Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 20
18
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Guðmundur Hallvarðsson:
TVÖ ÞINGMÁL SJÓMANNASTÉTTARINNAR
Eins og sést á töflum, sem
fylgja þessari grein um slys
og dauða í sjómannastarfinu
þeirra völdum, má öllum ljóst vera,
að sjómönnum er mikil nauðsyn á að
standa vörð um lífeyrissjóð sinn. Það
hefur komið til álita að breyta
greiðslu örorkubóta þannig að ör-
orkan verði endurmetin eftir 5 ár.
Eins og er gerist þetta svo:
1. Staða mannsins í sjóðnum skoð-
uð, það er hvað hann hafi greitt mik-
ið síðustu 5 árin, og það árabil síðan
gert að útgangsreikningspunkti til
framreiknings á því hvað hann hefði
haft í tekjur, ef hann hefði haldið
áfram starfi, og það er notað til að
reikna ofan á manninn tekjur til 65
ára aldurs. Maður, til dæmis, sem
búinn væri að vera á fyrstitogara síð-
ustu 5 árin, honum væru reiknaðar
þær tekjur til 65 ára aldurs, og í þann
endann er svo tekinn staða hans á
greiðslu í sjóðinn og síðan reiknað út
hvað honum beri í örorkulífeyri.
Þetta fyrirkomulag getur haft í för
með sér miklar greiðslur úr sjóðnum.
Til dæmis fyrir marz mánuð nú voru
greiddar örorkubætur úr lífeyrissjóði
sjómanna jafn háar ellilífeyris-
greiðslum og runnu rúmlega 15 millj-
ónir í hvorar bæturnar um sig. Sjó-
maður, sem ekki getur stundað sjó-
mennsku fær bætur úr sjóðnum
ævilangt. Það hefur gerzt nú hin síð-
ustu ár í vaxandi mæli, að sjómaður,
sem farið hefur í land, vegna þess að
hann getur ekki stundað sjó-
mennsku, hefur sem betur fer náð
sér svo, að hann getur stundað mörg
önnur störf en sjómennsku. Það gild-
ir sú regla í öllum lífeyrissjóðum,
nema lífeyrissjóði sjómanna, að eftir
5 ár er örorka endurmetin. Og ef það
reynist svo að örorkustigið hafi lækk-
að og vinnugetan aukist eru örorku-
bæturnar endurmetnar til lækkunar.
Guðmundur Hallvarðsson.
Við viljunr breyta okkar reglum í
samræmi við aðra sjóði þannig að ör-
orka mannsins verði endurmetin og
að hvaða marki hann sé hæfur til
annarra starfa.
Það eru margvíslegar ástæður fyrir
örorku sjómanna. Eg get tekið sem
dæmi mann, sem bjargast hefur af
skipi, sem hefur farizt, og hann hefur
orðið fyrir því andlega áfalli að hann
getur ekki stundað sjóinn lengur,
honum reynist það óbærilegt, en get-
ur verið fullfrískur að öllu öðru leyti
en þessu, en samt fengið fullar ör-
orkubætur útúr lífeyrissjóðnum. Að-
stæður okkar eru í þessu efni sem
fleirum allmikið annað en gerist al-
mennt um lífeyrissjóði.
Örorkubætur hljóta náttúrlega
alltaf að verða hlutfallslega miklar úr
lífeyrissjóðum sjómanna vegna þess
hve slysatíðni er mikil í stéttinni.
Menn eru því skiljanlega tregir til að
hrófla mikið við örorkubótakerfinu.
En við erum ábyrgir fyrir skuldbind-
ingum sjóðsins og verður að gæta
þess, að ekki sé meira á hann lagt, en
hann getur staðið við. Það sýnist ekki
óeðlilegt að breyta þessu í það horf,
sem er í öðrum lífeyrissjóðum, að
örorka sé endurmetin. Maðurinn fái
5 ár til að aðlaga sig að starfi í landi.
Honum séu greiddar fullar örorku-
bætur þann tíma, en þá sé hans ör-
orka endurmetin, sé hún hin sama og
hún var, fær hann áfram fullar ör-
orkubætur, annars lækkun í hlutfalli
við aukna starfsgetu.
Við erum auðvitað spurðir, af
hverju hækkið þið ekki iðgjöldin í
stað þess að breyta reglunum?
Mér finnast iðgjöldin há, og vand-
séð að menn fengjust almennt til að
taka á sig hærri iðgjöld til þess að
borga eftir 5 ár fullfrískum mönnum
til annarra starfa örorkubætur.
Tryggingarbætur lífeyrissjóðs sjó-
manna eru miklar miðað við burði
sjóðsins, þær jukust mikið, þegar
lögunum var breytt 1980 og sjómenn
fóru á ellilaun sextugir, ef þeir höfðu
verið alls 25 ár til sjós. Menn njóta
við þessi ævimörk allra réttinda elli-
lífeyrisþega, svo sem eftirgjöf ýmissa
gjalda, til dæmis lyfja- og læknaþjón-
ustu.
Þar sem ríkið hafði í kjarasamn-
ingum gengist inná þetta ákvæði var
gert ráð fyrir að ríkið tæki þátt í þeim
kostnaði, sem þetta hefði í för með
sér fyrir lífeyrissjóð sjómanna. Hún
gekk seint sú innheimta, en henni
lauk svo, að lífeyrissjóðir sjómanna-
félaganna fengu greiðslu úr gengis-
munasjóði til að létta greiðslubyrði
sjóðanna af þessum sökum m.ö. sjó-
mönnum var rétt eigið fé til greiðslu í
sjóðinn. Nú er verið að flytja frum-
varp um verðjöfnunarsjóð og gæti
komið úr þeim sjóði í lífeyrissjóði
sjómanna, sem eru sjö talsins, 270
milljónir. Þetta ætti að dekka þann