Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 90
88
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Með byggð Flensborgar og verzl-
unar, sem var í landi Jófríðarstaða,
munu nokkur þurrabúðabýli hafa
byggzt í landi Jófríðarstaða, allt inn á
Hamar. Mun það fólk, sem þarna
bjó, hafa sótt vinnu til Flensbogar
eða inn í kaupstaðinn, eftir því sem
til féll, utan það sem bændur hafa
aðallega stundað sjóinn, þegar það-
an var nokkuð að hafa.
Á Linnetsplássi
Og maðurinn heldur ferð sinni
áfram, eftir að hafa stanzað lítillega
hjá einhverjum vatnsberanum til að
spyrja eftir helztu fréttum úr Vestur-
firðinum, — helduráfram vesturgöt-
una, unz hann kemur á Arahússtétt.
Þar stanzar hann hjá manni, sem
stendur og horfir út á fjörðinn. Þar
siglir inn í ljúfri útrænunni „ofurlítil
dugga“. Þessi litla dugga er einmastr-
ungur, 10-15 lesta, með 10-12 menn
innanborðs, og er nú að koma úr
„túr“ hlaðin söltuðum fiski, er þeir
hafa fengið vestur á Köntum á 8-12
dögum.
Maðurinn lítur niður í Brúar-
hraunsvörina. Far er Jóel í Arahúsi
nýlega kominn að úr hrognkelsanet-
um og selur eða gefur krökkum eða
konum rauðmaga í soðið, rauðmag-
ana selur hann á 5 aura, grásleppuna
á 3 aura. Sé hann að koma af Leirn-
um eða úr Þaranum, kaupir fólk all-
væna kippu af þyrsklingi eða smáýsu
fyrir 25 aura.
Og maðurinn heldur för sinni
áfram vestur á Linnetspláss. Þar fer
að lifna yfir götulífinu. Menn fara
þar fram og aftur milli hinna mörgu
„pakkhúsa“ og sölubúðar. Á stakk-
stæðinu standa nokkrar konur, sem
„vaska“ fisk upp úr stórum kössum
eða kerrum, og heyrist þaðan kliður
sem í fuglabjargi.
Á stórum trékassa, sem var vestan
við búðardyrnar, sat Linnet kaup-
maður, lágur en nokkuð þybbinn,
tálgar spýtu með sjálfskeiðung. Allir
heilsa Linnet, sem um götuna ganga.
Hann yrðir á marga, sem leið eiga
fram hjá, ekki síður á börn og ungl-
inga. Gömlum og góðum kunningj-
um býður hann sæti hjá sér á kassan-
um, rabbar við þá um viðskipti eða
um daginn og veginn — líðandi
stund. Væri um meiri háttar viðskipti
að ræða, fór Linnet með manninn
inn á skrifstofu, „kontor“, sem þá
var oftast sagt. Þar var meira næði
heldur en á kassanum. Mörgum
þessara manna veitti Linnet „brenni-
vínstár“, en aldrei nema eitt staup,
og aldrei tók hann staup sjálfur við
slík tækifæri, og aldrei mun gamli
Linnet hafa verið orðaður við vín-
drykkju, enda talinn frábær reglu-
maður í hvívetna. Ekki voru þessar
smáu veitingar Linnets af smásálar-
skap, þar réð eitthvað annað. Linnet
bar höfðingjanafnið með sóma.
Þótt Linnet væri hagsýnn kaup-
maður, var „reizla hans ei bogin né
lóðið lakt“. Nei, þar skyldi hver fá
sitt.
Á Ziemsensplássi
Og enn heldur maðurinn áfram
vestur á bóginn, unz hann stanzar á
Zimsensplássi. Þar eru nokkru minni
umsvif heldur en á Linnetsplássi,
þótt nokkur sé þar umferð.
Kristján Zimsen var danskur að
ætt og uppruna. Hann kom til íslands
árið 1855, er faðir hans tók við verzl-
unarstjórastöðu við Havsteensverzl-
un í Reykjavík.
