Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 95
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
93
fyrir offramboði, þá seldi Einar oft
mikið af sínum fiski uppúr salti öðr-
um fiskkaupendum, sem vildu mik-
inn fisk og ætluðu að græða stórt.
Þetta var oft svo, þegar fiskverð
hafði verið hátt haustið áður, þá átti
að taka mikinn gróða á komandi
hausti og menn kepptust um fiskinn.
Einari varð það einungis einu sinni
á að ganga að hluta í fiskkaupendafé-
lag (Copeland & Berrie) og það varð
honum dýrt, þótt hann væri sá eini,
sem bjargaðist á báðum fótum heil-
um, en varð um tíma stirðari til
gangs. Þetta mikla fiskkaupendafé-
lag hafði keypt fisk útum allar jarðir,
eins mikinn og það gat fengið, en svo
féll verðið um haustið.
Það var ekki að ástæðulausu að
Einar var sagður hafa tólfkóngavit í
rekstri. Coot væri í góðum höndum,
þar sem Einar var og þess vegna varð
sá togari upphaf íslenskrar togara-
útgerðar, hún hefur verið samfelld
frá 6. mars 1905. Coot var í fullum
gangi þegar næsti togari, Jón forseti
kom tveimur árum seinna.
Það var mjög hygginn skipstjóri,
sem valdist á Coot, Indriði Gott-
sveinsson, og honum og Einari tókst
í félagi að láta skipið bera sig strax
fyrsta árið, og þau fjögur ár, sem þeir
ráku togarann var alltaf gróði af
rekstrinum. Coot strandaði á Keilis-
nesi 1908.
Þar skipti mestu, að það tókst að
gera fiskinn af togaranum að góðri
vöru, sem saltfisk, sem var eitt af því,
sem mistekist hafði fyrir Vídalínsút-
gerðinni, og reyndar einnig fyrir
sjálfum Pike Ward.
í Coot-útgerðinni var bæði skips-
höfn og fólkið í landinu þaulvant
saltfiskverkun sem útlendu skips-
hafnirnar höfðu ekki verið.
Ekki skal nú rekinn hér aðdrag-
andinn að kaupum Coots, svo sögu-
leg sem þau voru, og ekki heldur rak-
ið hvernig Reykvíkingum tókst að ná
eignarhaldi á skipinu, án þess þó að
það breytti nokkru um útgerðar-
reksturs Einars. Skipið var áfram
gert út frá Hafnarfirði og Einar verk-
aði af því fiskinn og hann og Indriði
sáu um útgerðina. Um þetta allt má
lesa í Einarssögu Þorgilssonar. Það
sem máli skiptir í Hafnarfjarðarsög-
unni hér er að Coot fiskaði á við
tvær-þrjár skútur og varð því að hon-
um mikil búbót í staðnum, þegar
hann kom 6. marz 1905.
Á þessum velgengisárum, sem
hófust um aldamótin með jörlunum,
P.J. Thorsteinssyni og útlendingun-
um fimmfaldaðist fólksfjöldi í Hafn-
arfirði, eða úr 300 manns árið 1900 í
1500 manns árið 1908, og það varð
áfram jafnstígandi í fólksfjölgun í
Firðinum. Reykvíkingar fluttust til
bæjarins næst mest á eftir Árnesing-
um og mönnum úr sýslunni Gull-
bringu- og Kjósarsýslu.
Fyrirtækin komu og fóru öll nema
E.Þ. Sigfús Sveinsson hætti og Friis
tók við Svendborgarstöðinni og Friis
hætti 1908 og Bookless tók við
Svendborg 1910 og Pétur J. Thor-
steinsson hætti og svonefnt Milljóna-
félag keypti hans eignir og nafn hans
með og það fór á hausinn 1912, en þá
hafði enskt firma A.D. Birrel & Co
hafið stórfelldan rekstur í fiskkaup-
um af enskum og hollenzkum togur-
um. Stöð þessa firma var svonefnd
Haddensstöð, kennt við fram-
kvæmdastjórann. Copeland & Berr-
ie seldi alla sína kúttera, sem áður
átti Ágúst Flygenring til Færeyja á
árunum 1910-13 en Ágúst Flygenring
gekkst 1914 fyrir stofnun hlutafélags
<um togarakaup, og er sagt að Holger
Debell, forstjóri hins íslenzka stein-
olíufélags (Heimir. Togarasaga) hafi
verið aðalhvatamaður ásamt Agústi
að stofnun þessa félags, Heimir segir
einnig að Ýmis-félagið hafi verið
stofnað 24. febr. 1914, ekki 1913 eins
og segir í Hafnarfjarðarsögu, en
þarna getur verið spurning eins og
oftari um lögformlegan gerning, því
að oft var það, að þeir voru gerðir
stundum löngu á eftir raunverulegri
stofnun félagsskapar. Sigurður gæti í
sinni sögu verið með munnlega frá-
sögn stofnenda. Þá var og stofnað
annað togarafélag í sama mund. Það
var félagið Víðir, stofngerningur
þess var 11. febr. 1915. Víðir kom
1915, sama ár og Ýmir.
Að kaupunum á Ými stóðu hinir
ólíklegustu menn, svo sem dýralækn-
ir (Magnús Einarsson) og bóksali
(Pétur Halldórsson), en einnig kaup-
maður, (Guðmundur Böðvarsson),
en trúlega hefur Þórarinn Böðvars-
son, útgerðarmaður, verið þarna að-
alhvatamaðurinn, hann varð fram-
kvæmdastjórinn ásamt því að eiga
hlut.
Falck konsúll hætti rekstri og einn
skipstjóra hans tók við rekstri Atlas
og Albatros og þriggja lóðabáta og
rak einnig fiskverkunarstöð, þar sem
áður var P.J. Thorsteinsson, en þar
áður Þorsteinn Egilsson. Bryde-
verzlun hætti útgerð 1911 og kútterar
seldir burt úr Hafnarfirði. Kúttera-
öid var þá komin á fallandi fót. Á
árunum 1912-14 voru gerðir út 5
þýzkir togarar í Hafnarfirði af félagi í
Geeslemunde. Einar Þorgilsson var
umboðsmaður þeirra.
Þetta voru sem sé miklir umbrota-
tímar í bili í Hafnarfirði, fyrirtæki
komu og fóru en atvinnulífið alltaf í
fullum gangi. Það varð slakki ár og ár
eins og 1910 og 1915, en varði ekki
nema árið, því að fyrirtæki komu
jafnan í stað þess, sem hætti. Book-
less Bros. Ltd. var stærst í rekstri
hafnfirzkra fyrirtækja allar götur frá
1911 að það hóf rekstur til 1921, þó
voru sum fyrirtækjanna mjög rismikil
um skeið svo sem Milljónafélagið,
Copeland & Berrie, og fleiri risu oft
hátt.