Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 97

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 97
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 95 Árið 1924 flutti Þórarinn Olgeirs- son með sinn togara, Belgaum, til Hafnarfjarðar og það átti eftir að reynast Hafnfirðingum mikii búbót. Þórarinn seldi Belgaum og þá kom Júpiter 1925. Hafnfirðingar hafa alltaf verið harðir bæjarstjórnar-úrræðamenn. Það mun þó hafa verið einkaframtak á bak við næsta úrræði til atvinnu- bóta. Þórarinn Egilsson, sonur Þor- steins, er sagður hafa fitjað fyrstur manna uppá því í bæjarstjórn að leita til útlendinga um útgerðarrekstur í Hafnarfirði, og kaus bæjarstjórn nefnd manna í það mál (Einar Þor- gilsson, Magnús Jónsson, bæjar- stjóra og Guðmund Helgason, bæj- argjaldkera) Það mun svo hafa verið Geir Zoega yngri, sem varð milli- göngumaðurinn í þessu máli. Hann þekkti til Englendinga, hafði verið þar úti við nám og var útgerðarmað- ur sjálfur. Að undirlagi Geirs kom fyrirtækið Hellyers Bros Ltd. í Hull til Hafnarfjarðar 1924 með 6 togara á vertíð frá Hafnarfirði. Hellyersbræð- ur, eins og fyrirtækið var jafnan nefnt keypti svo fiskverkunarstöðina Svendborg af Landsbankanum. Samkvæmt landslögum máttu út- lendingar ekki reka hér fyrirtæki og hét það svo að Geir Zoéga leigði af þeim skipin, og var svo fram til 1926 að fyrirtækið fékk leyfi til að hafa hérlendis rekstur í eigin nafni og Geir varð þá umboðsmaður þeirra og framkvæmdastjóri, en með hon- um eriskur útgerðarstjóri. Hellyersbræður Hellyers Bros. Ltd., eða Hellyers- bræður (Owen og Orlando), eða aðeins Hellyers, eins og fyrirtækið var jafnan nefnt, var á sínum tíma stærst útgerðarfyrirtækja hérlendis, annað en Kveldúlfur. Hellyers var fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri sínum hérlendis, enda hafði þetta mikla Hull-fyrirtæki til þess gild efni að reka myndarlega. Byggingar fyrir- tækisins voru fiskverkunar- og fisk- geymsluhús, voru ekki af vanefnum gerð, og fiskreita lagði fyrirtækið stórkostlega. Það var vel liðið af verkafólki og til þess völdust góðir skipstjórar. Þeir voru aðeins fyrstu vertíðina enskir, en síðan allir ís- lenzkir fiskiskipstjórar, í raun ráð- andi skipstjórar, en höfðu allir enska flaggskipstjóra og stýrimenn. Þessir menn tóku lítið og sumir ekkert þátt í verkum á veiðum, og skiptu sér held- ur ekki af siglingu. Þeir voru harðir og einráðir út- gerðarmenn, Hellyersbræður. At- vinnusjónarmiðið hefur eflaust blundað með þeim en ekki verið ríkj- andi í rekstrinum. Og það reynist svo sem oft skammgóður vermir að at- vinnufyrirtækjum, sem ekki bera sig í rekstri. Aflinn hjá Tryggva á Imperíalist hefur svarað til 3600 tonna uppúr sjó. Það er mikill vertíðarafli í hamp- vörpu með 80 feta höfuðlínu og sex feta lóðréttri opnun. Á það er þó að líta, að þeir sóttu í golþorskinn á Sel- vogsbanka á þessum tíma á vetrar- vertíð. Hann Snæbjörn Togarinn Ver var eitt af minnstu skipunum 314 tonn, en hann er næst- hæstur með heildarafla og hærri með afla á úthaldsdag en sjálfur Tryggvi á Imperíalist, sem var afberandi afla- sæll á Imperíalist, enda stærsta skip flotans, og Tryggvi mikill aflamaður. Á þó er á það að líta að Tryggvi heldur út framá sumar og afli þá far- inn að tregast og fiskur að verða lifr- arlítill. Það ruglar oft í samanburði á afla fyrrum. hvað úthaldið var mis- jafnt. Imperíalist er með 22.9 skpd. á úthaldsdag og 74 lifrarföt, en Ver 26.7 skpd. og 79 lifrarföt. Þegar maður les fiskveiðiskýrslur, verður maður alltaf jafn hrifinn af honum Snæbirni. Hann var alla tíð á litlu skipi hann Snæbjörn, þar til hann aldraður fékk nýsköpunartog- arann Hvalfellið. Hann fékk Tryggva gamla 328 tonna næst á eftir Ver og var með hann í 15 ár. Hann lét alla tíð lítið yfir sér, hann Snæbjörn og maður verður eiginlega ekki var við hann fyrr en maður fer að lesa fiskveiðiskýrslur áranna. Þá er hann alltaf á næsta leyti, á sínu litla skipi á þorskveiðum við aflakóngana hvern af öðrum, Guðmund Jónsson á Skallagrími, Guðmund Markússon á Hannesi ráðherra, Tryggva á Imper- íalist, Sigurjón á Garðari, og síðan Vilhjálmi á Venusi, Bjarna á Júpiter, og á síldveiðunum mátaði hann þá alla, og þar hafði hann þó við að keppa menn eins og Sigurjón á Garð- ari og Halldór á Gulltopp, en allir þessir kóngar voru á miklu stærri skipum. Snæbjörn var 34 ára skipstjóri og var jafn fiskinn síðasta árið 1958, sem hið fyrsta 1924. Þá var hann og far- sæll með skip sem og einstaklega mannasæll. Saltfisklíf og saltfiskdauði Afli togaranna var á þeim árum gefinn upp í tölu lifrarfata. Skips- höfnin átti hluti í lifrinni og þess vegna þurfti að hafa reiður góðar á lifraraflanum (ætli Hellyer hafi ekki orðið fyrstur hérlendis til að vigta uppúr togurum) en yfirleitt var tog- arafiskur vigtaður úr stæðum í landi 4-6 vikna staðinn, oftast 5 vikna staðinn, en lifrarfatafjöldinn þótti segja nóg um aflann og lifrarfötin varð að telja strax eftir veiðiferð. Vigtarþunginn var fyrir skýrslur síð- ar. Það lætur nærri að breyta lifrar- tunnutölum með 3.2 til að fá út skippundatölu; það var um það bil tunna úr rúmum þrem skippundum, þegar til ársafla er litið. Hinsvegar töluðu menn um tunnu úr tonni af stórum vertíðarfiski (ufsa eða þorski). Hásetar höfðu enga hug- mynd um hvað skip þeirra hafði aflað að þunga, aðeins lifrartunnufjölda. Fiskurinn var náttúrlega lifraðri á vetrarvertíðinni, en þegar kom fram á sumar, og þá gátu þeir, sem héldu lengi til framá sumarið komið verr út með lifrarafla á úthaldsdag, en hinir sem voru á salti aðeins vetrarvertíð- ina. Þá gat og lifraraflinn farið nokk- uð eftir því, hvaða mið skipstjórarnir stunduðu mest, hann var lifraðri Hraunafiskurinn á Selvogsbanka en fiskur á Halanum. Meðan fiskur var talinn, þá leiddi það til þess að margir skipstjórar sóttu meira en góðu hófi gegndi í smáfisk til að fá hæsta fiskatöluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.