Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 49

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 49
Flateyri við Önundarfjörð og önnur útræði þar, ásamt hinum grösugu dölum eiga sér mikla skrifaða sögu, sem er að finna í mörgum ritum og aragrúa greina. Það er því fremur örðugt að velja og hafna, þegar við segjum frá Flateyri. Tökum við þann kostinn að stikla á stóru. Svo hafði verið ráð fyrir gert, að við hjá Sjómannadagsblaðinu fær- um sérstaka ferð til Flateyrar á útmánuðum. Þótt komið væri framundir sumarmál, er við lögð- um upp til Vestfjarða, var engin leið að komast til Flateyrar. Og þótt eigi sé Breiðadalsheiði langur vegur, eða leiðin frá ísafirði til Flateyrar, var ófærðin slík að eng- um datt í hug að reyna að moka veginn, og þar við bættist svo, að snjóruðningsmaskína Önfirðinga lá beinbrotin í einhverju gili, þannig að líka var ófært frá Flug- vellinum í Holti, inn í þorpið, og flugvöllurinn sjálfsagt ófær líka. Þetta segir ef til vill nokkuð um aðstæður í Önundarfirði í vetrar- ríki og að sjósókn í svörtu skammdegi er örðug við ysta haf. Flateyri Ef vikið er að Flateyri sérstak- lega, þá hefur þar risið mynd- arlegt sjávarþorp. Margir rekja uppgang staðarins til þess, að árið 1887 hófu Norðmenn byggingu SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 49

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.