Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 46
44
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
50ÁRA
SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA
— Skyrið varð að frosnum flski —
Ef frá eru taldar tilraunir, sem
urðu endasleppar, tilraun ís-
félagsins í Vestmannaeyjum
til að frysta lúðu og tilraun nokkurra
aðila til að pækilfrysta fisk, þá er það
upphaf hraðfrystingar hérlendis, að
1934 fékk Ingólfur Espólín styrk til
að frysta skyr — en frysti fisk. —
Af skyrfrystingunni er svo engin
sagan, en þeim mun veglegri af fryst-
ingu fisks. Ingólfur hafði sem sé
laumast í þessa óhæfu, en þegar upp-
víst varð um verknaðinn reyndust
honum flestar bjargir bannaðar hjá
opinberum aðilum. Fiskifélagið
studdi þó við bakið á Ingólfi, og hafði
keypt fisk fyrir þúsund krónur fyrir
Ingólf að flaka og frysta í húsi sínu.
Olafur B. Björnsson á Akranesi
studdi Ingólf dyggilega á Fiskiþingi
1934 og hafði þá í höndum skýrslu frá
Vilhjálmi Finsen um hraðfrystingu
fisks í Noregi og þar sagt að Norð-
menn verðu miklu fé til að koma
þessari fiskvinnsluaðferð í gagnið og
í Bandaríkjunum væri þetta orðið
mikil iðngrein. Árið 1930 hafi þar í
landi verið fryst 140 milljón pund og
frystihúsin selt fyrir 16,5 milljónir
dollara.
Þá hafði og Helgi Briem, sendifull-
trúi á Spáni, sagt í skýrslu: „Þar sem
hitar eru miklir er kæling framtíðar
fiskgeymslu aðferð. Síðan kælivélar
fyrst voru gerðar fyrir 60 árum, hafa
kæld matvæli farið sigurför um
menningarlönd . . . fyrir fiski-
mannaþjóð eins og okkur íslendinga
muni freðfiskframleiðsla hafa mikla
þýðingu.“
Fiskimálanefnd, sem var allsráð-
andi, gekk í málið og reisti lítið frysti-
hús. í útflutningsskýrslu 1935 má sjá
að flutt hafa verið út það ár 626 tonn
af frystum fiski að verðmæti 212 þús.
kr. og verðið þá verið 34 aurar pr.
kíló.
Árið 1936 höfðu verið reist 6 fiski-
hús í landinu, en þá hafði fengist
enskur markaður fyrir frystan fisk,
en ári síðar voru þau orðin 14 og 1940
31 og þá orðið sýnt að hraðfrystiiðn-
aður yrði mikil útflutningsbúbót auk
þess að verða mikilsverð atvinnu-
grein.
Þegar S.H. varstofnað 25. febrúar
1942 voru frystihúsin orðin 44 (47?)
og hlutur frysta fisksins 11,3% af
verðmæti sjávarafurða. Á stríðsár-
unum var ísaður fiskur 76% af fisk-
aflanum og 1945 í lok stríðsins var
þessi hlutur enn 69% af fiskaflanum,
en 42,7% af heildarverðmæti sjávar-
afurða, en frystur fiskur þá orðinn
26%.
Árið 1944 settu Samtökin upp
söluskrifstofu í Bandaríkjunum og
1947 varð sú skrifstofa sjálfstætt
fyrirtæki, hið fræga Coldwater, sem
síðan byggði upp og treysti banda-
ríska markaðinn og SH eignaðist rík-
an afkomanda í Ameríku, sem varð
skjól þess, sverð og skjöldur á þess-
um aðalmarkaði, en þurfti mikið til
sín. I Bandaríkjunum verða fyrirtæki
að bera sig. Coldwater varð eftirlæt-
isbarn og dekrað við það, og lifði eins
og blómi í eggi, þegar öll frystihús
landsins löptu dauðann úr kráku-
skel. Hver vill þó drepa Coldwater?
Þess tími á ekki að vera liðinn. Þjóð-
in þarf að standa mörgum fótum á
mörkuðum, og Bandaríkjamarkaður
gæti átt eftir að verða haldreipi á ný,
en þá ekki skjótunninn, ef hann félli
alveg út, og allt þá fyrir bí, sem þar
hefur verið unnið.
í sama mund og þetta var komst
SH með sinn hraðfrysta fisk inná
Rússlandsmarkað, og er það ekki of-
sagt, að Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna hafi bjargað þjóðinni á þessum
árum.
ísfisksala til Bretlands hafði dreg-
izt saman fljótlega eftir styrjöldina,
og saltfisksvinnslan varð að vinna sig
upp á ný eftir að hafa nær alveg lagzt
af á stríðsárunum.
Þegar vegur SH var sem mestur,
má segja að samtökin réðu fyrir land-
inu ásamt sölusamtökum Sambands
ísl. samvinnufélaga og Sölusambandi
ísl. fiskframleiðenda og margur þar
mikill bógurinn og málfylgjumenn
miklir hafa þeir SH menn þótt um
tíðina. Það mætti kannski orða þetta
svo, að þar hafi hver maðurinn verið
öðrum meiri hafgammur, en þó léku
þeir mjög tveimur skjöldum. Þegar
þeir náðu ekki sínu fram með harð-
fylgi, klæddust þeir tötrum og gengu
á fund landsfeðranna og lýstu sínum
hlut hörmulegum. „Sjá nú hvað ég er
beinaber, brjóstin visin og fölar kinn-
ar,“ og höfðu sitt fram í því gervinu.
Þeir hafa oft staðið í ströngu SH
menn.
Harðast hefur líklega kreppt að
SH á árunum 1067-68. Þá bjuggu
samtökin bæði við verðfall og sölu-
tregðu. Það fylgdi SH líkt og SÍF og
SIS, að traust viðskiptasambönd
voru þeim höfuðmál, og er það skilj-
anlegt um heildarsamtök. Af ótta við
að skerða eða missa örugg viðskipta-
sambönd, gætti tregðu til að leita
nýrra markaða eða nýjunga í vinnslu.
Þetta hefur breyst hin síðustu ár,
enda liggur ekki sami þungi á sam-
tökum þessum og áður, þegar þjóðin
átti allt sitt undir því að þau stigu
ekki misheppnað víxlspor.
Núverandi formaður stjórnar er
Jón Ingvarsson, en forstjóri Friðrik
Pálsson.
Með von um að SH standi sig jafn-
vel í samkeppni og það gerði sem
brautryðjandi og bjargvættur á
fimmta áratugnum er fyrirtækinu
óskað til hamingju með afmælið.