Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 35
N. Kv. BRIDGEÞÁTTUR 21 þessa leið, þá töpum við sögninni og það, sem verra er: Þið hafið ekki notað þá reglu, sem talað er um hér að ofan. Lítum á spil andstæðinganna með því að telja og athuga þær upplýsingar, sem við þegar höfum fengið. Norður opnaði á H og tví- sagði síðan L. Hann á því örugglega 5 H og 5 L. Að vísu hefði liann getað opnað á 4 H, en þá ætti S líka 4 H og þá hefði hann frekar stutt H en T í þriðju umferð sagn- anna. N hefir því 5 H, 5 L og hann hefir sýnt 3 S. Hann á sem sagt engan T..... Við spilum T x og setjum rólega T 8 úr borðinu og látum enga undrun í ljósi þegar N setur í það Lx. Síðan trompum við H x og spilum T x til T 10 og vinnum spilið ör- ugglega. Seinna munum við líta á fleiri lík spil. I næsta þætti byrjar verðlaunakeppni milli lesenda, sem vilja prófa getu sína í ýmsu, er oft hendir við bridgeborðið. í næstu blöðum verða tvær spurningar og verða gefin stig (0—10) fyrir hvert svar. í lok árgangsins verða svo veitt verðlaun þeim, er flest stig fær. Þættinum væri mjög kærkomið að fá frá lesendum áhendingar um þáttinn eða frá- sagnir af spilum, sem fyrir koma. Óskast öll þau bréf send blaðinu merkt: Bridge- þáttur. LÝSING MAGNÚSAR GÍSLASONAR, AMTMANNS. HANS PERSONALIA eru öllum nú á dögum velkunnug, en eftirtíðin vildi máske fá þau að vita. Hann var réttur meðalmaður á hæð og gildleika, vel limaður og bar sig forkunn- ar nett, bæði af náttúru og námi, þar hann hafði exercerazt hjá dans- og figtmeisturum í sínu ung- dæmi utan lands, var með andlitsfríðari mönn- um, hafði blá og skörp augu, ei mjög stór, ekki mikilrómaður né margtalandi, hafði þó hreina og góða raust. Fyrir utan latínskt mál, sem hann vel hafði lært í skóla undir tilsjón síns fósturföð- ur, sál. biskups Vídalíns, var hann bezt danskur af oss innlendum, vissi þar hjá vel bæði í frönsku og þýzku. Um fleiri tungur kann eg ekki að 6egja. Hann gaf sig ekki út fvrir lærðan, en vissi þó bæði mikið og margt í ýmsu n lærdómum og kunstum, auk þess hann var hinn mesti lagamað- ur, skrifaði vel, stílaði þó bréf og document enn betur. Hann var og hinn l ezti h issforstandari og græddi auð fjár án þess að brúka með sölur eða verðslan. Hans höfðingsskapur og gestrisni, bæði á þingum og heima, var stærri en eg kunni út- mála nema það eina: Hans borð stóð opið hvörj- um, sem þiggja vildi, — veitti þó engum í ákafa, so sem hann sjálfur var mesti hófsmaður um alla hluti. Samt mun enginn höfðingi hér á landi um næstu 100 ár hafa slíka veizlu haldið sem hann, þá hann gifti ódttur sína vicelögmanni, núver- andi amtmanni, hr. Ólafi Stefánssyni. Þó hann dæmdi yfir mörgum málum, átti hann sjálfur í fáum og var ei afskiptamikill af óviðkomandi sökum. Lagði öfundin því honum til lýta, að slíkur höfðingi fylgdi ei alvarlega málum vina sinna, en eg, sem var honum samtíða lögmaður í 24 ár, vissi oft þessa hans meining, að þar sem hann vildi fram draga hluta þess eina, þá kynni hinn annar að líða þar við ójöfnuð, hvað sumir ofurkappsmenn akta lítið fyrir. Hann átti mjög annsamt í sínu embætti, mest vegna þeirra nýju innréttinga og biskupastólanna, so undanfarnir ar' t enn höfðu ei hálfpart so miklu að gegna. M" því ve! trúa hann hafi sinni hvíld feginn orð- ið. (Annáll Sveins Sölvasonar.) H:ónabandsbyrð:n er svo þung, að það þarf tvo til að bera hana — og stundum þrjá. Dumas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.