Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 41
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
39
um og gæta bátsins við skipshliðina
en ráð hafði verið fyrir gert og fór
Guðmundur einn Bolvíkinganna
upp í skipið til að rétta niður vörurn-
ar.
Vörurnar voru 20 kolapokar,
nokkrir 200 punda sekkir af mélvöru
og tvö olíuföt, á fimmta hundrað
pund hvort.
Þetta tíndi Guðmundur allt rösk-
lega yfir lunninguna á skipinu og rétti
mönnunum í bringingabátnum.
Hann tók síðast olíufötin. Hann
greip þau hvort um sig í fangið, bar
þau að lunningunni, lagði þau á hana
og stöðvaði þau, greip síðan í lagg-
irnar og lét þau síga niður með skips-
síðunni.
Guðmundi Júní kynntist ég lítið,
leiðir okkar lágu ekkert saman, og ég
var svo ungur þegar hann var ofar
foldu og að vinna sér margt til frægð-
ar. Ég rétt hitti hann við jarðarförina
hans afa, og þá bað hann okkur
Geira að muna eftir sér, ef við ættum
stráka. Geiri átti aðeins einn, rétt
fyrir föðurnafnið sitt, en ég átti tvo
og gat skírt annan Guðmund Júní.
Hann varð ekki gamall rétt sjötugur
hann Guðmundur Júní. Það var víst
krabbi sem drap hann.
Ég byrjaði mína sjómennsku á
Flateyri með föður mínum 1944—45
og var sjómaður á bátum frá Flateyri
þar til ég fór á togarann Gylli, sem þá
hafði verið keyptur til Flateyrar og
var ég þar í tvö ár, fyrst sem háseti,
síðan bátsmaður og stýrimaður. Við
fiskuðum ágætlega. Fyrra árið fisk-
uðum við 3600 tonn og þó voru mikil
frátök, við þurftum á tveggja mán-
aða fresti til Reykjavíkur í ketils-
hreinsun, og svo var stoppað um há-
tíðir.
Mér féll ekki togarasjómennskan,
ég var uppalinn á bátum, og það var
margt, sem mér féll ekki í togarasjó-
mennskunni, til dæmis það háttalag,
að væri farið inná Önundarfjörð und-
an veðri, þá var aldrei lagzt við
bryggju og skipshöfninni þá gert
kleyft að fara í land. í skipshöfninni
var margt Flateyringa. Svona tiktúr-
ur ýmsar féllu mér ekki.
Ég náði ekki að vera sjómaður á
stríðsárunum, en bjó þó við hreint
ekki litla stríðshættu. Bretarnir her-
tóku húsið okkar, neðri hæðina og
fylltu kjallarann af skotfærum og
handsprengjum, og það mátti segja
að mín fjölskylda svæfi á sprengjum
öll stríðsárin.
Faðir minn var góður aflamaður.
Ég held að hann hafi verið jafnbezti
aflamaðurinn á Flateyri. Þegar ég
var stráklingur átti maður náttúrlega
að hátta snemma eins og þá var siður
að krakkar væru látnir gera, en ég
átti það til að stinga af, þegar bátar
komu seint úr róðri, og stelast niður
á bryggju til að fylgjast með vigtinni
og beið spenntur eftir því, hvort
pabbi væri ekki hæstur. Hann var
það oft karlinn.
Svo var það 1958, að ég fór til Súg-
andafjarðar og tók þar við skipstjórn
á Freyju II. Gamla fræga Éreyjan
hans Sigga Hallbjörnssonar og Gísla
Guðmundssonar var þá orðin ónýt
og Marzilíus hafði smíðað nýja
Freyju. Ég var með fleiri báta þarna í
Súgandafirði, en fluttist þaðan til
Isafjarðar og var með báta fyrir
Norðurtangann h.f., Guðnýju og
Víkinginn.
Svo keyptum við Baldur Jónsson
framkvæmdastjóri Norðurtangans
bátinn Gunnhildi og fórum með
þann bát suður og tókum að gera
hann út frá Hafnarfirði. Manni
fannst langt að róa frá Hafnarfirði og
ég reri oft frá Grindavík eða Sand-
gerði. Ég kunni ágætlega við að róa
frá Grindavík. Innsiglingin þar er
náttúrlega varasöm, en allt í lagi með
hana, ef farið er rétt í hana og sætt
lagi í brimi. Þetta er bara eitt brot,
sem um er að ræða að sleppa við.
Mér líkaði ver við innsiglinguna í
Sandgerði, hún er svo miklu lengri
og þar getur verið um fleiri brotsjóa
að ræða í siglingunni inní höfnina.
Það er ágætt að róa frá Grindavík,
stutt að róa, og fiskur gekk oft
grunnt. Ég minnist þess að einu sinni
höfðum við róið alla vikuna og verið
með 110-15 tonna afla í róðri. Svo var
það á laugardeginum að ég segi við
strákana, að nú ætli ég að fara í sport-
róður og lofa þeim að koma snemma
að landi úr róðrinum og lengja fyrir
þeim helgina.
Ég bjóst ekki við miklu þegar ég
lagði í bug rétt utan við nesið og fór á
milli og byrjaði að draga. Þarna var
þá nægur fiskur og við fengum 14
tonn.
Ég var aldrei með net, reri alltaf
með lóðir og dragnót og stundaði
einnig humar- og síldveiðar.
Það var allt í lagi að róa frá Hafn-
arfirði þegar farið var að róa með
„tvöfalt“ eins og það var kallað, og
leggja þá tvær lagnir, nú orðið róa
þeir með „þrefalt“, enda fór þá mjög
að aukast lóðaútgerð frá Hafnar-
firði, þegar þessi háttur var upptek-
inn.
Þegar farið var að leggja tvær lagn-
ir í einu, gat maður farið alla leið
vestur á Breiðafjörð, sem maður
hafði engan tíma til áður, þegar land-
að var daglega.
Það var mikill munur að róa hér
syðra, einkum að vetrarlagi. Að róa
á vetrum syðra var næstum eins og að
róa að vorinu heima. Hér eru aldrei
harðir vetur í líkingu við það sem er
vestra. Isingin og bylirnir voru tíðir
þar. Það var ákaflega misjafnt um
ísingarárin, sum árin var aldrei um
neina umtalsverða ísingu að ræða, en
önnur stanzlaus barátta við hana.
Svo er sjólag verra fyrir Vestfjörð-
um. Vondir straumhnútar, sem illt er
að varast.
Einn veturinn þegar ég réri frá ísa-
firði, var ís úti á Halamiðunum en
þangað rerum við oft ísfirðingarnir.
Norðaustan brælur voru ríkjandi og
margir annaðhvort reru ekki eða
sneru aftur í Djúpinu. Ég hafði þá
einskipa farið alla leið útundir ís-
brúnina, og þar var sjólaust, Svo sem
venja er ef um ísbreiðu er að ræða á
löngu svæði. En þetta var ekki fyrir-
hafnarlaust. Við urðum að byrja á að
hreinsa ís af bátnum, sem safnaðist á
hann í höfninni milli róðra, síðan að
berja af klaka til að geta lagt og aftur
þegar farið var að draga, og enn áður
en landstímið hófst og loks til að geta
landað.
Ég fór þarna þrjá róðra einskipa
og þeir voru samfelldir klakabarn-
ingar. í fjórðu lögninni kom hreyfing
á ísinn og hann var þá kominn í vest-
an vindinn, ég fékk ísinn yfir nokkrar
lóðir og missti þær náttúrlega. Mér er
það minnisstætt, þegar ég eitt sinn
var að koma norður með, hafði verið