Sumargjöf - 01.01.1905, Page 50

Sumargjöf - 01.01.1905, Page 50
48 mér \ist: að Álfhildur væri til og- ég ætti athvarf iijá henni í raunum mínnm. Eg var sannfærð um, að það var hún, er hafði birst mér og það að hún sagðíst þekkja sistur mina batt hug minn ennþá innilegri böndum við tilveru hennar. Eg gekk heim í þungum hugsunum, en sagði enguin frá því, er mig hafði dreimt. En upp frá þeim degi fanst mér ég eiga trúnað- arvin i hvamminum græna.við Álfhildarlindina. Timin leið og ímsar breitingar urðu á högum minum; en ávalt er sorg og áhiggjur þingdu hug minn vitjaði ég einverunnar og kyrðarinnar við lindina mina og ég trúði því, að Álfhildur sæti lijá mér og heirði andvörp mín. En ég sá hana first þetfa kirláta sumarkvöld. Hún gekk beint til mín Mér fanst lindin þagna og grösin á bakkanum hneigja sig. Hún horfði lengi þegjandi i augu mín, eins og hún vildi lesa hverja hugsun, sem þar var finnanleg og ég fann að hún gjörði það. Svo rétti hún mér höndina og — brosti. Eg brosti á móti, ósjálfrátt og þristi hönd hennar; hún var mjúk, en köld og þó fann ég hvernig lífæðin bærðist í mjallhvitum úlf- liðnum. Lindin streimdi á ní og Álfliildur tók til rnáls; mér virtíst rödd hennar líkust vorgiöðum lækjarnið. »Hefir þú aldrei séð mig fir?« »Aldrei, í vöku, en ég fann, að þú áttir hér heima«. »Ég hefi tekið i hönd þér áður, en það er langt síðan«. »Hvenær?« »0, manstu ekki — um morguninn gekst þú út götuna ásamt öðrum, en um kvöldið komst þú ein

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.