Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 35

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 35
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33 M/b Edda. skipið seig, eða hvort skorið var á taugina af misskilningi, nema bátur- inn losnaði frá skipinu. Ef taugin hefði haldið, þá hefði verið mögu- leiki að við hefðum getað legið við fast í sokknu skipinu, því að þarna var mjög grunnt. Það skipti náttúr- lega engum togum að um leið og bát- urinn var laus frá skipinu, fleygðist hann á rek. Það lágu skip allt í kring um okkur. Við rákum framhjá skipum í nokk- urra metra fjarlægð og kölluðum og æptum. Enginn varð okkar var. Eitt skipanna var með ljóskastara og við rákum inn í bjarmann, en ekki held- ur varð okkur björg að því: Sú von, sem hafði kviknað, þegar við rákum inní ljósið varð að örvæntingu, þegar við rákum aftur út í myrkrið án þess vart yrði við okkur. Það var næstum eins og dauðadómur. Rekstefna bátsins var í norðaustur út Grundarfjörðinn og það var nátt- úrlega ekki glæsileg tilhugsun að reka út á Breiðafjörð, það myndi enginn okkar lifa það af, að minnsta kosti enginn okkar, sem klæðlitlir vorum og þegar farnir að krókna eft- ir volkið á sjónum og ekkert skjól fyrir veðri og ágjöf. I morgunsárið gekk veðrið meir útí vestrið, og þá tók bátinn að reka austur yfir fjörðinn og glæddist þá vonin um það að okkur bæri skjótt að landi austan megin fjarðarins. Þegar birti af degi taldi ég mig sjá grilla í land og sjá þar menn vera að reka sauðfé, en hélt með sjálfum mér að þetta væri skynvilla, og varð viss um að ég væri eitthvað að ruglast, þegar ég sá ekki betur en maðurinn, sem sat á þóftunni fyrir framan mig og snéri andlitinu að mér væri svertingi. Ekki reyndist það náttúrlega vera svo, en skýringuna vissi ég ekki fyrr en síðar. Allar æðar í andliti hans höfðu sprungið og af því var hann orðinn blásvartur í framan. Hann lézt þessi maður. Ekki vissi ég neitt hvað tímanum leið, en það var orðið nokkuð ljóst af degi þegar okkur rak á sker skammt undan landi, varla meira en 100 metra undan ströndinni. Við höfðum enga getu til að ná bátnum af skerinu og ekki um annað að ræða en bíða þess að sjór félli að og báturinn flyti uppaf skerinu. Eg var sem fyrr segir koldofinn að neðanverðu, en hugsaði með mér, að það myndi lagast, þegar ég hreyfði mig og nú fannst mér það væri mín eina lífsvon. Mér tókst að velta mér útúr bátnum og í sjóinn og ég reynd- ist geta synt og tókst að ná landi. Mér gekk landtakan vel, komst uppí mölina í fjörunni, en þar fyrir ofan tók við mannhæðarhátt rofa- barð og einhvernveginn tókst mér að vega mig uppá það, en þegar ég stend upp, þá er eins og fæturnir hlaupi undan mér og ég stingst á höfuðið. Fyrir ofan barðið tók við mýri og þegar ég féll á grúfu lenti ég með höfuðið á kafi ofan í mýrarpolli. Mér tókst að velta mér úr honum og man það síðast til mín, að mér þótti gripið í mig. Þegar ég næst kemst til meðvit- undar, ligg ég í rúmi og kona við hlið mér. Ég var á bænum Syðri Bár, og til að koma í mig lífi, hafði verið grip- ið til þess ráðs, sem kallað var „að leggja mann á læri konu“. Þetta var gamalt ráð til að koma lífi í sjóhrakta menn og læknirinn sagði mér að þetta myndi hafa bjargað lífi mínu. (Innskot Á.J.: Um þessa gömlu lífg- unaraðferð er til saga af dauðvona franzmanni og bóndakonu eystra. Fransmaðurinn hafði verið lagður á læri húsfreyju. Um nóttina kallar hún í bónda sinn: „Hann er byrjað- ur“. Bóndi: „Segðu honum að hætta“. Konan: „Ég get það ekki, ég kann ekki frönsku“.) Oskar hafði sofið í 36 stundir og var nú allhress, nema fann til mikils sársauka í hnénu. Það er af félögum Óskars að segja, að þeim tókst að losa bátinn af sker- inu, þegar hækkaði í og ná landi. Þá var klukkan um ellefu. Tveir mann- anna voru þá látnir og einn í anda- slitrunum og dó skömmu síðar. Tveir þeirra, sem göngufærir voru annar þeirra Guðjón skipstjóri, héldu af stað til bæjar, en skammt var að bæn- um Syðri-Bár. Það hafði sést til skip- brotsmanna og þeir mættu þrem mönnum á leið þeim til hjálpar. Sex skipverjar höfðu farizt með skipinu, en þrír í hrakningunum og því í allt 9 menn í þessu hörmulega slysi, en átta björguðust. „Það liðu einir fjórir eða fimm dagar þar til ég komst suður, og þegar ég kom heim, þá verður mér alltaf minnisstætt þegar við feðgarnir fórum að ræða saman, að faðir minn segir: „Ef þú ætlar að stunda sjó- mennsku, Óskar minn, skaltu drífa þig strax til sjós aftur.“ Ég man að mér þótti þetta harka- lega mælt, en skyldi þó að þetta myndi heilræði og mánuði eftir slysið eða í desember fór ég út með Ný- sköpunar-Júní, sem þá var kominn til landsins. í sjómennskunni bar ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.