Sumargjöf - 01.01.1905, Side 44

Sumargjöf - 01.01.1905, Side 44
42 ekki að því gert, að raér flaug liún ávalt i hug, þegar ég kora að lindinni og stundum, er ég sat þar ein, fanst mér Alfhildur vera mér nálæg og veita mér eftirtekt. Já, ég trúði á tilveru liennar frá því ég first heirði hennar getið og atvik eitt stirkti þessa trú, er kom firir þegar ég var fjórtán ára. Þá var það, að ég kvaddi sistur mína, sem var tveimur árum eldri en ég. Það var örlagarikt atvik firir okkur báðar. Við vorurn mjög samrímdar. Hinar sáru smásorgir bernskunnar og skæru, skugga- lausu gleðistundir hennar, höfðu ávalt verið sameigin- legar firir okkur báðar. Því var og öll von til þess, okkiu' irði skilnaðarstundin þungbær og sár. Marga eftirlætisstaði áttum við i lilíðunum, hraun- inu og engjunum mnhverfis bæinn; dvöldum við þar dögum oftar, lékum barnaleikum okkar og hliddum á hinar margvíslegu raddir náttúrunnar. Einn var sá staður, er okkur var öðrum kæ.rari. Það var hvammurinn, klettarnir og gilið umhvei’fis Álfhildar- lindina. Eg man ekki hvenær við fluttum þangað fót okkar i íirsta sinn, en saman höfum við, að öllum líkindum, verið þá, sem endrarnær. Hitt er vist, að enginn blettur heillaði hug okkar meir, né vakli ljúfari drauma í barnssálum okkar. Það var eins og einhver helgiblær livíldi ifir öllu við þessa litlu, tæru berglind. Við sistir mín vorum aldrei háværar, þegar þangað var komið. Hvort það var sögnin mn Álfhildi, sem fóstra okkar hafði sagt okk- ur, eða hin einkennilega, rólega fegurð, er brosti við frá hverri laut, sem hafði þessi áhrif á breitni okk- ar, var mér óljóst þá. Xú veit ég að það hefir verið návist Álfhildar sjáJfrar, er breiddi dularró og frið iflr iiugsun okkar.

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.