Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Side 14

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Side 14
12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Guðlaugur Gíslason: FRAMTÍÐ KAUPSKIPAÚTGERÐAR Á ÍSLANDI Nú á því herrans ári 1990 eru liðin 100 ár frá tveimur merkum atburðum í sigl- ingasögu íslendinga. Þann 22. maí 1890 staðfesti konungur lög um stofnun Stýrimannaskólans í Reykja- vík. Þar með var lagður grunnurinn að skipulegri kennslu skipstjórnar- manna á Islandi. Hinn atburðurinn var sá að 30. júní 1890, kom fyrsta vélknúna kaup- skipið í eigu íslendinga til landsins en það var e.s. „Ásgeir litli“ sem kom til ísafjarðar þennan dag. „Ásgeir litli“ var 36 brl. og var í flutningum um Vestfirði um árabil. Því er þetta rifjað upp liér að nú undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð kaupskipaútgerðar á íslandi. Virðist svo sem að eina úrræðið sé að koma öllum kaupskip- um landsins undir erlenda fána og ráða á þau útlent fólk sem hægt er að „kaupa“ lágu verði. Fyrir þá, sem stundað hafa þessa atvinnu, þ.e. far- mennina, er þetta stórmál og meira en það. Hér er um að ræða sjálfan grundvöll þeirra lifibrauðs og því sjálfsagður hlutur að þeir láti í sér heyra og til sín taka um þetta mál. Þessi „þægindafánaskráningar“ eru þekktar meðal siglingaþjóða og hafa nágrannaþjóðir okkar svo sem Norðmenn og Danir ekki farið var- hluta af þeim og þeim vandræðum sem þeim fylgja. í stuttu máli má segja að þeir hafi gefist upp á þessu skráningarformi og stofnað sínar eigin alþjóðlegu skráningu og „flaggað“ sínum skip- um heim aftur. Væri óskandi að við Islendingar lendum ekki í sömu ófærunni og þessar þjóðir að tapa svo til öllu sínu fólki af skipunum með þeim afleið- ingum, meðal annars að aðsókn að sjómannamenntuninni, hrundi og sjómannaskólarnir t.d. í Noregi stóðu tómir þótt lítið eitt hafi nú ræst úr og aðsóknin aukist aftur. Guðlaugur Gíslaon, framkvæmdastjórl Stýrimannafélags íslands. í Noregi er ástandið nú þannig að einungis eru um 14% Norðmenn á þeim ca. 800 skipum sem skráð eru í NIS (Norsk International Skipsreg- ister) og á þessum skipum starfa nú 275 útlendir skipstjórar. Ástandið er mun betra í Danmörku, sem byggist fyrst og fremst á því að danska ríkið styrkir atvinnugreinina með skattpeningum sjómannanna. í viðræðum við menn og af lestri skandinavískra blaða má glöggt ráða að sú skoðun er í raun að ná fótfestu að það versta sé um garð gengið. Ut- gerðarmenn í Noregi sækjast nú í auknum mæli eftir að fá innlent fólk á skipin enda er þriðjaheimsfólkið nú farið að gera kröfur um betri kjör. Þetta er hinsvegar ekki svo auðvelt því mennirnir sem hraktir voru af skipunum eru ekki tilbúnir til að fara á skipin að nýju, enda komnir í störf í landi. Ungir menn eru heldur ekki tiltækir í nám þar sem Norðmenn hafa helst ekki verið ráðnir á skipin í undirmannastöður. Á s.l. tíu árum hefir orðið veruleg breyting á í rekstri kaupskipa á Is- landi. Skipunum hefur fækkað og þau stækkað. Jafnframt hefur út- gerðunum, sem gera út kaupskip fækkað. Á síðasta áratug hefir orðið mikil fækkun í áhöfnum skipanna svo að varla er hægt að hugsa sér að um frekari fækkun geti orðið að ræða með tilliti til vinnutíma m.a. í fréttabréfi Sambands ísl. kaup- skipaútgerða í júlí 1989 kemur fram að framleiðniaukning farmanna á áætlunarskipum í flutningum á síð- astliðnum tíu árum sé u.þ.b. 80%, en fækkanir í áhöfnum vegi þungt í þess- ari aukningu. Væri nú ekki ráð að láta farmenn- ina sjálfa njóta einhvers af framleiðni aukningunni? Það hefir ekki gerst enn. Varla verður því annað sagt en að áhafnir skipanna hafi lagt sitt af mörkum til að halda skipunum undir íslenskum fána. í stað þess að eiga skipin hafa út- gerðirnar farið inná þá braut að leigja erlend skip ýmist á þurrleigu eða tímaleigu. Má segja að þurrleigu skipin sem nú munu vera sjö talsins hafi bætt nokkuð úr atvinnumögu- leikum farmanna, en þau hafa verið mönnuð íslendingum svo til ein- göngu. Ekki leikur nokkur vafi á því að leiguskipafaraldurinn sem viðgengist hefur hérlendis undanfarin ár hefur haft afskaplega slæm áhrif á aðsókn ungra manna til náms í þeim fræðum sem nauðsynleg eru til að stjórna kaupskipum. T.d. luku aðeins fimm menn 3. stigsprófi úr Stýrimanna- skólanum í Reykjavík vorið 1989 og nú stunda átta nemendur nám í 3. stigi skólans. Þetta skal engan undra miðað við þróun atvinnumálanna undanfarið og þá umræðu sem átt hefur sér stað um atvinnugreinina. Hér sýnist mér að flotið sé sofandi að feigðarósi ef gera á út kaupskip undir íslenskum fána í framtíðinni. Eins og hér að framan er vikið að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.