Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Side 54
40
HVAÐ KOSTAR AÐ REISA NÝBÝLI?
N. Kv.
kostnaðarhlutföllin sem næst þessu, og er
þá sauðfjárbúið sett sem 100:
Byggingar Ræktun
Sauðfjárbú 100 100
Blönduð bú 116 117
Kúabú 133 166
Kostnaður við framkvæmdir nýbyggj-
enda er mjög misjafn, svo að hæpið er að
áætla stofnkostnað með nokkurri nákvæmni,
og verða því eftirgreindar kostnaðartölur
að skoðast með tilliti til þesS.
í kostnaðaryfirlitinu er gengið út frá búi,
þar sem áhöfn væri 10 mjólkandi kýr og
uppeldi til viðhalds þeim, 150 ær og löinb
til viðhalds þeim stofni, svo og tveir vinnu-
hestar. Það er gert ráð fyrir í öðrum lið á-
ætlunarinnar, að um helmingur þessa bú-
stofns sé keyptur við bústofnun, en bygg-
ingar og ræktun miðað við þá áhöfn, sem
að framan getur.
Með verðlagi tveggja síðustu ára má á-
ætla stofnkostnað þannig:
1. Ræktun, framræsla, girð-
ingar ................. kr. 150480.00
2. Bústofn, vélar og áhöld — 115000.00
3. Byggingar, íbúðar- og
peningshús ...............— 410000.00
Samtals kr. 675000.00
Hér er ekki tekið með kaupverð lands.
Um lána- og styrkmöguleika gilda þær
reglur nú, að veitt er auk hins almenna
jarðabótastyrks kr. 25 þúsund til ræktunar.
Lán til íbúðarhúsa eru 75 þúsund krónur
og til peningshúsa er lánað 60% á fjós og
fjárhús af matsverði, en hlöður og áburð-
argeymslur 40—-50% af matsverði, sem
miðað er við framkvæmdakostnaðinn.
Framlag og lán að meðtöldum jarðabóta-
styrk getur hæst numið 44.7% af kostnað-
arverði bygginga og ræktunar, því lán til
ræktunarframkvæmda er 20—40% eftir
því um hverjar ræktunarframkvæmdir er
að ræða.
Eins og verið hefur og er enn, eru engir
möguleikar til lánsútvegana til bústofns- og
vélakaupa.
SITT AF HVORU TÆI.
Rjúpnaket eða mannaket. I skóla einum las
kennarinn nemendum sínum kvæðið Ohrœsið
eftir Jónas Hallgrímsson, og skyldu þau síðan
endursegja efni þess skriflega. Kvæðið hefst, sem
kunnugt er, á orðunum Ein er upp til jjalla, en
endursögn eins nemanda var svohljóðandi: „Ein-
ar litli er upp til fjalla, langt frá öllu ljósi og yl.
Þá er valur á veiðum og langar í rjúpnaket af
Einari litla.“
* * *
Ur þmgrœðu: Sælir eru einfaldir, eins og kerl-
ingin sagði.
' * * *
Subbuleg húsmóðir. Karl einn fyrir vestan er
sagður hafa haft þessa klausu yfir við konu sína
á hverju kvöldi: „Helvíti er að sjá þig, kona,
drullug upp á miðja dúka, sykur og grjón í fell-
ingunuin, kaffirót í barminum. Svona má ég taka
þig á hverju kvöldi, alveg eins og börnin. Helvíti
er að sjá þig, kona.“
* * *
Blaðamanni nokkrum var boðið frí frá starfi
í háfft ár. Hann afþakkaði með þessum orðum:
„Tvær eru ástæður til þess, að ég vil ekki fá svo
langt frí. Hin fyrri er, að ef greinar mínar koma
ekki í blaðinu í hálft ár, þá myndi kaupendunum
kannske fækka. Hin ástæðan er sú, að ef greinai'
mínar kæmu ekki í blaðinu í hálft ár, myndi
kaupendunum kannske ekki fækka.