Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 30
á sínum tíma, að mikið var skrifað
um hana í blöðin. Við heimkomu
skipsins frá Austurlöndum þann 27.
júní 1912, skrifar einn hinna við-
stöddu í Politiken á þessa leið:
„Hjartnæmari móttökur hefir ekk-
ert skip fengið en Selandía og mót-
taka skipshafnarinnar verður í minn-
um höfð, þegar allar móttökuveizl-
urnar í erlendum höfnum eru falln-
ar í gleymsku.“
Og meðal skipshafnarinnar voru
þeir menn, sem undanfarna fjóra
mánuði höfðu nótt og dag, öðrum
fremur, borið hitann af erfiði, ábirgð
og taugaspennu, — mennimir við
mótorana í Selandíu. Þessi djarfa til-
raun hvíldi að ekki svo litlu leyti á
þeirra herðum, hún mátti ekki mis-
takast. Vélstjórarnir höfðu litla
reynslu við gæzlu svona véla. Þeir
höfðu að vísu sína verklegu og bók-
legu menntun, sem þeir studdust við,
en urðu í þessari ferð að safna sér
reynslu til þess að miðla öðrum —
og reynslu fengu þeir í ríkum mæli.
Þessi tilraun tókst með ágætum og
áttu vélstjórarnir þar sinn góða og
sögulega hlut að. Þúsundir hafa síð-
an fetað í þeirra spor, vélstjórar sem
hafa fengið það hlutskipti að gæta
hinna mörgu dieselvéla í skipum sem
síðan hafa verið smíðuð.
A 50 ára afmæli Selandíu var mik-
ið skrifað um hana í dönsk blöð.
Eru Danir mjög hreyknir af þessu
afreki hinnar miklu skipasmiðju
sinnar B & W, og mega líka vera
það. Hún hefir með þessu framtaki
sínu fært dönsku þjóðinni bæði
frægð og fé.
Danska vélstjórafélagið gaf út sér-
stakt afmælisblað af tímariti sínu
„Maskinmesteren". Er vakin athygli
á því hve mikinn þátt danskir vél-
stjórar og tæknifræðingar áttu í um-
bótunum á fyrsta aldursskeiði þess-
ara véla. Eru þar birtir kaflar úr
bréfum og skýrslum frá vélstjórun-
um sem þar voru að verki. Kemur
þar margt fram sem sýnir að þeir
hafa orðið að taka marga harða
„törn,“ þó að ánægjulegt væri hins
vegar að eiga hlutdeild í þessu mikla
verki. Fyrstu mótorskipin voru svo
að segja undir smásjá tæknifræðinga
og útgerðarmanna um mikinn hluta
heims. Það var því hagsmuna og
metnaðarmál bæði verksmiðjunnar
og eigendanna að allt gengi snurðu-
laust. Það lenti hins vegar á herð-
um vélstjóranna að lækna eða leggja
á ráðin um lækningu barnasjúkdóm-
anna, sem munu hafa verið ærnir
fyrst í stað, áminstir bréfkaflar vitna
um það.
Um seinni ferðir Selandíu er þetta
sagt meðal annars: Þegar Selandía
hafði verið í förum í 12 ár og siglt
samtals 600,000 sjómílur, skrifaði yf-
irvélstjórinn í eina skýrslu sína. „A
undanfömum 12 árum höfum við
einu sinni verið 10 daga í höfn þar
sem teljandi viðgerð fór fram á vél-
unum. Við höfum oft komið austan
frá Bangkok til Kaupmannahafnar
og farið þangað aftur eftir 1 til 2
daga viðdvöl.“
Árið 1937 þegar Selandía var 25
ára gömul, var hún búin að fara 55
ferðir til Bangkok og til baka aftur.
Sigld vegalengd var yfir 1 miljón
sjómílur, eða 6 sinnum vegalengdin
milli tunglsins og jarðarinnar. Hún
var ennþá gott skip. Olíueyðslan til
allra véla hafði fallið úr 152 gr í
140 gr á hestorkustund. Meðaltals
viðhaldskostnaður á öllum vélunum
á ári hafði reynst um 1000 sterlings-
pund. Selandía hafði gert meira en
að uppfylla þær vonir sem til henn-
ar voru gerðar í upphafi. Hún var —
„alle tiders skib“ — eins og þar er
komist að orði.
Selandía var síðar seld til Noregs
og fékk þá nafnið „Norseman“ og
þaðan til Finnlands og þar var hún
skírð „Tornator“. Á stríðsárunum.
þ. 30. janúar 1942, strandaði hún á
skerjum nálægt Yokohama í Japan.
Skipið brotnaði í tvent en allir menn
björguðust. Þannig lauk æfi þessa
margumtalaða skips réttum 30 árum
eftir að hún fór í fyrstu reynsluför.
Höfundur greinarinnar í Maskin-
mesteren líkur máli sínu með nokk-
urri viðkvæmni í röddinni á þessa
leið: „Ekkert skip hefir aukið eins
hróður Danmerkur og Selandía. Það
mun ávallt verða sigurhljómur um
þetta nafn. Um sigur lítils lands yfir
þjóðum allrar veraldar, — ekki um
sigur valdsins og sverðsins, heldur
mannsandans, tækninnar, hand-
verksins, sigur friðarins í þjónustu
bræðralags allra þjóða heims.“
Hallgr. J.
36 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