Sumargjöf - 01.01.1905, Page 74

Sumargjöf - 01.01.1905, Page 74
72 hálfguðs með kilfuna og ljónshúðina. Archippos var sem luralegur þræll eður risavagsinn Helot í saman- burði við Aristodamos. Arete var hálfdauð af hræðslu, þá er glímu- merkið var gefið. Hún var vonlaus og vildi helst að alt væri úti. Hinn hríðeíidi Mityleningur tók nú upp annað glimulag, til þess að sína ifirburði sína. Jafnskjótt sem liann náði í handleggi Megaringsins laut hann fram og lagði sitt enni við hins og hrakti hann aftur á bak fet firir fet. Arete lét aftur augun, svo að hún sæi eigi ófarir bónda síns. Mannfjöldinn var á milli vonar og ótta og stóð á öndinni og varð af undarleg þögn. Og ef hljóðpípurnar lækkuðu róminn, þá heirðust stunur glimumanna greinilega. Þá gall alt í einu við skellihlátur af þéttskipuð- um marmarabekkjunum. Eitthvert hugboð sagði Arete, at eigi væri það bóndi hennar, sem hlegið var að. Hún lauk aftur upp augunum. Hið firsta sem hún sá, var Mityleningurinn, þar sem hann lá endilangur á grúfu í sandinum. »Hvað er um?« spurði hún. Kallias skírði henni nú frá, að þá er Arcliippos setti ennið á enni mótstöðumanns síns og hrakti hann afturábak, þá lief'ði Aristodamos skotist fimlega til hliðar. En er risinu brunaði álútur áfram og studdist ekki við neitt, þá hefði Megaringurinn þrifið fót hans báðum höndum um leið og liinn lifti honum til gangs og felt hann með því. En risinn var staðinn upp áður en þessi frásaga var á enda. Þetta var í firsta sinn, sem mannfjöldi hafði dirfst að hlæa að honum á initíðisdegi. Hann froðufeldi af heift og geistist fram að mótstöðumanni sínum, en eldur brann úr augum hans sem væri hann villidír. — Arete leit undan, því að hún óttaðist að

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.