Sumargjöf - 01.01.1905, Page 70

Sumargjöf - 01.01.1905, Page 70
68 var honura það stór hagur, að hann gekk óþreittur til glímunnar. Nú gerðu dómarar vísbending og köstuðu þeir þá klæðum Nikoladas og Ciieilon, en þrælar neru þá með feiti. Glímuskjálfti var á Nikoladas og lét hann brírnar síga, þá er áhorfendur heilsuðu mótstöðumanni hans með aðdáun, því að hann var íturvagsinn sem Apollo. — Nú kvað við lúður til merkis um að glíman skildi hefjast. Iiljóðpipuleikarar hófu hergöngulag, og sungu aftur og aftur meðan glímurnar stóðu. Glímumenn nálguðust hvor annan með varúð, höfðu armana á lofti og stigu fram hægra fæti sem í vopnaskiftum og voru búnir til árásar. Freistuðu þeir að ná taki livor á annars liandlegg eða herðum. En báðir voru jafnæfðir og gætnir og flrir því gaf hvorugur færi á sér. Þá er þeir höfðu látið sér nægja langa hríð það, sem kallað var drassein, að reina flrir sér, þá sáu þeir að hvorugum mundi hepnast að ná undirtökunum. Þeir urðu því að láta sér linda að taka reglulegum hriggspennutökum. En áður en Níkoladas var að fullu viðbúinn, neitti Cheilon þess, er hann var hærri vegsti, og hóf hann upp og keirði niður höllum fæti, svo að hann kendi sársauka í mjöðminni, og brá um leið fæti firir hann. Féll nú Nikoladas á bak aftur í sandinu og mótstöðumaður hans á hann ofan. En eftir glímulögunum skildu menn annaðhvort gefast upp eður falla þrem sinnum, áður úrslitasigur væri unninn. I hinum glímunum horfði um stund sigurvænlega firir Nikoladas. En þó lauk svo, nð Cheilon lagði mótstöðumann sinn þrisvar að velli. Mannfjöldinn klappaði honum lof í lófa, því að barsmíð hafði þar enginn verið, — alt hafði

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.