Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 17

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 17
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15 bragð af fiskinum og því bragði voru Englendingar vanir. Það er svo sem alls ekki óhugs- andi, þó ekki sé það líklegt nú, að fólk, sem alizt hefur upp við að borða aðeins frystan fisk vilji hann heldur en ferskan fisk eða fisk úr ís. Þetta fer allt eftir því hverju þjóðirnar eru van- ar í mataræði sínu. Dæmi eru um að til hafi verið þær húsmæður vestur á fjörðum, sem ekki tóku glænýjan fisk til soðningar, heldur vildu að dauð- astirðnunin væri farin úr honum. Svona fer þetta allt eftir því hverju fólk venst. Sumum þykir siginn fisk- ur beztur. Sjávarútvegurinn leitar náttúrlega eftir hagstæðustu mörkuðum hverju sinni. Það er enginn atVinnuvegur jafn skjótur að laga sig að markaðs- aðstæðum. Það sýndi sig, þegar hinn stóri Rússlandsmarkaður fyrir karfa hvarf að heita má yfir nótt. Næsta dag voru fundnir nógir markaðir. Það virðast vera markaðir fyrir fisk- inn okkar í öllum heimshornum og þá gildir að vera vakandi við að nýta þá sem hagstæðastir eru hverju sinni. Það var svo fyrrum, að við vorum tregir til að hreyfa okkur af tryggum markaði á annan nýjan, sem gaf hærra verð, af ótta við að sá nýi reyndist ekki traustur til frambúðar. Ég held að við getum losað okkur við þennan ótta og fært okkur til eftir því, sem kaupin gerast á eyrinni, og gerast bezt hverju sinni. En til þessa þurfum við margskonar vinnslu, sem hentar þessum eða hinum markaðn- um. Sjófrysting er forsenda fyrir karfa- sölu t.d. á Japansmarkað. Eins og ég sagði áðan þá fengist ekkert verð á þessum markaði fyrir karfa, sem væri búinn að missa sinn eðlilega hárauða lit. Það gæti ekki komið til álita að flytja Japanskarfann í land til vinnslu. Eins er til dæmis um grálúðuna, sem er feitur fiskur og bezt veiðanleg á vorin, að þann fisk þarf að frysta sem fyrst fyrir þessa markaði, feitur fiskur tekur svo fljótt að þrána, sama er að segja um stóru úthafsrækjuna. Hana er nauðsynlegt að frysta um borð. Það er ekki sambærilegt verð, sem fæst fyrir stóra úthafsrækju, sem flutt er í land af djúpmiðum og pilluð þar og fryst og sjófrystu rækjuna. Sjófrysting er sem sé nauðsynleg fyrir ýmsa dýra markaði og hún leggst ekki af, en auðvitað getur verið lögð misjöfn áherzla á sjófryst- ingu eftir því sem markaðir breyta sér í verðlagi og eftirspurn. Þegar farið var að takmarka afla þurftum við í auknum mæli að fá sem hæst verð fyrir hvert kíló. Það er ekki lengur hægt að mæta lágu verði með því að fiska meira. Frystivinnslan Frystivinnsla í landinu verður að finna ráð til þess að láta vinnsluna borga sig. Frystivinnslan verður sem sé að skila markaðsvöru, sem gefi það markaðsverð umfram ísaðan fisk, að vinnslan borgi sig. Frystivinnslan er óneitanlega í erf- iðri aðstöðu. Hún er í samkeppni við ferskan fisk, sem fólk í Evrópu vill fá fremur en frystan, og í samkeppni við fisk, sem frystur er til sjós og selst á hærra markaðsverði, en fiskur frystur í landi, og loks er frystivinnsl- an í samkeppni við frystiframleiðslu annarra landa. Það gegnir öðru máli um saltfisk- vinnsluna, hún á við innbyrðissam- keppni að etja, en hvorki við ferskan né sjófrystan fisk, þar sem þetta er sérverkun. Hvalveiðimál Þar er biðstaða. Þegar málin eru komin í alþjóðastofnanir, þá vefst það ekki fyrir mönnum að ýta málum á undan sér eitt ár eða tvö ár og svo áfram. Hvalbátarnir hafa verið bundnir við bryggju síðan 1989 og engin vinnsla af neinu tagi í Hvalfirði. Bandaríkjamenn eru alveg komnir útúr kortinu. Það er ekki að verða glóra í þessu hjá þeim. Opinberar nefndir telja að hvalamálin séu ekki fyrir þeim spurningin um stofnstærð- ir, heldur siðfræðilegt mat sem þeir kalla mannlegt sjónarmið, og einnig ef svo má segja skemmtisýningar- mat, eða skoðunarmat. Hvalir eiga að vera augnayndi manna. Enginn þessara hvalavina spyr hvort þessi friðun geti leitt til þess að dýrin falli úr hor vegna offjölgunar. Það er ekki þeirra mál. Það er að minnsta kosti svo að notagildi hvala til manneldis og um leið eðlilegt viðhald stofnsins með veiðum úr honum, er ekki til umræðu hjá þessu fólki. Komin er út heljarmikil skýrsla frá einni slíkri nefnd í Bandaríkjunum og hún lofar ekki góðu um að nýting- arsjónarmið fáist viðurkennt. Ekki er þó að vita hver framvinda verður, því að Bandaríkjamenn eru komnir í sjálflieldu með allan sinn sjávarútveg vegna hinna annarlegu sjónarmiða í þessum málum. Öll þeirra fiskimið eru að fyllast af hval, sel og sæljón- um. Fiskimennirnir mega ekki fara af stað í róður, ef selur eða sæljón rekur upp trýnir við bryggjusporð- inn. Þeir mega ekki stugga neitt við skepnunni, það er eins víst, að þar standi fólk á bryggjunni segja þeir, og fylgist með því, hvort komið sé ókurteislega fram við skepnuna, og þess farið á leit við hana að hún gefi bátunum pláss til að komast frá bryggju. Þá kemur fólkið, sem fylgist með fiskimönnunum og spyr hvort þeir ætli að ónáða blessað dýrið, og hóta kæru og mannanna bíður þá tugthús. Þetta er nú gengið svo úr hófi fram að það er að myndast and- úð á þessu offorsi. Sjávarútvegs- menn hafa haft hægt um sig, en þeim líst ekkert orðið á þessa þróun mála og andstaða er að myndast í fleiri áttum. í Miðríkjum Bandaríkjanna til dæmis, er nýting lands, skóga og náma stórlega hindrað með víðtæk- um friðunum, og þar verða ríkjandi sömu öfgarnir, því að margt af þessu eru hreinir öfgar. Það þýðir ekkert að reyna að beita þetta fólk neinum rökum. Þetta er orðinn harður bisn- ess fyrir forgöngumönnunum og þeir safna fé með því að senda út áróðurs- bæklinga með hryllingslýsingum, sem sumt fólk gleypir við. Þeim reyn- ist oft auðvelt með ýkjum og oft bein- um álygum að afla samúðar með frið- unarkenningunum. Fólkhugsarekk- ert útí afleiðingar af henni fyrir þessar skepnur, sem það vill vernda. Magnús kvikmyndagerðarmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.