Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 33
Frá kappróðri á Nauthólsvík á Sjómannadaginn 1982.
Hluti af mannfjöldanum í Nauthólsvík á Sjómannadaginn 1982.
Sjómannadagurinn 1982
Sunnudaginn 6. júní var 45.
Sjómannadagurinn hátíðlega
haldinn um land allt. Lóðir um-
hverfis Hrafnistuheimilin í
Reykjavík og Hafnarfirði voru
fánum skreyttar, svo og skip þau
sem í höfn voru.
Lúðrasveitir Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar léku að vanda við
heimilin kl. 10.00 árdegis, létt sjó-
mannalög.
Kl. 11.00 hófst minningarguðs-
þjónusta í Dómkirkjunni í
Reykjavík, þar sem biskupinn yfir
Islandi, herra Péturs Sigurgeirs-
son minntist þeirra sjómanna sem
drukknað höfðu frá síðasta Sjó-
mannadegi en þeir voru 9 talsins.
Séra Hjalti Guðmundsson þjón-
aði fyrir altari. Á meðan biskup
minntist sjómanna, var lagður
blómsveigur að minnisvarða
óþekkta sjómannsins í Fossvogs-
kirkjugarði.
Kl. 13.30 hófust útihátíðarhöld
Sjómannadagsins í Nauthólsvík,
með leik Lúðrasveitar Reykjavík-
ur. en áður höfðu aðildarfélög
Sjómannadagsráðs í Reykjavík
myndað fánaborg með félagsfán-
um og íslenskum fánum. Veður
var gott — N-gola og léttskýjað.
kl. 14.00 setti kynnir dagsins,
Anton Nikulásson, stjórnarmaður
í Sjómannadagsráði. hátíðina.
Síðan fluttu ávörp f.h. ríkis-
stjórnarinnar Steingrímur Her-
mannsson sjávarútvegsráðherra,
f.h. útgerðarmanna Haraldur
Sturlaugsson framkvæmdastjóri á
Akranesi og f.h. sjómanna
Guðjón Ármann Eyjólfsson
skólastjóri Stýrimannaskólans í
Reykjavík.
Að ræðuhöldum loknum heiðr-
Skipshöfnin á m/s Áshirni RE 50 sem vann „Fiskimann Morgun-
blaðsins“ á Sjómannadaginn 1982.
Þau voru heiðruð á Sjómannadaginn 1982: Jónas Böðvarsson,
skipstjóri. Sigurlaugur Sigurðsson, vélstjóri. Einar Bjarnason
loftskeytamaður og Stefanía Jakobsdóttir þerna, ásamt Pétri Sig-
urðssyni form. Sjömannadagsráðs sem er lengst til vinstri.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33