Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 27

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 27
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25 finna lausn á því vandamáli, sem sala á óveiddum fiski er í dag og gæti orð- ið íframtíðinni og erþví reiðubúið til að vinna að frekari útfærslum eða hugmyndum, sem gœtu leitt til far- sœllar lausnar á þessu vandasama máli. Rökstuðningur fyrir breyttri sj á varútvegsstefnu Rökstuðningur fyrir breyttri fisk- veiðistefnu er margþættur, einn meginn þátturinn er sá að fiskveiði- stefna okkar síðan við tókum við stjórn fiskveiða alfarið 1976, hefur ekki skilað þeim árangri, sem vænst var í uppbyggingu fiskstofna og þá fyrst og fremst þorskstofnsins. Arangurinn hefur orðið öfugur við það, sem vænst var. Stofninn hefur minnkað en ekki stækkað. Mjög mikil umræða og skoðana- skipti fara nú fram í þjóðfélagi okkar um stjórnun fiskveiða, bæði í fjöl- miðlum og á ýmsum fundum og ráð- stefnum. Það sýnir sig að stór hluti þjóðarinnar sættir sig ekki við núver- andi kerfi. Margir halda hins vegar fast í þá trú að hið gallaða kvótakerfi sé það besta sem menn eiga völ á og tryggi hagsmuni þeirra um alla fram- tíð. Það er hins vegar augljóst að allar þær tillögur um öðruvísi nýtingu landhelginnar og friðunarsvæði fyrir fisk í uppvexti og hrygningu, sem komið hafa fram að undanförnu, sýna svo ekki verður um villst að sjávarútvegsmenn hafa enga trú á því lengur að kvótakerfið nái nokkurn- tíma þeim árangri sem að var stefnt að byggja upp fiskistofna, eins og segir í fyrstu grein kvótalaganna. Reynslan frá öðrum hafsvæðum, eins og t.d. í Barentshafi og nú síðast við Kanada, sýnir að vannýting og tillögur um niðurskurð afla árum saman byggja ekki upp fiskistofna eins og þorsk. Árið 1983 var mótuð sú stefna við Kanada að draga úr veiðum og auka með því afrakstur og stefna að því að veiða innan 3-4 ára 800 þúsund tonn árlega. Þessi aðferð hefur algjörlega brugðist. Þessar hugmyndir Kanadamanna voru meðal annars notaðar sem rök fyrir kvótaskiptingu hérlendis árið 1984. Allar spár um nýliðun hafa brugð- ist fiskifræðingum. Öfugt við það, sem þeir hafa talið, virðist lítil hryggning skila skárri nýliðun en stór hryggning, sem þykir benda til að lífsskilyrðin séu ekki nógu góð þessi árin fyrir seiði úr stórri hryggningu. Spár hafi af þessum ástæðum reynst rangar. Hið sama kemur upp, þegar um er að ræða friðun smáfisks. Sú friðun virðist heldur ekki skila sér í nýliðun, sem þykir benda til lélegra uppeldis- skilyrða á uppeldisslóðinni og um of hafi verið friðað inn á lélega slóð. Til lélegra lífsskilyrða þykir það einnig benda að fiskur hefur létzt í árgöng- um við núverandi lífsskilyrði í hafinu við landið. I heild sinni liggur það fyrir eftir 15 ára stjórn fiskveiða með niðurskurði veiðiheimilda í þorskveiðum, að sú aðferð byggir ekki upp þorskstofn- inn eða aðra botnfiskstofna. Öðru máli gegnir um uppsjávarfisk, sem þjappar sér í torfur og er auðveiðan- legur með afkastamiklum veiðarfær- um og auðvelt að fylgjast með hve- nær réttara sé að grisja eða friða, en þar er greinilega runnið blint í sjóinn í sambandi við botnfiskinn. Hin langa reynsla af þeirri tilraun að byggja upp þorskstofna með afla- samdrætti án nokkurs jákvæðs árangurs veldur því að æ fleiri hallast að þeirri skoðun að ekki tjói að halda þeirri tilraun áfram lengur, hún sé þegar orðin meira en nógu dýr þjóð- inni. Þekkingu hefur greinilega vant- að á vistkerfi sjávar til að gera þessa tilraun. Þekkingarskortur hefur leitt okkur inn á braut miðstýringar og ofstjórnar, sem birtist í kvótakerfinu í öllu sínu veldi. Það má segja að þessi mistök í upp- byggingu stofnsins séu megin ástæða til breyttrar fiskveiðistefnu án þess þó að allri stjórn sé sleppt á veiðun- um, heldur sé henni breytt. Van- kantarnir eru margir í núverandi stjórnarkerfi. Stærð fískiskipastólsins Því hefur að undanförnu verið haldið mjög á lofti að fiskiskipaflot- inn sé alltof stór. Þetta sjónarmið hefur víða gilt sem sönn fullyrðing, sem ekki yrði á móti mælt með nein- um haldbærum rökum. Ég tel að vara eigi sterklega við svona fullyrð- ingu. Þegar betur er að gáð, stenst hún engan veginn og of hröð úreld- ing kallar síðar, við aukin verkefni, á kollsteypu nýrrar skipabyggingar í stað eðlilegs viðhalds stærðar flot- ans, sem jafnframt tryggði þá að ávallt væri það nýjasta og besta sem þekkist í hönnun skipa í notkun, nokkuð jafnóðum og slík þekking og tækniframfarir kæmu fram. Hér þarf vissulega ekki alltaf að vera um nýbyggingu skipa að ræða, oft getur endurbygging og breytingar gert sama gagn eins og sjá má, t.d. við endurnýjun og uppbyggingu loðnu- flotans eftir að hann hóf veiðar bæði haust og vetur við mjög erfið veður- skilyrði, sem jafnframt krafðist lang- siglingar með aflann. Annað dæmi má nefna um tímabil þar sem við fylgdum ekki þróun tímans og tækn- innar. Islendingar byggðu ekki skut- togara fyrr en löngu eftir að aðrar þjóðir höfðu nýtt sér þá tækni. Þó var þessi hugmynd um að taka trollið inn að aftan löngu þekkt og raunar upp- runnin á Islandi að því að talið er. Ög sú var tíðin að við þurftum að endur- nýja allan okkar síldarflota vegna breyttra aðstæðna. Stærð og gerð fiskiflota okkar hlýtur að breytast eftir aðstæðum og áherzlum í veiðun- um. Það eru verðmæti fólgin í því að eiga yfirstærð af fiskiflota, að vísu má deila um hvað hún á að vera mikil, en yfirstærð, sem kemur fram við litlar aflaheimildir getur bæði orðið arð- bær fyrir þjóðfélagið þegar afli eykst og verkefnum í nýjum tegundum fjölgar, að ógleymdum fiskveiði- heimildum í lögsögu annarra ríkja. Þá má á það benda, að floti með yfirstærð er líka mjög verðmætur þjóðinni þegar tíðarfar er erfitt til sjósóknar, sem ekki getur kallazt óþekkt fyrirbæri á íslandsmiðum. Ég tek undir þær skoðanir, sem er að finna meðal fiskifræðinga, sem segja að sökum hugsanlegrar aukningar á stærð fiskstofna í framtíðinni, geti verið hagkvæmt að eiga fyrir landi þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.