Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 96

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 96
94 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ DEGINUM FYLGIR NÓTT OG NÓTTINNI NÝR DAGUR Svo skall á heimsstyrjöldin hin fyrri (1914-18) en allt gekk að óskum fyrir okkur íslending- um fram til 1916, en þó tók verðlags- þróunin að snúast okkur í óhag. All- ur kostnaður hækkaði, einkum laun, en fiskverðið stóð í stað í fyrstu, en fór síðan lækkandi uppúr 1920. Eftir- stríðsárin urðu erfið, en þau hófust með verðhruni á síld 1919. Miðað við verðvísitölu 100 í inn- og útflutningi 1914 var verðvísitala innflutnings orðin 453 árið 1920 en verðvísitala útflutnings 258 og 85% af útflutn- ingnum var fiskur. Sem sagt: kostn- aður hafði fjórfaldast frá stríðsbyrj- un, en fiskverð aðeins tvöfaldast. Og allt versnaði þetta næstu ár. Árið 1920 hafði verð á tonn af full- verkuðum þorski verið kr. 1171,-; 1921: 1111 kr.; 1922: 1052; 1923: 822 kr. Hafnfirðingar fóru ekki illa útúr síldarverðhruninu. Þeir voru þá ekki með neinn síldarútveg, sem hét og enga söltunarstöð, að minnsta kosti enga söltun, sem hafi orsakað stórt tap. Þeir voru allir í þorskinum um þessar mundir og þar fengu þeir skellinn ekki lítinn 1921-22, þá rúll- aði yfirum stærsta fyrirtækið, Book- less Bros. í sama mund hætti næst stærsta fyrirtækið Birrel & Co, og þar næst Davidson & Hobbs, en það fyrirtæki hafði keypt Haddenstöðina og gert út þrjá kúttera og tvo vélbáta, en þar kom nú fyrirtæki í staðinn, Geir Zoega keypti Haddenstöðina og kom með togarann Geir til Hafn- arfjarðar. Allt þetta varð náttúrlega mikil blóðtaka í bæjarlífinu, því að það hafði einnig gerzt á þessum árum skömmu fyrir gjaldþrotin að fólki hafði fjölgað um 500 manns, og bæj- arbúar orðnir 2700 manns. Hafnarfjörður hafði fengið kaup- staðarréttindi 1908 og um leið eigið lögsagnarumdæmi og skil urðu með Hafnarfirði og Garðahreppi. Þá höfðu bæjarbúar verið um 1500 tals- ins. Þegar Bandamenn tóku helming skipa, eða 10 íslenzka togara til hern- aðarþarfa 1917 höfðu Hafnfirðingar ekki selt sína togara. Bandamenn töldu sig ekki þurfa fleiri, því að vitað er að þeir höfnuðu kaupum, þegar þeir höfðu fengið þessi 10 skip. Ekki er þekkt afstaða Hafnfirðing- anna í þessu sölumáli. Það getur verið að þeir hafi alls ekki boðið sína togara til kaups, þegar kaupin fóru fram 1917. Bandamenn réðu verð- inu. Þeir, sem voru fúsir til að ganga að skilmálunum strax, töldu sig hagnast á sölunni, því að togaraflot- inn væri að taka breytingum til stækkunar og þau skip, sem byggð voru á fyrsta áratug aldarinnar voru að verða of lítil, og hugðust láta byggja sér ný skip eftir stríðið. Það varð mörgum að falli — skipin urðu miklu dýrari en þeir höfðu gert ráð fyrir. Söluverð dugði ekki líkt því fyrir nýjum skipum, sem voru 70 tonnum stærri að meðaltali en fyrri skipin, og smíðakostnaður stór- hækkað á stríðsárunum. Félag eitt, hafði selt sinn togara fyrir 500 þús. kr. 1917, og lét smíða sér nýjan eftir stríð, sem kostaði 670 þús. kr. Hinn nýji togari kom þá með ntikla skuld á sér og með verðlaginu, sem lýst er hér að framan, kostnaðurinn hækk- aði langt umfram hlutfallslega hækk- un fiskverðs, fór skipið beint inn í taprekstur. Svona gekk það til fyrir öllum, sem létu smíða sér ný skip eftir styrjöldina, en salan hafði verið bundin því af hálfu íslenzkra stjórn- valda að menn, sem seldu 1917 yrðu að kaupa eða láta smíða ný skip eftir styrjöldina. Útlitið var því ekki glæsi- legt fyrir togaraútgerðina, einkum var svo í Reykjavík en togaraútgerð var orðin aðalútgerð Reykvíkinga, sem höfðu algera foryztu í togara- útgerð með 23 skip. Reykvíkingar fengu 16 ný skip eftir stríðið, en Hafnfirðingar aðeins eitt skip, Geir, og áttu þá þrjá togara og það var aðalútgerðin eftir hina miklu gjald- þrotahrinu Hafnfirðinga 1921-22, þar sem kútteraútgerðin var liðin undir lok að heita mátti. í Hafnar- firði gerði Einar Þorgilsson þó enn út kútterinn Surprise og leigði kútter Ester. Vélbátaútgerðin hvarf einnig með útlendingunum (Norðmönnum). Á einu ári eða milli áranna 1921 og 1922 lækkuðu útsvör úr 110 þús. niður í 91 þús. En jafnt og Hafnfirðingar urðu fyrir þessum áföllum voru útgerðar- skilyrði að batna 1923. Kostnaður hafði hætt að hækka 1923 og verðvísitala inn- og útflutn- ings snúizt svo hressilega við, að verðvísitala útflutnings var nú 249 á móti innflutningsvísitölu 246 og það ekki lítil breyting frá því dæmið var hið ógnþrungna, innflutningsvísitala 453 móti 258 í útflutningi. Þó um seinan væri fyrir Hafnfirð- inga og fleiri, sem báru lágt höfuðið eða fóru alveg yfirum á eftirstríðsár- unum, þá varð árið 1923 til að rétta margan af, sem hjarað hafði hallæris- árin. Einar Þorgilsson, sem hafði látið sér hægt í útgerð þessi eftirstríðsár. Hann brást nú hart við og keypti 1924 togarann Surprise frá Englandi. Og ekki er um að spyrja að sú útgerð bar sig strax. Það var aldrei peningalegt tap á Surprise þau 20 ár, sem E.Þ. átti skipið. Þá var og í þennan mund að Víðis- félagið keypti togarann Ver frá Reykjavík og með hann var skip- stjórinn, einn mesti aflamaður tog- araflotans í 34 ár, Snæbjörn Ólafsson frá Gestshúsum á Álftanesi. (Hann var kvæntur konu úr Hnífsdal. Það fiskaðist á þær).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.