Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 33

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 33
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31 HANN MAN ÞAÐ EINS OG ÞAÐ HEFÐI SKEÐ í GÆR s skar Vigfússon heitir einn landskunnur maður og rétt einu sinni er hann í foryztu fyrir liði sínu í stríði. Hér er ekki meiningin að segja neitt af þeirri stríðssögu, sem Óskar er kunnastur fyrir og háð er í Karp- húsinu, heldur annarskonar stríðs- sögu, þar sem um lífið var að tefla, en ekki launakjörin. Skylt er þá að nefnaþað, að mestfer fyrirbrjóstið á Óskari þessa dagana sá háttur, sem dæmi finnst um, að skipshafnir séu látnar kaupa kvóta með útgerðar- manni, en fá svo engan hlut í kvótan- um, ef hann er seldur. Slíkt nær nátt- úrlega engri átt. Málið gæti einnig sýnst dálítið flókið frá lengra sóttu réttlætissjónarmiði. Menn, sem eru að leita að réttlæti í kerfisgangi eiga ekki að ganga lausir. Kvótakerfið er helzt að réttlæta með hinni sígildu röksemd að eitt kerfið sé ekki verra en annað. Þar sé aðeins vont, verra, verst. Hvað sé verst er svo umdeilanlegt. í þeirri baráttu, sem Óskar hefur háð í landi er rétt að það komi fram í leiðinni, að hann er fæddur inní hanas Hann er fæddur 1932 og átti æsku- árin í hörðustu Kreppunni, 1933-39, einn af 9 börnum fátækra foreldra. Hann fæddist í Hafnarfirði og 8 ára gamall var hann sendur til föður- bróður síns vegna veikinda móður sinnar. Óskar átti unglingsárin í Ólafsvík. Þeir erfiðleikar, sem sjó- mannastéttin átti við að etja á árun- um eftir 1933 þegar aflaleysi bættist við verðfallið 1930, setti mark sitt á manninn og mótaði skoðanir hans og lífsferil. Hann átti sér snemma þá hugsjón að vinna að hagsmunamál- um sjómannastéttarinnar. Óskar fór til sjós 1948 þá 16 ára gamall, sem hjálparkokkur, á togar- ann Júní frá Hafnarfirði, þeim elsta með því nafni. Óskar Vigfússon. Sjómennskan varð starfi hans í 20 ár að undanskildum tveimur eða þremur árum. Sjómannsferillinn hefði orðið lengri, ef ekki hefði orðið sá atburður í lífi hans, sem hér verður lýst og Óskar ber menjarnar um. í Slysabókinni: „Þrautgóðir á raunastund“, sem er mikið verk eins og kunnugt er og eins og gengur í stórum verkum reynist stöku frásögn gölluð. Einkum vill verða svo um margt sem gerist til sjós, jafnvel sjó- réttarskýrslur reynast ekki ábyggi- legar. Atburðir gerast hratt við æsi- legar aðstæður, þar segir hver sög- una frá sínu sjónarhorni. í frásögninni af Edduslysinu 17. nóv. 1953 týndist einn mannanna í frásögninni í nefndu verki. Hans nafn er ekki nefnt, fjöldi manna í skipshöfninni verða ekki nema sext- án í stað sautján. Maðurinn, sem týndist, heitir Óskar Vigfússon. í sambandi við Eddu-slysið kemur Óskar ekki í leitirnar fyrr en í viðtali við „Víkinginn“ þrjátíu og þrem ár- um síðar. Þar er þó sumt óljóst um feril hans í þessu slysi, enda frásögn- in stutt og snýst um annað efni. Þetta var sérstætt sjóslys og fá- dæma að nær því 200 tonna skipi hvolfdi undan veðri í legufærum inni á firði. Auðvitað vita sjómenn að svona slys hafa gerst, menn þekkja hættuna af því að akkeriskeðja leggst aftur með síðu skips í afspyrnuveðr- um. En við íslendingar eigum ekki neina jafn sögulega og dramatíska frásögn af slysi, sem orsakast af þeim ástæðum eins og af þessu hörmulega slysi á Grundarfirði 17. nóv. 1953. Orsök þess, að Óskar hefur látið kyrrt liggja að leiðrétta frásagnir og rekja sína sögu, er sú, að slysið gekk nærri honum, var honum viðkvæmt mál. Nú er þetta tekið að sjatna með honum og öðrum sem slysið snertir. Tíminn læknar flest sár eða deyfir þau, eða svo er sagt. Það var haustið 1953 að Óskar réði sig á vélskipið Eddu með Guðjóni Illugasyni, hinum kunna hafnfirzka skipstjóra og aflamanni, sem var skipstjóri hjá alþjóðastofnuninni FAO í fjölda ára. Guðjón Illugason var afburða sjómaður og hraust- menni mikið. Skipið var m/b Edda, sem Einar Þorgilsson h.f. átti. Þetta var mikið og fallegt skip, 184 tonn, sérlega tign- arlegt á sjónum, fallegar línur í því skipi, smíðuðu í skipasmíðastöðinni Dröfn. Haustið 1953 kom upp mikil síld við Snæfellsnes og mörg skip fóru þar til veiða, og eitt af þeim var Eddan. Daganal5. ogl6. nóvember var ekki veiðiveður og síldarskipin leituðu flest vars á Grundarfirði, áttin var suðvestan og Grundarfjörður góð höfn að liggja á í þeirri átt. Aðfara- nótt hins 17. nóvember herti veðrið og varð fárviðri og hvergi sterkara en á Grundarfirði, þar sem fjallaskörðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.