Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 35

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 35
ágrafinn og Sendibílastöðin hefur unnið hann í 6 ár í röð var ákveðið að færa stöðinni bikarinn að gjöf, enda gaf stöðin nýjan farandbikar til keppni fyrir landsveitir karla. Keppt var í stakkasundi og voru keppendur 6 að tölu. Sigurvegari var Jón B. Sigurðsson annað árið í röð, en auk hans kepptu bræður hans tveir og þrír aðrir vaskir menn. Þá fór fram koddaslagur við mikla kátínu viðstaddra. Merki dagsins og Sjómanna- dagsblaðið var selt í Nauthólsvík, svo og um allt land. Dagskrá Rík- isútvarpsins var að hluta tileinkuð sjómönnum undir stjóm Guð- mundar Hallvarðssonar. Sjómannadagurinn i Reykjavík færir skipulagsnefnd dagsins og öllum þeim fjölmörgu er veittu deginum lið og styrktu hann á annan hátt. bestu þakkir fyrir veittan stuðning. Ný kynslód seglskipa Frá því hefur verið greint, meðal annars í íslenskum blöðum, að meðal leiða til þess að lækka olíureikninga skipa, sé að reyna að hagnýta vindorkuna, sem er „ókeypis“, eins og það er stundum orðað. Eitt frægasta skipið sem notar hjálparsegl er japanskt olíuskip, sem siglir milli Kína og Japans með olíuvörur. Þar hefur náðst frábær árangur, og meiri en menn gerðu ráð fyrir. Seglin skila sínu, en auk þess nýtist vélarorkan betur, því skipið veltur minna en önnur skip af sömu stærð, þ.e.a. segja undir seglum. Japanir liafa haft forystu í að nýta vindorku fyrir skip, en nokkrir örðugleikar eru því samfara, þar eð seglskipin hafa stóra skipshöfn og aðeins sjálfvirkur seglahúnaður er arðbær. Áður kunnur seglabúnaður er því ekki hagkvæmur. Nú hefur ný seglagerð komið á markaðinn fyrir vélskip, eða hjálparsegl. Breska fyrirtækið Prudental Group hefur ákveðið að verja 125.000 sterlingspundum til þess að láta gera tilraun með svonefnd John Walker-segl, sem hafa vakið mikla athygli. Seglin eru hönnuð fyrir hydrofoilbát, er hann lét smíða og ber nafnið FLYER. Flyer er aðeins 7.5 metra langur. Þessi seglabúnaður er nýstárlegur og þykir henta kaupskipum. Standa nú yfir tilraunir með þessi nýju segl og á myndinni getur að líta olíuskip frá F. T Evans, en útgerðin hyggst taka nýju seglin í notkun á samskonar skip. (Myndin er af modeli.) Er talið að þessi nýju segl muni valda byltingu í hjálparseglanotkun á heimshöfunum. Hraðfrysting — Saltfiskverkun Skreiðarverkun Útgerð: BV Bjarni Benediktsson RE210 BV. Ingólfur Arnarson RE 201 BV. Snorri Sturluson RE219 BV. Hjörleifur RE211 BV. Jón Baidvinsson RE 208 BV. Ottó N. Þorláksson RE 203 Bæjarútgerð Reykjavíkur Hafnarhúsinu vlð Tryggvagötu Sími 24345 (5 línur) Símnefni BÚR. — Telex: 2019. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.