Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 36

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 36
ÓSVÖR: Saga úr lendingu Á meðfylgjandi mynd getur að líta Ósvör, sem í Iangar aldir var neyðarhöfn Bolvíkinga. Þar lentu skip þeirra, ef ófært var í víkinni; á réttum stað, þannig að Ósvörin var lífhöfn. Til eru sagnir af því hvernig Ösvörin varð til, en vörin er dá- lítið sérstæð lending. Svo var mál með vexti að eitt sinn kom maður að máli við bóndann í Ósi í Hólshreppi, sem nú er, og bað um vinnu hjá hon- um, eða vildi ráða sig sem vetr- armann til hans. Bóndi réði manninn, þótt hart væri í ári og vandséð væri í svipinn hvernig hann gæti greitt honum kaup, sem eigi var þó fátítt um þessa daga. Líður svo veturinn og er komið fram á vor, þegar bóndi sér fram á að örðugt mun að greiða vetrar- manni kaupið, en hann hafði reynst hinn ágætasti verkmaður. Bóndinn var ekki fjáður, en átti eina dóttur, sem vetrarmaður hafði fellt hug til. Og það verður úr, að þeir bóndi og vinnumaður hans gjöra með sér samning um vorið um kaupgreiðsluna. Hljóðaði samningur þeirra á þann veg, að vetrarmaður átti að fá bóndadóttur, ef hann gæti rutt vör fyrir framan bæinn, en vörina varð hann að ryðja frá sólarupprás til sólarlags. Ef vinnumanni tækist þetta átti hann að fá bóndadóttur, en ella ekkert fyrir starfið um vet- urinn. Nokkru síðar segir bóndi vinnumanni að nú sé best að hann byrji að ryðja vörina og gjörir hann það. Og segir ekki frá því að öðru leyti en því, að með ólíkind- um var vetrarmaður hraðvirkur og rammur við þetta verk. Bóndi var að valkóka þarna í grenndinni. Og hann sér fljótlega að vetrarmaður muni ljúka verk- inu á tilsettum tíma, sem útaffyrir sig var ágætt verk, — en ómennskar þóttu bónda aðfarirn- ar, og fékk hann nú eftirþanka, því slíku trölli vildi hann eigi gefa dóttur sína. Er eigi að orðlengja það, að Ósvör 36 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.