Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 42

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 42
40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ suður á Breiðafirði og var á heimleið norður. Hann var hvass norðaustan og stanzlaus ágjöf og það fraus hver dropi á bátnum, og þegar ég kom fyrir Sauðanesið og ætlaði að snúa inná Súgandafjörð, þá fann ég að báturinn var orðinn svo steindauður að vonlaust var að hann þyldi sjóinn á síðuna, ég hélt áfram norður að Gelti og þar inn með landi. Mér er það minnisstætt að bóman, sem ekki var nú sver, það var næstum hægt að spanna hana með greipunum, en ég náði ekki yfir um hana með hand- leggjunum, hún var svo sver orðin af ísingunni. Það segir sig sjálft að á löngum sjómannsferli hefur maður náttúr- lega lent í vondum veðrum og hættu- legum. Ekki var það þó nema einu sinni að ég var viss um að báturinn væri að farast. Ég var þá með bátinn Sigurbjörn Arnlaugsson, og var á landleið í suð- vestan foráttuveðri. Ég lensaði und- an á hægri ferð, allt í einu hvolfir sér yfir skipið þessi líka litli skafl. Hann braut ekki neitt heldur hvolfdist yfir skipið og keyrði það niður. Það var allhá brú á skipinu, en ekki stýrishús, en brúin fór í kaf, ég sá ekki útum brúargluggann þó nokkra stund og var viss um að við værum að fara niður. Það sem mér var óskiljanleg- ast er að þessi mikli sjór skyldi ekki brjóta allt ofan af skipinu. Mér er líka minnisstætt veður, sem ég lenti í með föður mínum. Við vor- um þá á henni Sjöfn litlu og vorum að draga línu útaf Horni. Esjan var á leið fyrir Horn og hún varð að slóa þarna, svo það segir sig sjálft að þetta var ekki álitlegt veður fyrir bátkopp eins og okkar. Við héldum þó áfram að draga línuna; það var dýrt að tapa línu í þennan tíma. Þegar við áttum eftir að draga eitt tengsli, fengum við á okkur brot, sem hreinsaði allt laus- legt fyrir borð, bala og belgi og lagn- ingsrennuna. Þá skárum við á línuna. Við vorum lengi að ná landi, því fara varð með mikilli gát og þá kom sér vel að faðir minn var góður sjómað- ur. Þessi þrjátíu ár, sem ég var skip- stjóri kom aldrei neitt slys fyrir mig eða mína menn, aldrei meiddist hjá mér maður og ekki heldur kom neitt fyrir mína báta, nema það, að einu sinni tók bátur niðri hjá mér í innsigl- ingunni í Sandgerði. Ég var þá sof- andi og veður ágætt, hann losnaði þegar flæddi að. Það var um áramótin 1979-80 að ég hætti útgerð sjálfur, og eftir það var ég með ýmsa báta. Ég tapaði aldrei á útgerðinni nema híran mín skilaði sér ekki alltaf í minn vasa, hún varð stundum eftir um borð. Það var á einum tíma að ég átti inni hjá útgerðinni, sem svaraði verði fjögurra góðra fólksbíla, og þessi inneign ávaxtaði sig þannig, að þegar við seldum bátinn gat ég keypt mér notaðan jeppa fyrir inneignina, sem ég fékk þá greidda. Ég hafði átt á þriðju milljón inni og þá kostaði góður fólksbíll t.d. Dodge, amerísk- ur bíll, sem þá þótti með betri bílum, 600 þús. kr. Ég átti engan bíl þá. Ég hafði ekki efni á að kaupa hann. Ut- gerðin var ekki alltaf dans á rósum. Þegar ég hætti til sjós var ég á Lóðsbátnum og síðan á vigtinni, ég hef verið í þessu starfi á víxl. Ég ætl- aði að hætta þegar ég komst á ellilíf- eyrisaldur sjómanna, en þá sagði bæjarstjórinn: — Þú hættir ekkert Geiri, þú verður áfram hérna við höfnina. - A Sjómannadaginn Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra. Rafiðnaðar- samband íslands A Sjómannadaginn Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra. Trésmiðafélag Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.