Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 36
34
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
ekki menjar slyssins, þannig að mér
bilaðist kjarkur eins og vill stundum
verða með mönnum eftir slysfarir.
Þó gekk þetta slys nærri mér. Það
varð með svo óvæntum hætti og það
varð sárar að sjá félaga sína krókna
við hlið sér, en þótt þeir hefðu
drukknað. Ég var á Júní næstu sex
árin.
Alltaf fann ég annað veifið til í
fætinum, sem varð fyrir högginu,
þegar mér var velt inní bátinn. En
læknar sögðu þetta mar, sem myndi
læknast af sjálfu sér, þegar ég fór í
skoðun eftir slysið. En það varð nú
ekki, en þótt ég finndi til í fætinum,
þá varð mér það ekki óbærilegt fyrr
en 20 árum síðar. Árið 1960 fór ég til
læknis og það sást ekkert að fætinum
nema þetta gamla mar, en 1968 var
ég orðinn svo illa haltur að ég hætti til
sjós. Þetta var farið að baga mig svo
oft í starfi, en það varð þó ekki fyrr
en 1973 að ég yrði svo viðþolslaus að
við það yrði ekki lengur unað, ég bar
ekki af mér orðið og það leið ekki
hjá. Þá var ég tekinn til ítarlegrar
rannsóknar. Meinið leyndist nú ekki
læknum lengur, og mér var tilkynnt
að velja milli hvort ég vildi heldur
missa fótinn eða lífið. Það var
krabbamein í beinmergnum og orðið
svo magnað að ekki var um annað að
ræða en taka af mér fótinn í skyndi ef
ég ætlaði að halda lífi. Það leið rúm
vikan þar til fóturinn var tekinn af
mér 15 cm fyrir neðan nára á afmælis-
daginn minn þann 8. desember 1973.
Ég greiddi minn skatt af Edduslysinu
20 árum eftir slysið.“
Eins og að framan segir varð slysa-
sagan efni þessa viðtals við Oskar, en
ekki stríðsferill hans í landi, menn
kalla þann feril slysa- eða happaferil
eftir því í hvorri fylkingunni menn
hafa staðið í hagsmunabaráttu sjó-
manna, og enn aðrir hafa þar á ein-
hvern milliveg. í stöðu Oskars sem
foryztumanns í kjaramálum sjó-
manna, sem jafnan eru hitamál mik-
il, sleppur enginn við að verða um-
deildur. En um hug hans til stéttar
sinnar sem hann er í forsvari fyrir
efast enginn.
Þegar Óskar fór í land 1968 varð
hann gjaldkeri Sjómannafélags
Hafnarfjarðar og 1970 þegar Óskar
varð ófær til allrar erfiðisvinnu vegna
brjóskloss í baki, fékk hann starf á
skrifstofu Sjómannafélags Hafnar-
fjarðar og Hlífar og var kosinn í sama
mund formaður Sjómannafélagsins
og það var hann til 1976 að hann varð
formaður Sjómannasambandsins.
Óskar hafði þannig ekki látið deig-
an síga þótt af væri annar fóturinn og
tveimur árum síðar var hann kallað-
ur af stétt sinni til foryztu í skyndi-
verkfalli sjómanna 1975, þegar flot-
inn sigldi í land í mótmælaskyni við
ákvörðun fiskverðs, og sem að ofan
segir var hann næsta ár, 1976, kosinn
formaður Sjómannasambandsins,
sem eru landssamtök og formaður
þeirra samtaka hefur hann verið síð-
an.
Sendum öllum íslenskum
sjómönnum okkar árnaðar
óskir á hátíðisdegi þeirra
SKIPAÞJÓNUSTA SUÐURLANDS sf
UNUBAKKA10 -12,815 ÞORLÁKSHÖFN, 0 98-33930 Og 98-33541, FAX 98-33941