Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 82

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 82
í upphafi síðasta aðalfundar Sjó- mannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði minntist formaður Pétur Sigurðsson, Óia S. Barðdal með eftirfarandi orðum: í nær aldarfjórðung áttum við Óli Barðdal hið ágætasta samstarf. Allan þann tíma átti ég einlæga vináttu hans. Samstarf okkar hófst í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, en þar var hann félagsmaður um ára- tugaskeið. Lengst af sinni sjó- mannsævi sigldi Óli á skipum Eimskipafélags íslands og var síð- ast bátsmaður á Tröllafossi, er hann ákvað að axla poka sinn og fara í land. Það var árið 1951, en hann hóf störf hjá E.í. árið 1941 og sigldi því nær öll stríðsárin á skip- um félagsins, lengst af með Bjarna Jónssyni skipstjóra. Óli lét sér annt um málefni sjó- manna og lagði alla tíð höfuð- áherslu á öryggis- og tryggingamál þeirra. Það kom því engum á óvart, að hann skyldi verða með þeim fyrstu sem kynnti sér og 80 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ lærði alla meðferð og viðgerðir á gúmmíbjörgunarbátum. Fáir munu hafa farið fleiri ferðir um landið en hann til að kynna þetta gagnmerka björgunartæki. Þegar Óli kom í land hóf hann fljótlega störf hjá Seglagerðinni Ægi, sem staðsett var í litlu timb- urhúsi neðst við Ægisgötu. Hann gerðist meðeigandi að fyrirtækinu, og nokkru eftir fráfall Sigurðar Gunnlaugssonar eignaðist hann þetta litla fyrirtæki með fjölskyldu sinni og hóf uppbyggingu þess nokkru síðar. í dag er þetta stór- fyrirtæki í eigin húsnæði í Örfiris- ey. Lýsir það að nokkru dugnaði Óla, en segir þó alls ekki alla sögu. Böm hans hafa lagt hönd á plóg- inn og Sesselja eiginkona hans hefur unnið með honum við fyrir- tækið svo til fyrirmyndar hefur verið. Við Óli vorum kjömir saman í stjóm Sjómannafélags Reykjavík- ur og tókum þar sæti snemma vetrar 1961. Þótt hann hyrfi úr aðalstjóm fljótlega eftir að hann hóf uppbyggingu fyrirtækis síns, átti hann lengi sæti fyrir félagið á þingum Sjómannasambandsins og ASÍ, þótti sjálfsagt að leita ráða hjá honum varðandi öryggismál og slysavarnir, og átti hann oft sæti í nefndum, sem um þessi mál fjöll- uðu á þessum þingum. En hann var líka kjörinn í full- trúaráð Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði um leið og ég. Var hann hinn ágætasti samstarfsmaður til hinstu stundar. Ég mun ætíð minnastgleði hans er okkur tókst að halda áætlun okkar um opnun hjúkrunarheimilisins í nóv. sl. upp á dag. Persónuleg kynni okkar utan þessara áhugamála okkar voru hin ágætustu. Skemmtilegar veiði- ferðir sumar og haust verða mér ætíð minnisstæðar. Einnig önnur félagsstörf. Við hittumst síðast þann 2. janúar sl. Þá var hann hrókur fagnaðar í níræðisafmæli vinkonu okkar sem hann reyndist alla tíð sem þau þekktust sem hinn besti sonur, en hún bjó um langt árabil í sama húsi og hann. Þá hafði hann forgöngu um að gleðja þessa mætu konu á sinn höfðingshátt. í þennan fagnað voru mér bomar sorgarfréttir og varð að hverfa á braut. Síðust kveðjur okkar í milli voru því skriflegar og boðaðar. En ég fann samúð hans sem byggðist á fölskvalausri vináttu og samúð manns sem kann að finna til með þeim sem sárt eiga um að binda. Óli var fæddur 5/6 1917 á Pat- reksfirði, sonur Þóru Sigurbjargar Jónsdóttur. Hann ólst upp hjá móðurafa sínum, Jóni Hafliða- syni, skipstjóra, og hóf störf við sjómennsku á unglingsaldri. Hann giftist 20. febr. 1943 Sesselju Guðnadóttur frá Hofsósi og eign- uðust þau hjón fimm syni: Jón fæddur 1943, Hörður fæddur 1946, Reynir fæddur 1949, Óli fæddur 1955. Hann lést 1961. Þórirfæddur 1958. Dóttir Sesselju,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.