Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 104

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 104
102 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ hjónin Sólveig Gunnlaugsdóttir og Stefán Sigurðsson trésmiður. Ásgeir lærði trésmíði og varð mik- ilvirkur húsasmiður. Hann var og gagnfræðingur frá Flensborg og hafði gengið í verzlunarskóla í Ham- borg. Jafnframt því að byggja hús hafði liann gefið sig nokkuð að út- gerð áður en hann varð framkvæmd- arstjóri Bæjarútgerðarinnar. Hann hafði verið meðeigandi í tveimur vél- bátum og einn af stofnendum Sviða h.f. Ásgeir var framkvæmdasíjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar frá 1931-54 eða í 23 ár, og þá 64 ára, og má af því marka að til hans hefur verið borið mikið traust af bæjar- stjórninni. Auk þessa starfa gengdi Ásgeir mörgum trúnaðarstörfum fyrir bæinn. Ásgeir hafði einnig forgöngu um kaup á togaranum Nirði 1923, sem skírður var Haukanes og var Ásgeir framkvæmdastjóri þess félags. Fiskverkunarstöð Lofts og Zoéga Geir Zoéga átti mikla og góða sögu í Hafnarfirði, bæði sem driftar- maður og framkvæmdastjóri Hell- yersbræðra. Geir var stilltur maður og góðviljaður og það reyndi mikið á hann sem umboðsmann Hellyers- bræðra. Sem fyrr segir hafði Geir hafið útgerð togarans Geirs og fisk- verkun 1920, en hann varð hart úti á eftirstríðsárunum, sem lýst hefur verið, og missti þá fyrirtæki sitt og skipið haustið 1925. Geir leigði þó áfram fiskverkunarstöðina af bank- anum og gekk um það leyti í félag við Loft Bjarnason, sem varð fram- kvæmdarstjóri stöðvarinnar, en Geir varð framkvæmdastjóri hjá Hellyers- bræðrum og umboðsmaður þeirra. Fiskverkunarstöð Lofts & Zoéga efldist skjótt. Þar lögðu upp línuveið- arar og bátar og togararnir Júpiter og síðar einnig Venus, og segir svo í sögu Hafnarfjarðar hinni fyrri: „Fiskverkunarstöð Lofts & Zoéga hefur komið mjög við fiskveiðisögu Hafnarfjarðar og veitt geysimikla at- vinnu“, og munaði náttúrlega mikið um þann atvinnurekstur eftir að Hellyers hætti. Árið 1945 eignaðist Venus h.f. stöðina og flutti hana 1961 að Hval- eyrarbraut og sameinaði hana Os- eyrarstöðinni, sem Jón Kr. Gunnars- son hafði stofnað. Loftur Bjarnason Loftur Bjarnason var sérstæður maður í útgerðarsögu síns tíma. Hann var umsvifamikill athafnamað- ur og kom víða við í athöfnum sínum, og hann var einstaklega lánsamur með allt, sem hann tók sér fyrir hendur. Ekki var það af því að mað- urinn væri frekari til fjárins en aðrir, eða harðari í viðskiptum, þvert á móti, hann þótti mjög góður við- skiptis, en hann var einstaklega hygginn maður og hugsaði vel sitt ráð. Undarlegast var það þó um hann, hvernig það fór saman með honum að vera mikill framkvæmda- maður og félagsmaður. Lengst af var Loftur oddamaður á sinni tíð í hags- munamálum sjávarútvegsins og þá einkum togaraútgerðarinnar. I þessu foryztustarfi var hann aldrei um- deildur maður og stóð þó oft í eldi heitra deilumála. Þótt hann væri ákveðinn og fastur fyrir hafði hann lag á því að komast svo útaf við alla, að enginn bar honum illt orð, þótt hann væri þeim andvígur í einhverju máli. Loftur var Vestfirðingur, fæddur 1898 vestur á Bíldudal, sonur hjón- anna Bjarna Loftssonar kaupmanns og Gíslínu Þórðardóttur. Tólf ára gamall byrjaði Loftur sjómennsku, og var í sjö ár á ýmsum fiskiskipum, en fór 1918 á farskip og þá fyrst Wille- moes með Júlíusi Júliníussyni, þeim landskunna kapteini. Loftur tók far- mannspróf 1916 og var strax 3. stýri- maður á Lagarfossi og þar var hann 1. stýrimaður, þegar hann hætti sjó- mennsku 1926 og fluttist til Hafnar- fjarðar og gekk í félag við Geir Zoéga um fiskverkunarstöðina, sem fékk heitið „Fiskverkunarstöð Lofts & Zoéga“. Þá stofnuðu þeir Geir og Loftur og Þórður, bróðir Lofts, og Guðmund- ur Júní, landskunnur bátaskipstjóri, fyrirtækið „Utgerðarfélagið Júní h.f.“. Það félag keypti línuveiðara og varð Loftur framkvæmdastjórinn. Jafnframt framkvæmdastjórastöð- inni við fiskverkunarstöðina og út- gerðarfélagið Júní h.f., var Loftur einn af stofnendum útgerðarfélags- ins Júpiters 1929 og var fram- kvæmdastjóri þess til 1940. Þá var Loftur einnig einn af stofnendum út- gerðarfélagsins Venusar 1936, og framkvæmdastjóri þess félags frá byrjun til 1956 að Vilhjálmur Árna- son hætti skipstjórn og tók að sér framkvæmdastjórnina. Loftur var einnig einn af stofnend- um útgerðarfélagsins Marz 1940, og framkvæmdastjóri þess félags til 1945 ásamt Tryggva Ófeigssyni. Allt voru þetta togarafélög, og þau sem bezt þóttu rekin, enda voru félagar Lofts og um leið skipstjórnarmennirnir ekki af lakari toganum, Þórarinn Ol- geirsson, Tryggvi Ófeigsson, Vil- hjálmur Árnason. Árið 1945 urðu þau skipti í þessum félögum, sem voru sameign ofan- nefndra manna, að Tryggvi keypti hlut Þórarins í Júpiterfélaginu og einnig hlut Þórarins í Marzfélaginu og varð þá Tryggvi framkvæmda- stjóri þessara félaga. Tryggvi hafði í þessum kaupum látið hlut sinn í Venusarfélaginu. Hann fór tveimur árum síðar burt með sína togara úr Hafnarfirði. Hann sá eftir löndunarkörlunum í Hafnarfirði. hann Tryggvi, en ekki bæjarstjórninni. Loftur var áfram, sem fyrr segir, framkvæmdastjóri Venusar og hafði í nógu að snúast með því starfi. Hann var borgarfull- trúi í Hafnarfirði á árunum 1934-50. í stjórn Landsambands útvegsmanna frá 1944 og varaformaður 1947 og síð- an út ævina, og í stjórn Félags ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda frá 1943 og þar var hann formaður þar til árið 1972, að hann baðst undan kosn- ingu. Loftur lézt 1972. Árið 1947 var hann hvatamaður og einn af stofn- endum Hvals h.f. og formaður þess félags frá byrjun, en framkvæmda- stjóri frá 1950 og þar til hann var allur. Auk þessa alls, senr rakið hefur verið var Loftur í stjórn ýmissa fé- laga, eins og Stuðla h.f., Eimskipafé- lagsins og Hafrannsóknarinnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.