Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 95

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 95
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 93 fyrir offramboði, þá seldi Einar oft mikið af sínum fiski uppúr salti öðr- um fiskkaupendum, sem vildu mik- inn fisk og ætluðu að græða stórt. Þetta var oft svo, þegar fiskverð hafði verið hátt haustið áður, þá átti að taka mikinn gróða á komandi hausti og menn kepptust um fiskinn. Einari varð það einungis einu sinni á að ganga að hluta í fiskkaupendafé- lag (Copeland & Berrie) og það varð honum dýrt, þótt hann væri sá eini, sem bjargaðist á báðum fótum heil- um, en varð um tíma stirðari til gangs. Þetta mikla fiskkaupendafé- lag hafði keypt fisk útum allar jarðir, eins mikinn og það gat fengið, en svo féll verðið um haustið. Það var ekki að ástæðulausu að Einar var sagður hafa tólfkóngavit í rekstri. Coot væri í góðum höndum, þar sem Einar var og þess vegna varð sá togari upphaf íslenskrar togara- útgerðar, hún hefur verið samfelld frá 6. mars 1905. Coot var í fullum gangi þegar næsti togari, Jón forseti kom tveimur árum seinna. Það var mjög hygginn skipstjóri, sem valdist á Coot, Indriði Gott- sveinsson, og honum og Einari tókst í félagi að láta skipið bera sig strax fyrsta árið, og þau fjögur ár, sem þeir ráku togarann var alltaf gróði af rekstrinum. Coot strandaði á Keilis- nesi 1908. Þar skipti mestu, að það tókst að gera fiskinn af togaranum að góðri vöru, sem saltfisk, sem var eitt af því, sem mistekist hafði fyrir Vídalínsút- gerðinni, og reyndar einnig fyrir sjálfum Pike Ward. í Coot-útgerðinni var bæði skips- höfn og fólkið í landinu þaulvant saltfiskverkun sem útlendu skips- hafnirnar höfðu ekki verið. Ekki skal nú rekinn hér aðdrag- andinn að kaupum Coots, svo sögu- leg sem þau voru, og ekki heldur rak- ið hvernig Reykvíkingum tókst að ná eignarhaldi á skipinu, án þess þó að það breytti nokkru um útgerðar- reksturs Einars. Skipið var áfram gert út frá Hafnarfirði og Einar verk- aði af því fiskinn og hann og Indriði sáu um útgerðina. Um þetta allt má lesa í Einarssögu Þorgilssonar. Það sem máli skiptir í Hafnarfjarðarsög- unni hér er að Coot fiskaði á við tvær-þrjár skútur og varð því að hon- um mikil búbót í staðnum, þegar hann kom 6. marz 1905. Á þessum velgengisárum, sem hófust um aldamótin með jörlunum, P.J. Thorsteinssyni og útlendingun- um fimmfaldaðist fólksfjöldi í Hafn- arfirði, eða úr 300 manns árið 1900 í 1500 manns árið 1908, og það varð áfram jafnstígandi í fólksfjölgun í Firðinum. Reykvíkingar fluttust til bæjarins næst mest á eftir Árnesing- um og mönnum úr sýslunni Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Fyrirtækin komu og fóru öll nema E.Þ. Sigfús Sveinsson hætti og Friis tók við Svendborgarstöðinni og Friis hætti 1908 og Bookless tók við Svendborg 1910 og Pétur J. Thor- steinsson hætti og svonefnt Milljóna- félag keypti hans eignir og nafn hans með og það fór á hausinn 1912, en þá hafði enskt firma A.D. Birrel & Co hafið stórfelldan rekstur í fiskkaup- um af enskum og hollenzkum togur- um. Stöð þessa firma var svonefnd Haddensstöð, kennt við fram- kvæmdastjórann. Copeland & Berr- ie seldi alla sína kúttera, sem áður átti Ágúst Flygenring til Færeyja á árunum 1910-13 en Ágúst Flygenring gekkst 1914 fyrir stofnun hlutafélags <um togarakaup, og er sagt að Holger Debell, forstjóri hins íslenzka stein- olíufélags (Heimir. Togarasaga) hafi verið aðalhvatamaður ásamt Agústi að stofnun þessa félags, Heimir segir einnig að Ýmis-félagið hafi verið stofnað 24. febr. 1914, ekki 1913 eins og segir í Hafnarfjarðarsögu, en þarna getur verið spurning eins og oftari um lögformlegan gerning, því að oft var það, að þeir voru gerðir stundum löngu á eftir raunverulegri stofnun félagsskapar. Sigurður gæti í sinni sögu verið með munnlega frá- sögn stofnenda. Þá var og stofnað annað togarafélag í sama mund. Það var félagið Víðir, stofngerningur þess var 11. febr. 1915. Víðir kom 1915, sama ár og Ýmir. Að kaupunum á Ými stóðu hinir ólíklegustu menn, svo sem dýralækn- ir (Magnús Einarsson) og bóksali (Pétur Halldórsson), en einnig kaup- maður, (Guðmundur Böðvarsson), en trúlega hefur Þórarinn Böðvars- son, útgerðarmaður, verið þarna að- alhvatamaðurinn, hann varð fram- kvæmdastjórinn ásamt því að eiga hlut. Falck konsúll hætti rekstri og einn skipstjóra hans tók við rekstri Atlas og Albatros og þriggja lóðabáta og rak einnig fiskverkunarstöð, þar sem áður var P.J. Thorsteinsson, en þar áður Þorsteinn Egilsson. Bryde- verzlun hætti útgerð 1911 og kútterar seldir burt úr Hafnarfirði. Kúttera- öid var þá komin á fallandi fót. Á árunum 1912-14 voru gerðir út 5 þýzkir togarar í Hafnarfirði af félagi í Geeslemunde. Einar Þorgilsson var umboðsmaður þeirra. Þetta voru sem sé miklir umbrota- tímar í bili í Hafnarfirði, fyrirtæki komu og fóru en atvinnulífið alltaf í fullum gangi. Það varð slakki ár og ár eins og 1910 og 1915, en varði ekki nema árið, því að fyrirtæki komu jafnan í stað þess, sem hætti. Book- less Bros. Ltd. var stærst í rekstri hafnfirzkra fyrirtækja allar götur frá 1911 að það hóf rekstur til 1921, þó voru sum fyrirtækjanna mjög rismikil um skeið svo sem Milljónafélagið, Copeland & Berrie, og fleiri risu oft hátt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.