Templar - 20.08.1923, Page 25

Templar - 20.08.1923, Page 25
Fylgirit Templars 1993 23 eru allir í Ameríku. Og eg heiti Magnusson. Munið eftir því«. »Já, það vil eg leitast við að gera, en þá verðið þér að gefa mér heimilsföng þeirra«, sagði eg. »Nei, það get eg ekki«, sagði hann. »En þér hittið þá, því að þeir eru þar allir sjö«, sagði maðurinn. — — Nú, það er alls ekki víst, að eg finni hina sjö drengi Magnussons, enda þótt eg fari um Ameríku til dauðadags, því að landið er svo afarstórt og fólksfjöldinn svo mikill. Eg set þetta hér til þess að sýna hve mjög hug- myndir manna um stærð og fólksfjölda Banda- ríkjanna eru fjarri réttu lagi. Þess ber að geta, að bannið hepnast ekki allstaðar jafnvel, vegna þess, að mörg fylkin hafa að eins haft það fáein ár, meðan það hefir verið í gildi í mörg ár í öðrum. Reglan er sú, að bannið hefir hepnast best í þeim fylkjum, sem hafa haft það lengst. Fyrri part ársins 1919, áður en bannið gekk í gildi um öll Bandaríkin, höfðu 28 fylki haft lengri eða skemri reynslu af því. Þá var sérstök nefnd sett, til þess að rann- saka hjá þessum fylkjum, hvernig þeim

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.