Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 37
N. Kv. ÆGIR OG BREZKl TOGARINN YORK CITY 23 íslendingum var vel kunnugt um þetta sjónarmið Breta, en létu það að sjálfsögðu ekki breyta í neinu gerðum sínum. Aftur á móti var öllum ljóst, að eins og málum var komið, voru hin nýju fiskveiða- takmörk einkis virði, nema því aðeins að við hefðuin bolmagn til að verja þau gegn erlendri ásælni. Velferð og heiður okkar íslendinga var þess vegna undir því kom- inn, að varðskipafloti okkar reyndist því hlutverki vaxinn að verja hina nýju land- helgi. Svo sem búast mátti við, varð þess heldur ekki langt að bíða, að gerð yrði tilraun til þess að brjóta niður gerðir okkar í land- helgismálinu. Það var brezki togarinn York ■City, sem þar reið á vaðið þann 16. júlí sama ár. Taka þessa togara í íslenzkri landhelgi varð því sögulegur atburður, sem sýndi vel einurð og festu landhelgisgæzlunnar, þegar mest reið á. Hér verður því leitazt við að skýra sem ■nánast frá viðureign varðskipsins Ægis við þennan brezka togara, ef vera mætti til fróðleiks og skemmtunar þeim, sem áhuga hafa fyrir störfum varðskipa okkar og því mikilvæga hlutverki, sem þau liafa að gegna. Til þess að gefa sem gleggsta yfirsýn yfir atburðarásina, skulu nú hin umfangs- ?niklu réttarhöld, sem á eftir fóru, rakin í stórum dráttum. Þeim stjórnaði sakadóm- ^rinn í Reykjavík, Valdimar Stefánsson, cn honum til aðstoðar í dóminum voru þeir Hafsteinn Bergþórsson, útgerðarmaður, og .Pétur Björnsson, skipstjóri. Rannsóknar- dóminum fórust störf hans svo vel úr hendi, að foringi brezka eftirlitsskipsins, H. M. S. Mariner, sem viðstaddur var öll réttarhöld- ln5 lét færa til bókar í lok þeirra þakklæti sitt til dómsins fyrir lipurð og langlundar- geð. Fyrstur kemur fyrir dóminn Þórarinn Björnsson, skipherra á Ægi. Hann lagði fram skýrslu sína um töku togarans og sjókort, þar sem merktur var staður togarans. Fer skýrsla skipstjórans hér á eftir orðrétt: Hér með leyfi ég mér, herra sakadómari, að senda yður skýrslu um meint fiskveiði- brot S. V. Jones skipstjóra á enska togaran- um YORK CITY, GY. 193, frá Grimsby, fædds 15. febrúar 1900. Nánari atvik eru sem hér segir: Miðvikudaginn 16. júlí kl. 1422 var varðskipið statt út af Ólafsvita á Patreks- firði og lét reka. Sást þá til togara rétt laust við Blakksnes (Straumnes), og lék grunur á, að hann væri að veiðum innan fiskveiði- takmarkanna. Var þá sett á ferð og haldið út með nesinu. Kl. 1445 er staður skipsins: Bjargtanga, Blakksnes, fjarlægð frá Blakksnesi eftir ratsjá 0,6 sjómílur. Samtímis miðaðist tog- arinn í réttvísandi 304°, fjarlægð 3,5 sjóm. eftir ratsjá. Miðun til togarans tekin eftir segulkompás skipsins. Togarinn hélt þá í SSV-læga stefnu, misvísandi. Kl. 1450 Sett upp stöðvunarflagg. — 1455 Skotið lausu skoti. — 1456 Skotið lausu skoti. Togarinn beygir út um og stýrir í NV-læga stefnu, misvísandi. Kl. 1458 Skotið skörpu skoti. — 1459 Togarinn flautar, en stöðvar ekki. — 1500 Skotið skörpu skoti. — 1502 Skotið skörpu skoti. — 1503 Látið út dufl við kjölvatn tog- arans. (Framhald á bls. 26.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.