Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 90

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 90
88 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Með byggð Flensborgar og verzl- unar, sem var í landi Jófríðarstaða, munu nokkur þurrabúðabýli hafa byggzt í landi Jófríðarstaða, allt inn á Hamar. Mun það fólk, sem þarna bjó, hafa sótt vinnu til Flensbogar eða inn í kaupstaðinn, eftir því sem til féll, utan það sem bændur hafa aðallega stundað sjóinn, þegar það- an var nokkuð að hafa. Á Linnetsplássi Og maðurinn heldur ferð sinni áfram, eftir að hafa stanzað lítillega hjá einhverjum vatnsberanum til að spyrja eftir helztu fréttum úr Vestur- firðinum, — helduráfram vesturgöt- una, unz hann kemur á Arahússtétt. Þar stanzar hann hjá manni, sem stendur og horfir út á fjörðinn. Þar siglir inn í ljúfri útrænunni „ofurlítil dugga“. Þessi litla dugga er einmastr- ungur, 10-15 lesta, með 10-12 menn innanborðs, og er nú að koma úr „túr“ hlaðin söltuðum fiski, er þeir hafa fengið vestur á Köntum á 8-12 dögum. Maðurinn lítur niður í Brúar- hraunsvörina. Far er Jóel í Arahúsi nýlega kominn að úr hrognkelsanet- um og selur eða gefur krökkum eða konum rauðmaga í soðið, rauðmag- ana selur hann á 5 aura, grásleppuna á 3 aura. Sé hann að koma af Leirn- um eða úr Þaranum, kaupir fólk all- væna kippu af þyrsklingi eða smáýsu fyrir 25 aura. Og maðurinn heldur för sinni áfram vestur á Linnetspláss. Þar fer að lifna yfir götulífinu. Menn fara þar fram og aftur milli hinna mörgu „pakkhúsa“ og sölubúðar. Á stakk- stæðinu standa nokkrar konur, sem „vaska“ fisk upp úr stórum kössum eða kerrum, og heyrist þaðan kliður sem í fuglabjargi. Á stórum trékassa, sem var vestan við búðardyrnar, sat Linnet kaup- maður, lágur en nokkuð þybbinn, tálgar spýtu með sjálfskeiðung. Allir heilsa Linnet, sem um götuna ganga. Hann yrðir á marga, sem leið eiga fram hjá, ekki síður á börn og ungl- inga. Gömlum og góðum kunningj- um býður hann sæti hjá sér á kassan- um, rabbar við þá um viðskipti eða um daginn og veginn — líðandi stund. Væri um meiri háttar viðskipti að ræða, fór Linnet með manninn inn á skrifstofu, „kontor“, sem þá var oftast sagt. Þar var meira næði heldur en á kassanum. Mörgum þessara manna veitti Linnet „brenni- vínstár“, en aldrei nema eitt staup, og aldrei tók hann staup sjálfur við slík tækifæri, og aldrei mun gamli Linnet hafa verið orðaður við vín- drykkju, enda talinn frábær reglu- maður í hvívetna. Ekki voru þessar smáu veitingar Linnets af smásálar- skap, þar réð eitthvað annað. Linnet bar höfðingjanafnið með sóma. Þótt Linnet væri hagsýnn kaup- maður, var „reizla hans ei bogin né lóðið lakt“. Nei, þar skyldi hver fá sitt. Á Ziemsensplássi Og enn heldur maðurinn áfram vestur á bóginn, unz hann stanzar á Zimsensplássi. Þar eru nokkru minni umsvif heldur en á Linnetsplássi, þótt nokkur sé þar umferð. Kristján Zimsen var danskur að ætt og uppruna. Hann kom til íslands árið 1855, er faðir hans tók við verzl- unarstjórastöðu við Havsteensverzl- un í Reykjavík. Kristján Zimsen fluttist til Hafnar- fjarðar 1866 og gerðist þar verzlunar- stjóri við Knudtzonsverzlun. Zimsen kvæntist 1868 Önnu Jurgensen, kjör- og systurdóttur Jes Th. Kristen- sens kaupmanns í Hafnarfirði. Austan sölubúðar Knudtzons var stórt hús, sem byggt hafði Jes Th. Kristensen, tengdafaðir Zimsens. I þessu húsi hafði Kristensen verzlun sína og íbúð frá 1867 þar til hann dó, 1884, en 1886 seldi ekkja hans Krist- jánj Zimsen allar eignir verzlunar- innar. Árið 1885 hætti Zimsen starfi við Knudtzonsverzlun, fluttist úr Sívert- senshúsi í hið nýkeypta hús og hóf þá þegar eigin verzlun. Sama ár lét Zimsen reisa nýtt verzlunarhús á auðu svæði austan þjóðvegarins upp úr kauptúninu til Reykjavíkur og verzlaði því bæði vestan og austan Reykjavíkurvegar. Á þessum stöðum verzlaði Zimsen til ársins 1892, en tvö síðustu árin var í félagi við hann Jón Norðmann. árið 1892 seldu þeir félagar húseignir sín- ar í Hafnarfirði, og fluttist Zimsen til Reykjavíkur 1893. Zimsen hóf þegar verzlun í Reykjavík, en seldi hana Jes syni sínum 1903 sem er landskunn verzlun enn í dag. (Ólafur segir mikið frá Ziemsen og hann virðist hafa verið slíkur maður í lífi Hafnfirðinga á síðustu áratugum 19du aldar, að hér sé gild ástæða að trufla gönguferðina og skjóta inn þætti af honum í frásögn Ólafs): Nær tvo tugi ára veitti Zimsen Knudtzonsverzlun forstöðu í Hafn- arfirði. Auk þess hafði hann yfirum- sjón með Knudtzonsverzlunum bæði í Reykjavík og Keflavík. Öll þau ár bjuggu þau hjón í húsi því, sem Bjarni Sívertsen byggði í Hafnarfirði og bjó í, svo lengi sem Hafnarfjörður naut hans við. 1 þessu húsi fæddust og uxu úr grasi öll börn þeirra hjóna, og komust sex þeirra til fullorðins- ára, bræðurnir þrír: Knútur, Jes og Kristinn, allir vel metnir borgarar í Reykjavík á fyrri helmingi þessarar aldar. Þrjár dætur, Katinka, kona Jó- hannesar Sigfússonar kennara við Flensborgarskólann, síðar yfirkenn- ara við Menntaskólann í Reykjavík; Lúvísa og Lára fóru báðar til Kaup- mannahafnar, giftust ekki. Fleiri voru börn þeirra hjóna, en dóu ung. Hér verður ekki rakið ævistarf Kristjáns Zimsens í Hafnarfirði, til þess þyrfti mér margfróðari mann, svo sérstæður maður var hann á marga lund. Það mun hafa verið upp úr 1870, að Zimsen gekkst fyrir samskotum, til þess að hægt væri að gera nokkra bót á vegarslóða þeim yfir Hafnar- fjarðarhraun, sem farinn hafði verið undanfarnar aldir. Undirtektir máttu teljast góðar, og lögðu kaup- menn mest í þann sjóð. Þessi vega- gerð stóð yfir í tvö ár. Alla umsjón hafði Zimsen, en daglega verkstjórn hafði afi minn, Ólafur Þorvaldsson í Ólafsbæ. Þessi nýja vegagerð var langt kom- in árið 1874, og fór kóngurinn Krist- ján IX þennan veg, er hann reið milli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.