Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 47
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
45
60 ARA
SÖLUSAMBAND ÍSLENZKRA
FISKFRAMLEIÐENDA
— Allir vildu selja, enginn kaupa —
Sölusamband íslenzkra fisk-
framleiðenda, skammstafað
S.Í.F. var stofnað í byrjun júlí
1932 að undangengnu miklu vand-
ræðaástandi og ringulreið í útflutn-
ingi sjávarafurða, sem átti sér margar
samverkandi orsakir. Upphafs orða-
lag Landsbankaskýrslunnar fyrir
1932: „Allir vildu selja, enginn
kaupa“ — segir söguna í fæstum orð-
um.
Fiskframleiðendur úti um allt land
voru sambandslausir við umheim-
inn. Menn gátu svo lítið séð fyrir í
markaðsmálum, og þó menn sæju og
vissu að markaðir væru lélegir, þá
treystu þeir á gamla ganginn, upp-
sveiflu eftir fall. Það hafði alltaf svo
til gengið, að fiskur féll í verði vegna
offramboðs í miklum aflaárum, eins
og voru hérlendis árin 1930 og 1931,
eða við Nýfundnaland (Frakkar og
Spánverjar), eða Noreg.
Birgðir hrúguðust upp 1932. Verð-
fallið 1930 reyndist ekki nein „uppá-
koma“. Orsökin var ekki offramboð
eins eða tveggja ára, heldur sjálf
„Heimskreppan“. Vandinn var ekk-
ert smáræði. Verð á skippundi var
1928 kr., 150-155, en haustið 1930 kr.
75,-.
„ . . . verðfallið á flestum fiskteg-
undum svo ægilegt, að heita má, að
útgerð landsmanna liggi nú í molum
um áramótin“ sagði fiskimálastjóri í
Ægi.
Það kom svikaglæta um mitt ár
1931, með 95 kr. verði, en í því verði
reyndist engin ending og um haustið
var verðið 55-60 kr. Og svo kom
þriðja aflaárið og það mesta 1932 og
birgðir hrúguðust upp. Árið 1931
höfðum við selt fisk á aðalmarkaðn-
um, Spánarmarkaðnum, fyrir 25,9
milljónir króna, en árið 1932 fyrir
13,3 milljónir og viðskiptin við Bret-
land dregizt saman á þessum sama
tíma 1929-32 úr 12,5 milljónum í 6
milljónir. Italíuviðskipti úr 9 milljón-
um í 6 milljónir, Portúgalsviðskipti
voru þau einu, sem höfðu aukist, en
það dró ekki neitt sem hét til að mæta
óförunum, þau jukust úr 3,5 milljón-
um í 5,4 milljónir.
Þegar kemur fram á 1932 og landið
orðið fullt af óseljanlegum saltfiski
eftir mikla saltfisksvertíð 1932,
gekkst Landsbankinn og Utvegs-
bankinn fyrir stofnun S.I.F. Menn
skildu nú loks, hvaða óvættur hafði
lagzt yfir landið, sem önnur lönd.
Viðskiptaþjóðir okkar höfðu hlaðið
um sig múr tolla- og innflutnings-
hafta og svonefnd jafnvirðiskaupa-
stefna var orðin ríkjandi viðskipta-
máti.
f júlíbyrjun 1932 var Sölusamband
íslenzkra fiskframleiðenda stofnað.
Fyrstu stjórnina skipuðu: Kristján
Einarsson, Ólafur Proppé og
Richard Thors, en meðstjórnendur,
bankastjórarnir Magnús Sigurðsson
•og Helgi Guðmundsson. Fyrstu
framkvæmdastjórarnir voru Kristján
Einarsson og Helgi Þórarinsson.
Þegar jafnvirðiskaup voru orðin
ríkjandi við markaðslandið, var þýð-
ingarlaust fyrir einstaka fiskverkend-
ur að selja á markaðnum. Einstakir
fiskseljendur gátu ekki tekið Spánar-
vín á móti fiski, því að SÍF menn voru
ekki ölglaðir menn nema í hófum sín-
um. Það var ekki um annað að ræða
en ríkisviðskipti og heildarsölu. Hin-
ir ýmsu fiskverkendur í landinu voru
heldur ekki í stakk búnir til að annast
markaðsleit, höfðu hvorki á því efni
né þekkingu. Þarna varð að gera út
menn, valda menn að þekkingu og
röskleik, með heildaryfirsýn og
kunnugleika í markaðslöndum og
ynnu í samráði við ríkisstjórnina.
Stríðstímar og kreppa krefjast jafnan
sérstakra aðgerða.
SÍF-menn unnu strax það þrek-
virki að losa landið við birgðir, en
verðinu fengu þeir ekki breytt, það
var 442 kr. tonnið á móti 439 kr. 1931
eða 74 kr. skpd.
SÍF stóð í ströngu öll kreppuárin,
en það hefur aldrei farið á milli mála
að stofnun Sambands ísl. fiskfram-
leiðenda 1932 var landi og þjóð til
mikillar bjargar. Árið 1935 fengu
samtökin löggildingu sem aðal salt-
fisksútflytjandi landsins á saltfiski.
Það varð svo löngu síðar, og þá
breyttir tímar, að menn tóku að
spyrja sig hvort þessi samtök, með
einkasölurétt eða jafngildi hans
hefðu sama gildi á öllum tímum,
jafnt góðum sem vondum, og við allt
aðrar aðstæður en verið höfðu við
stofnun samtakanna. Menn eru enn
að spyrja sig þessarar spurningar og
deila um svarið. Enginn er þó sá, að
hann vilji leggja SIF niður með sín
traustu viðskipti og miklu reynslu og
þekkingu í saltfisksölu. Núverandi
formaður stjórnar er Dagbjartur
Einarsson, en framkvæmdastjóri
Sigurður Haraldsson.
Afmælisbarninu er óskað til ham-
ingju. Sagan hér rifjuð upp til að
minna SÍF menn á að samtökin hafa
séð heiminn svartari í álinn en nú.
Það voru áhyggjufullir menn, sem
stofnuðu SÍF sumarið 1932.
Sumarið það átti margur fiskselj-
andi andvökunótt og sáu ekki sólina,
þótt hún skini skært á saltfisksbreið-
urnar, og hinir fyrrum ástsælu fisk-
staflar, hjarta þeirra og þjóðarinnar,
vöktu þeim skelfingu.