Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 65
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
63
UNDIR EINOKUN1602-1787
Margt ljótt orðið höfum við
íslendingar látið falla um
Einokunarverzlun Dana
1602-1787. Og þegar kemur að þeirri
spurningu, af hverju fiskveiðar hafi
verið svo mjög vanræktar, þjóðinni
til stórskaða þessar aldir, þá er venj-
an að kenna verzlunaránauðinni um
það, og þá ekki haldið á lofti að sökin
hafi í því efni að hluta verið íslenzkra
embættismanna, íslenzkra landeig-
enda og í heild sinni íslenzkrar
bændastéttar, fremur en danskra
kaupmanna.
Þetta vissu náttúrlega framfara-
sinnaðir íslendingar, þegar þeir fóru
að rekja söguna á 19du öld en þeir
stóðu í frelsisbaráttunni og beindu
spjótum sínum að dönskum yfirráð-
um og röktu söguna af danskri ánauð
í ljósi þess, sem bezt þjónaði frelsis-
baráttunni. Það hefði verið truflandi
þversögn að blanda því í áróðurinn
að okkar eigin fyrirsvarsmenn hefðu
á tíma Einokunar verið versti þránd-
ur í götu þess að fiskveiðar okkar
efldust og yrðu þjóðinni lyftistöng.
Nú á okkar tíma hafa margir um
þetta fjallað að íslenzkir fyrirmenn
studdir af alþýðu bænda óttuðust
samkeppni erlendra kaupmanna um
vinnuafl, og börðust gegn eflingu
fiskveiða.
íslenzkir bændur höfðu kynnst
samkeppninni á „ensku öldinni“
15du öldinni, þegar fiskkaup og fisk-
veiðar Englendinga drógu vinnuaflið
úr sveitunum.
Það voru íslendingar, sem stóðu
að baki því ákvæði Píningardóms
1490, að kaupmönnum væri bannað
að hafa vetursetu hér og að hafa ís-
lendinga í þjónustu sinni til sjóróðra,
og þeir máttu ekki eiga fiskibáta, því
banni var þó misjafnlega fylgt, en þá
var hert á með sérstakri konunglegri
tilskipan 1682, og ekki aðeins vetrar-
seta kaupmanna bönnuð heldur
einnig starfsmanna þeirra „hinna
svonefndu eftirlegumanna“, sem
áttu að gæta verzlananna á vetrum.
Árið 1701 ætlaði konungur að af-
nema þetta ákvæði, af því að hann
taldi það af hinu góða fyrir lands-
menn að kaupmenn væru hérlendis
sjálfir sem mest. Kóngur fékk á sig
umsvifalaust bænaskrá, þar sem þess
var sárlega beðið að hann endurnýj-
aði bannið, sem hann og gerði 1704.
Kaupmenn vildu auknar fiskveið-
ar, sóttust eftir fiski, sem var góð og
dýr söluvara, til að verðbæta með
fiskinum illseljanlega landbúnaðar-
vöru og á henni mjög lágt verð. Það
er sjálfsagt engum vafa undirorpið,
ef kaupmenn höfðu fengið að setjast
hér að, þá hefðu þeir hafið hér út-
gerð, bæði á vetrar- og sumarvertíð,
og þá verið lokið því fyrirkomulagi
að halda vinnumönnum kauplitlum,
nema fyrir hússkjóli og fæði og 11
ríkisdali í fríðu (peningum eða
lambkettlingum), og senda þá á ver-
tíð á eigin bátum eða annarra bænda
og hirða af þeim hlutinn.
Þessum ótta við samkeppni um
vinnuafl fylgdi sú skoðun, að fengju
kaupmenn leyfi til að hefja hér at-
vinnurekstur, myndu þeir verða
voldug stétt í landinu og rýra völd
íslenzkra ráðamanna.
Svona gekk það nú til undir hinni
vondu Einokun, því að vissulega var
hún vond, en okkar eigin aðgerðir
gerðu hana verri en hún hefði þurft
að vera.
Það var svo í lok Einokunar, að
kóngurinn sjálfur fór að gera hér út
til að lyfta fiskveiðunum úr alda-
gömlum skorðum, en framhaldið á
þeirri útgerð tókst íslenzkum ráða-
mönnum að stöðva. Þá var notað
„vistbandið" til að koma í veg fyrir
að íslenzkir menn réðu sig á kon-
ungsútgerðina, og þegar íslenzkur
maður reyndi fyrir sér með þilskipa-
útgerð í lok Einokunartímans gat
hann ekki mannað skipið íslending-
um.
Gamla hefðbundna lagið hélzt
sem sagt allan Einokunartímann,
bændur sendu vinnumenn sína í
verið til róðra á gömlum og úr sér
gengnum vertíðarbátum, og kölluðu
þá heim til vorverka og heyjanna.
Kotbændur stunduðu heimræði á
eins og tveggja mannaförum, og
þurrabúðarmenn sultu bátlausir við
sjóinn fullan fiski.
Það undarlegasta í allri þessari
sögu er það, að íslenzkir höfðingjar,
sem stórgræddu á „fiskveiðiöldinni",
15du öldinni, skyldu ekki átta sig á að
Hafnarfjörður 1836.