Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Side 52

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Side 52
Tunnuhlaup er vinsæl íþrótt. Stakkasund á sjómannadeginum á Flateyri. kelsson, en þeir á Flateyri hafa þann hátt á, að það sjómanna- dagsráð, sem starfar að sjó- mannadeginum hverju sinni, skipar næsta ráð, þannig að flestir sjómenn, og menn tengdir sjósókn á Flateyri, starfa einhvern tímann í sjómannadagsráði. í því eru sex menn og þrír til vara. Það er helst að segja frá sjó- mannadeginum á Flateyri, að keyptir hafa verið nýir kapp- róðrabátar, er teknir voru í notkun á sjómannadaginn 198F Sjómannadagurinn er með nokkuð föstu sniði í Önundarfirði, og hófst hann í fyrra með því að boðið var í skemmtisiglingu með togaranum GYLLI ÍS 261 frá Flateyri. Útgerðin bauð veitingar, við mikinn fögnuð yngri kynslóð- arinnar. Blíðskaparveður var um morguninn og hélst það allan daginn. Að lokinni siglingu hófst keppni í beitningu og varð Böðvar Gíslason hlutskarpastur. Þar eftir var keppt í netabætingu og sigraði Stefán Dan Óskarsson í þeirri grein. Loks var keppt í stakka- sundi og sigraði Einar Valgeir Jónsson. Kl. 13.30 hófst skrúðganga og var gengið til kirkju, þar sem séra Lárus Guðmundsson messaði. Að því loknu var lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins, er hvílir á Flateyri. Fannst hann á stríðsárunum og varð eigi nafngreindur. Hefur það verið föst venja að leggja blóm- sveig á leiði hans frá sjómönnum á Flateyri þennan dag. Og með því móti votta sjómenn einnig ön- firskum sjómönnunt, er farist hafa, sem og öðrum látnum sjó- mönnum virðingu sína. Kl. 16.00 hófst kappróður. Alls kepptu 7 sveitir og sigraði úrvals- sveit Hjálms hf., en skipverjar á Gylli urðu í 2. sæti. í kvennaflokki réru þrjár sveitir og sigruðu konur sjómanna á Gylli. Að loknum kappróðri hófust hátíðahöld á íþróttavellinum, þar sem keppt var í ýmsum greinum, þar á meðal fótbolta, og var jafn- tefli milli sjómanna og land- manna „að vanda“. Um kvöldið var dansleikur, sem stóð til morguns. (03.00). Skoöun og viðgeröir gúmmíbáta allt áriö. Teppi og dreglar til skipa ávallt fyrirliggjandi. GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjargötu 9 Örfirisey Sími: 14010 52 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.