Templar - 20.08.1923, Page 14

Templar - 20.08.1923, Page 14
12 Fylgirit Tcmplars 1923' stolnuðu þær konur síðar mesta og öflugasta kvennfélag heimsins: »Hvíta bandið«. Hið mikla og sigurríka kirkjulega bannfé- lags-starf í Ameríku á rót sína að rekja til Bænafuudar á móti vínsölunni, sem háður var í Oberlin nefnt ár (1893), Fáeinir alvarlegir og einhuga menn komu saman í einni kirkju borgarinnar. Peir féllu fram umhverfis »gráturnar« og báðu þess upp- hátt hver eftir annan að guð mætti frelsa Ohío og alt landið frá valdi vínsalanna. Tár- in streymdu frá augum þeirra. Þessum mönnum var það ljóst, að þeir sjálfir sem kristnir menn hefðu verk að vinna í þessu efni, og að kristnir menn ættu að gera það, sem þeir gætu, til þess að vinna sigur á vínsöluvaldinu. í stað þess, að fylgja eingöngu málefnum ýmsra félaga og stjórnmálaflokka, ættu þeir að gera þetta mál að sameiginlegu velferðar- máli allra. Sambandið gegn vínsölunni (eða á ensku máli: Anti-Saloon League) var þessi félagsskapur nefndur.

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.