Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 65

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 65
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 63 UNDIR EINOKUN1602-1787 Margt ljótt orðið höfum við íslendingar látið falla um Einokunarverzlun Dana 1602-1787. Og þegar kemur að þeirri spurningu, af hverju fiskveiðar hafi verið svo mjög vanræktar, þjóðinni til stórskaða þessar aldir, þá er venj- an að kenna verzlunaránauðinni um það, og þá ekki haldið á lofti að sökin hafi í því efni að hluta verið íslenzkra embættismanna, íslenzkra landeig- enda og í heild sinni íslenzkrar bændastéttar, fremur en danskra kaupmanna. Þetta vissu náttúrlega framfara- sinnaðir íslendingar, þegar þeir fóru að rekja söguna á 19du öld en þeir stóðu í frelsisbaráttunni og beindu spjótum sínum að dönskum yfirráð- um og röktu söguna af danskri ánauð í ljósi þess, sem bezt þjónaði frelsis- baráttunni. Það hefði verið truflandi þversögn að blanda því í áróðurinn að okkar eigin fyrirsvarsmenn hefðu á tíma Einokunar verið versti þránd- ur í götu þess að fiskveiðar okkar efldust og yrðu þjóðinni lyftistöng. Nú á okkar tíma hafa margir um þetta fjallað að íslenzkir fyrirmenn studdir af alþýðu bænda óttuðust samkeppni erlendra kaupmanna um vinnuafl, og börðust gegn eflingu fiskveiða. íslenzkir bændur höfðu kynnst samkeppninni á „ensku öldinni“ 15du öldinni, þegar fiskkaup og fisk- veiðar Englendinga drógu vinnuaflið úr sveitunum. Það voru íslendingar, sem stóðu að baki því ákvæði Píningardóms 1490, að kaupmönnum væri bannað að hafa vetursetu hér og að hafa ís- lendinga í þjónustu sinni til sjóróðra, og þeir máttu ekki eiga fiskibáta, því banni var þó misjafnlega fylgt, en þá var hert á með sérstakri konunglegri tilskipan 1682, og ekki aðeins vetrar- seta kaupmanna bönnuð heldur einnig starfsmanna þeirra „hinna svonefndu eftirlegumanna“, sem áttu að gæta verzlananna á vetrum. Árið 1701 ætlaði konungur að af- nema þetta ákvæði, af því að hann taldi það af hinu góða fyrir lands- menn að kaupmenn væru hérlendis sjálfir sem mest. Kóngur fékk á sig umsvifalaust bænaskrá, þar sem þess var sárlega beðið að hann endurnýj- aði bannið, sem hann og gerði 1704. Kaupmenn vildu auknar fiskveið- ar, sóttust eftir fiski, sem var góð og dýr söluvara, til að verðbæta með fiskinum illseljanlega landbúnaðar- vöru og á henni mjög lágt verð. Það er sjálfsagt engum vafa undirorpið, ef kaupmenn höfðu fengið að setjast hér að, þá hefðu þeir hafið hér út- gerð, bæði á vetrar- og sumarvertíð, og þá verið lokið því fyrirkomulagi að halda vinnumönnum kauplitlum, nema fyrir hússkjóli og fæði og 11 ríkisdali í fríðu (peningum eða lambkettlingum), og senda þá á ver- tíð á eigin bátum eða annarra bænda og hirða af þeim hlutinn. Þessum ótta við samkeppni um vinnuafl fylgdi sú skoðun, að fengju kaupmenn leyfi til að hefja hér at- vinnurekstur, myndu þeir verða voldug stétt í landinu og rýra völd íslenzkra ráðamanna. Svona gekk það nú til undir hinni vondu Einokun, því að vissulega var hún vond, en okkar eigin aðgerðir gerðu hana verri en hún hefði þurft að vera. Það var svo í lok Einokunar, að kóngurinn sjálfur fór að gera hér út til að lyfta fiskveiðunum úr alda- gömlum skorðum, en framhaldið á þeirri útgerð tókst íslenzkum ráða- mönnum að stöðva. Þá var notað „vistbandið" til að koma í veg fyrir að íslenzkir menn réðu sig á kon- ungsútgerðina, og þegar íslenzkur maður reyndi fyrir sér með þilskipa- útgerð í lok Einokunartímans gat hann ekki mannað skipið íslending- um. Gamla hefðbundna lagið hélzt sem sagt allan Einokunartímann, bændur sendu vinnumenn sína í verið til róðra á gömlum og úr sér gengnum vertíðarbátum, og kölluðu þá heim til vorverka og heyjanna. Kotbændur stunduðu heimræði á eins og tveggja mannaförum, og þurrabúðarmenn sultu bátlausir við sjóinn fullan fiski. Það undarlegasta í allri þessari sögu er það, að íslenzkir höfðingjar, sem stórgræddu á „fiskveiðiöldinni", 15du öldinni, skyldu ekki átta sig á að Hafnarfjörður 1836.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.