Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Blaðsíða 41
N. Kv.
ÆGIR OG BREZKI TOGARINN YORK CITY
27
veiða innan landhelginnar. Skipherranura
virtist togaraskipstjórinn vera áberandi
undir áhrifum áfengis og tók því lítið mark
ú tali hans.
Loftskeytamaður togarans kom með skip-
stjóranum yfir í varðskipið, og segir seinna
frá því, hvað hann aðhafðist þar. Þegar tog-
araskipstjórinn kom svo aftur yfir í skip
sitt, kastaði liann vörpunni, en varðskipið
sigldi inn Patreksfjörð og nam staðar út af
Ólafsvita, nálægt landi, og lét reka.
Næstir voru kallaðir fyrir dóminn skip-
stjóri og loftskeytamaður togarans. Segir
síðar frá framburðum þeirra. Þegar lokið
var við að yfirheyra þá, var kl. 22,15, og
lauk þar með réttarhöldum þann dag.
Daginn ef.tir, föstudaginn 18. júlí, er rétt-
arhöldum svo haldið áfram. Þann dag gefur
foringi brezka eftirlitsskipsins skýrslu fyrir
dóminum, og verður frá henni sagt í fram-
haldi af framburði togaraskipstjórans. —
Verður mi rakinn vitnisburður skipsmanna
á Ægi:
Fyrsti stýrimaður, Þorvaldur V. Jakobs-
son, skýrir svo frá, að hann hafi verið á
verði til hádegis þann 16. júlí, en þá hafi
hann farið af vakt. Litlu síðar var hann
kvaddur aftur upp til þess að sækja togara-
skipstjórann og flytja liann yfir í varðskip-
ið.Eftir að stýrimaðurinn hafði skilað skip-
stjóra aftur yfir í togarann, fór hann af
vakt. Næst er stýrimaðurinn var kvaddur á
vakt, var varðskipið á leið út Patreksfjörð.
Sá hann þá togarann á ferð með stefnu til
lands, sunnan Blakksness. Varðskipið
sigldi nú beint í veg fyrir togarann, sem sí-
fellt stefndi til lands, en við fyrsta eða
annað skot frá varðskipinu beygði hann á
stjórnborða og hélt síðan frá landi með
breytilegri stefnu. Veður var stillt, aðeins
norð-austan hreyfing á lofti. Áður en varð-
skipið hóf skothríð að togaranum, hafði
verið dregið upp stöðvunarflagg, en annað
hvort sást það ekki frá honum eða hann
sinnti því ekki. Varðskipið var, eins og áð-
ur er fram komið, landmegin við togarann,
er hann breytti stefnu og hélt frá landi,
Telur stýrimaður, að varðskipið hafi siglt
með fullri ferð á eftir togaranum frá landi
í 7 mínútur. Hafði varðskipið þá dregið
svo á togarann, að h. u. b. 150—200 faðm-
ar voru á milli skipanna. Stýrimaður hjálp-
aði þá við að láta út dufl í kjölfar togarans,
svo nærri honum, að það var rétt laust við
vörpuna. Þar sem sjór var sléttur, sást kjöl-
far togarans langt aftur fyrir varðskipið.
Þegar togarinn sinnti ekki stöðvunannerkj-
um varðskipsins, sigldi það fram með horij-
um á bakborða, og var þá bæði skotið við-
vörunarskotum að honum og flautað á hann,
en þrátt fyrir allt þetta hélt togarinn áfram.
Hann snarbeygði nú á bakborða og fór
þannig í heilan hring. Síðan hélt hann á-
fram í norð-vestlæga stefnu, þó mjög slög-
ótt, unz hann beygði aftur á bakborða og
fór í hálfhring, þar til hann snéri enn á ný
frá landi. Þá hægði hann á sér, nam staðar
og lagðist fyrir bakborðsankeri. Meðan tog-
arinn slagaði þannig sitt á hvað, beið varð-
skipið í námunda við hann.
Arinar stýrimaður, Lárus S. Þorsteinsson,
skýrði svo frá: Hann kom á stjórnpall varð-
skipsins, er það var á fullri ferð út Patreks-
fjörð, og sá þá togarann framundan toga
upp að landi. Hann lýsir svo töku togarans
mjög á sama hátt og fyrsti stýrimaður. Eftir
að togarinn hafði numið staðar, eins og áð-
ur er frá sagt, fór stýrimaðurinn ásamt
þriðja stýrimanni yfir í hann. Togaraskip-
stjórinn var þá staddur í skipstjóraklefa
sínum undir stjórnpalli. Stýrimaður spurði
fyrst eftir, hvar hinn særði maður væri, sem
minnzt hafið verið á í talstöð togarans.
Skipstjóri vildi ekkert um það ræða, og ér