Sumargjöf - 01.01.1905, Page 80

Sumargjöf - 01.01.1905, Page 80
78 Pauline: •)á, jeg veit það að vísu, að yður þykir vænt um mig. Læknirinn: Þjer megið ekki yflrgefa mig, Pauline, jeg get ekki án yðar verið núna. Paulin e: En það verð jeg að gera hr. læknir, því.... þvi þetta verður i síðasta skipti sem jeg kem. Jeg get ekki borgað hamingju okkar með sorg Jean litla mins og missa ást hans. Þó jeg svo sjálf verði sjúk af harmi, mun jeg ekki framar koma til yðar. Læknirinn: (stendur upp). Gott og vel! Pauline: Eruð þjer reiður mér? Læknirinn: Nei, eg er miklu fremur reiður sjálfum mér, að jeg nokkru sinni skyldi trúa á einlægni kvenmanns. Méi- virtist þjer vera svo einlæg, svo skynsöm, svo blátt áfram...... Pauline: En það er einmitt vegna þess að jeg er einlæg hr. læknir, að mér er óbærilegt að lifa lengur eins og jeg lifi núna. Jeg er svo skapi farin að jeg get ekki logið og hræsnað. Mig langar daglega optsinnis til að segja manninum mínum frá öllu saman. Læknirinn (háðslega): Prinsessan frá Cleves!

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.