Kristján Zimsen fluttist til Hafnar-
fjarðar 1866 og gerðist þar verzlunar-
stjóri við Knudtzonsverzlun. Zimsen
kvæntist 1868 Önnu Jurgensen,
kjör- og systurdóttur Jes Th. Kristen-
sens kaupmanns í Hafnarfirði.
Austan sölubúðar Knudtzons var
stórt hús, sem byggt hafði Jes Th.
Kristensen, tengdafaðir Zimsens. I
þessu húsi hafði Kristensen verzlun
sína og íbúð frá 1867 þar til hann dó,
1884, en 1886 seldi ekkja hans Krist-
jánj Zimsen allar eignir verzlunar-
innar.
Árið 1885 hætti Zimsen starfi við
Knudtzonsverzlun, fluttist úr Sívert-
senshúsi í hið nýkeypta hús og hóf þá
þegar eigin verzlun.
Sama ár lét Zimsen reisa nýtt
verzlunarhús á auðu svæði austan
þjóðvegarins upp úr kauptúninu til
Reykjavíkur og verzlaði því bæði
vestan og austan Reykjavíkurvegar.
Á þessum stöðum verzlaði Zimsen til
ársins 1892, en tvö síðustu árin var í
félagi við hann Jón Norðmann. árið
1892 seldu þeir félagar húseignir sín-
ar í Hafnarfirði, og fluttist Zimsen til
Reykjavíkur 1893. Zimsen hóf þegar
verzlun í Reykjavík, en seldi hana
Jes syni sínum 1903 sem er landskunn
verzlun enn í dag.
(Ólafur segir mikið frá Ziemsen og
hann virðist hafa verið slíkur maður í
lífi Hafnfirðinga á síðustu áratugum
19du aldar, að hér sé gild ástæða að
trufla gönguferðina og skjóta inn
þætti af honum í frásögn Ólafs):
Nær tvo tugi ára veitti Zimsen
Knudtzonsverzlun forstöðu í Hafn-
arfirði. Auk þess hafði hann yfirum-
sjón með Knudtzonsverzlunum bæði
í Reykjavík og Keflavík. Öll þau ár
bjuggu þau hjón í húsi því, sem
Bjarni Sívertsen byggði í Hafnarfirði
og bjó í, svo lengi sem Hafnarfjörður
naut hans við. 1 þessu húsi fæddust
og uxu úr grasi öll börn þeirra hjóna,
og komust sex þeirra til fullorðins-
ára, bræðurnir þrír: Knútur, Jes og
Kristinn, allir vel metnir borgarar í
Reykjavík á fyrri helmingi þessarar
aldar. Þrjár dætur, Katinka, kona Jó-
hannesar Sigfússonar kennara við
Flensborgarskólann, síðar yfirkenn-
ara við Menntaskólann í Reykjavík;
Lúvísa og Lára fóru báðar til Kaup-
mannahafnar, giftust ekki. Fleiri
voru börn þeirra hjóna, en dóu ung.
Hér verður ekki rakið ævistarf
Kristjáns Zimsens í Hafnarfirði, til
þess þyrfti mér margfróðari mann,
svo sérstæður maður var hann á
marga lund.
Það mun hafa verið upp úr 1870,
að Zimsen gekkst fyrir samskotum,
til þess að hægt væri að gera nokkra
bót á vegarslóða þeim yfir Hafnar-
fjarðarhraun, sem farinn hafði verið
undanfarnar aldir. Undirtektir
máttu teljast góðar, og lögðu kaup-
menn mest í þann sjóð. Þessi vega-
gerð stóð yfir í tvö ár. Alla umsjón
hafði Zimsen, en daglega verkstjórn
hafði afi minn, Ólafur Þorvaldsson í
Ólafsbæ.
Þessi nýja vegagerð var langt kom-
in árið 1874, og fór kóngurinn Krist-
ján IX þennan veg, er hann reið milli