftir lians for- lagi voru hingað innsendir, voru forspilltir af kláða og meinast, að hafi í sér fært þá skaðlegu fjárpest, sem síðan gengið hefur yfir 3 fjórð- unga landsins og er hin stærsta landplága, sem hér hefur nokkurn tíma uppáfallið. (Annáll Sveins Sölvasonar.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.